„Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. desember 2024 22:00 Ólafur Jónas Sigurðsson var ekki ánægður með vörn liðsins Vísir / Pawel Cieslikiewicz Stjarnan tapaði gegn Keflavík á útivelli 105-86. Keflvíkingar voru sterkari aðilinn nánast allan leikinn og Ólafi Jónasi Sigurðssyni, þjálfari Stjörnunnar, fannst niðurstaðan sanngjörn. „Úrslitin gáfu hárrétta mynd af því hvernig leikurinn spilaðist. Nítján stig eru nítján stig en við vorum alltaf að hóta því að koma til baka en við vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn. Þetta var bara ein sending og opið skot sem var ekki nógu gott.“ „Ég var ánægður með að það komu allar stelpurnar inn á og gáfu allt í þetta og við fengum ýmislegt frá mörgum leikmönnum í kvöld,“ sagði Ólafur Jónas í viðtali beint eftir leik. Ólafur var ekki sáttur með varnarleik Stjörnunnar þar sem heimakonur gerðu 105 stig sem var of mikið að hans mati. „Við vorum búin að fara vel yfir þau atriði sem Keflavík gerir vel og því sem Keflavík er að leitast eftir en við gerðum ekki nógu vel gegn þeim og af hverju ekki er ómögulegt að segja. Við þurfum að skoða það betur og þetta var ekki nógu gott varnarlega. Sóknarlega hef ég ekki eins miklar áhyggjur en varnarlega þurfum við að fara að spýta í lófana.“ Stjarnan byrjaði síðari hálfleik af krafti og kom forskoti Keflavíkur undir tíu stig og Ólafur var ánægður með þann kafla hjá liðinu. „Þá fórum við að spila vörn og færslurnar voru góðar. Við vorum grimmar og ekki til baka eins og í fyrri hálfleik. Mér fannst við voðalega hræddar í fyrri hálfleik en breyttum því á þessum kafla og fengum blóð á tennurnar og fórum að gera betur en síðan fór vindurinn úr því.“ Aðspurður út í það hvort honum fannst Stjarnan fá einhver tækifæri í fjórða leikhluta til að ógna forskoti Keflavíkur var Ólafur ekki viss. „Ég hef ekki hugmynd um það. Mögulega voru einhver augnablik sem við hefðum geta gert betur en ég er ekki viss,“ sagði Ólafur Jónas að lokum. Stjarnan Bónus-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
„Úrslitin gáfu hárrétta mynd af því hvernig leikurinn spilaðist. Nítján stig eru nítján stig en við vorum alltaf að hóta því að koma til baka en við vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn. Þetta var bara ein sending og opið skot sem var ekki nógu gott.“ „Ég var ánægður með að það komu allar stelpurnar inn á og gáfu allt í þetta og við fengum ýmislegt frá mörgum leikmönnum í kvöld,“ sagði Ólafur Jónas í viðtali beint eftir leik. Ólafur var ekki sáttur með varnarleik Stjörnunnar þar sem heimakonur gerðu 105 stig sem var of mikið að hans mati. „Við vorum búin að fara vel yfir þau atriði sem Keflavík gerir vel og því sem Keflavík er að leitast eftir en við gerðum ekki nógu vel gegn þeim og af hverju ekki er ómögulegt að segja. Við þurfum að skoða það betur og þetta var ekki nógu gott varnarlega. Sóknarlega hef ég ekki eins miklar áhyggjur en varnarlega þurfum við að fara að spýta í lófana.“ Stjarnan byrjaði síðari hálfleik af krafti og kom forskoti Keflavíkur undir tíu stig og Ólafur var ánægður með þann kafla hjá liðinu. „Þá fórum við að spila vörn og færslurnar voru góðar. Við vorum grimmar og ekki til baka eins og í fyrri hálfleik. Mér fannst við voðalega hræddar í fyrri hálfleik en breyttum því á þessum kafla og fengum blóð á tennurnar og fórum að gera betur en síðan fór vindurinn úr því.“ Aðspurður út í það hvort honum fannst Stjarnan fá einhver tækifæri í fjórða leikhluta til að ógna forskoti Keflavíkur var Ólafur ekki viss. „Ég hef ekki hugmynd um það. Mögulega voru einhver augnablik sem við hefðum geta gert betur en ég er ekki viss,“ sagði Ólafur Jónas að lokum.
Stjarnan Bónus-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira