SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Lovísa Arnardóttir skrifar 11. desember 2024 14:14 Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri SVEIT. Aðsend SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka til endurskoðunar kjarasamninga þá sem í gildi eru við stéttarfélagið Virðingu. SVEIT vonast til þess að Efling láti af fyrirhuguðum aðgerðum á meðan endurskoðun stendur. Frá þessu er greint í tilkynningu frá SVEIT. Þessi ákvörðun er tekin eftir mikla gagnrýni og boðaðar aðgerðir stéttarfélagsins Eflingar gagnvart veitingastöðum undir hatti SVEIT samkvæmt tilkynningu. Þar segir jafnframt að boðaðar aðgerðir Eflingar gegn SVEIT séu fordæmalausar og að þær vegi að atvinnuöryggi tugi lítilla fyrirtækja. „SVEIT hafnar því alfarið að verið sé að brjóta á lögbundnum rétti starfsfólks með kjarasamningi við Virðingu, en hefur engu að síður ákveðið að endurskoða kjarasamninga með tilliti til þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið. Sú vinna er þegar hafin og er það von SVEIT að Efling láti af fyrirhuguðum aðgerðum meðan sú endurskoðun stendur yfir,“ segir í tilkynningunni. Fram kom í tilkynningu frá Eflingu fyrr í dag að fimmtungur meðlima SVEIT hefði sagt sig úr samtökunum eftir að Efling tilkynnti um aðgerðir gegn þeim. Formaður Eflingar sagði aðgerðirnar gríðarlega nauðsynlegar. Í tilkynningu frá SVEIT segir að þau séu stærstu atvinnurekendasamtök á veitingamarkaði, og að þau hafi unnið að því að styrkja stoðir veitingareksturs á landinu. Það hafi verið miklir erfiðleikar í greininni og það sjáist á þungum rekstri fjölda veitingastaða. Þá segir að SVEIT hafi gert kjarasamning við Virðingu eftir að Efling hafnaði kjaraviðræðum við SVEIT og að taka mið af eðli veitingareksturs. „Með þeim samningum, sem gerðir voru til samræmis við kjarasamninga veitingastaða á Norðurlöndunum, var starfsfólki veitingastaða tryggð hærri dagvinnulaun og bætt kjör, starfsfólki og rekstraraðilum til hagsbóta,“ segir í tilkynningu SVEIT. Þá segir að forsvarsfólki Eflingar hafi verið boðið til samtals um málið en að því boði hafi ekki verið svarað. Formaður Eflingar sagði í viðtali við hádegisfréttir Bylgjunnar í dag að enginn frá Virðingu hefði sett sig í samband við Eflingu og að formaður SVEIT hefði boðið henni í óformlegt kaffispjall. Hún taldi það til marks um að samtökin tækju málinu ekki alvarlega. Kjaramál Stéttarfélög Veitingastaðir Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Efling stéttarfélag hefur sent erindi á forsvarsfólk 108 veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Þar er þeim tilkynnt um ýmsar aðgerðir sem Efling mun standa fyrir vegna aðkomu samtakanna að stofnun stéttarfélagsins Virðingar. 10. desember 2024 13:46 BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu BHM og BSRB segja stofnun stéttarfélagsins Virðingar ganga gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði og taka undir gagnrýni Eflingar, Eflingar-Iðju og Alþýðusambands Íslands á stofnun félagsins. Félagið er stofnað af atvinnurekendum í veitingarekstri, Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT. 10. desember 2024 11:19 Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka ekki þátt í „þeirri neikvæðu orðræðu og átökum sem hafa einkennt málflutning Eflingar undanfarin ár í garð veitingareksturs á Íslandi.“ Samtökin hafi ítrekað reynt að semja við Eflingu en hafi nú samið við stéttarfélagið Virðingu til fjögurra ára. 5. desember 2024 16:10 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
Þessi ákvörðun er tekin eftir mikla gagnrýni og boðaðar aðgerðir stéttarfélagsins Eflingar gagnvart veitingastöðum undir hatti SVEIT samkvæmt tilkynningu. Þar segir jafnframt að boðaðar aðgerðir Eflingar gegn SVEIT séu fordæmalausar og að þær vegi að atvinnuöryggi tugi lítilla fyrirtækja. „SVEIT hafnar því alfarið að verið sé að brjóta á lögbundnum rétti starfsfólks með kjarasamningi við Virðingu, en hefur engu að síður ákveðið að endurskoða kjarasamninga með tilliti til þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið. Sú vinna er þegar hafin og er það von SVEIT að Efling láti af fyrirhuguðum aðgerðum meðan sú endurskoðun stendur yfir,“ segir í tilkynningunni. Fram kom í tilkynningu frá Eflingu fyrr í dag að fimmtungur meðlima SVEIT hefði sagt sig úr samtökunum eftir að Efling tilkynnti um aðgerðir gegn þeim. Formaður Eflingar sagði aðgerðirnar gríðarlega nauðsynlegar. Í tilkynningu frá SVEIT segir að þau séu stærstu atvinnurekendasamtök á veitingamarkaði, og að þau hafi unnið að því að styrkja stoðir veitingareksturs á landinu. Það hafi verið miklir erfiðleikar í greininni og það sjáist á þungum rekstri fjölda veitingastaða. Þá segir að SVEIT hafi gert kjarasamning við Virðingu eftir að Efling hafnaði kjaraviðræðum við SVEIT og að taka mið af eðli veitingareksturs. „Með þeim samningum, sem gerðir voru til samræmis við kjarasamninga veitingastaða á Norðurlöndunum, var starfsfólki veitingastaða tryggð hærri dagvinnulaun og bætt kjör, starfsfólki og rekstraraðilum til hagsbóta,“ segir í tilkynningu SVEIT. Þá segir að forsvarsfólki Eflingar hafi verið boðið til samtals um málið en að því boði hafi ekki verið svarað. Formaður Eflingar sagði í viðtali við hádegisfréttir Bylgjunnar í dag að enginn frá Virðingu hefði sett sig í samband við Eflingu og að formaður SVEIT hefði boðið henni í óformlegt kaffispjall. Hún taldi það til marks um að samtökin tækju málinu ekki alvarlega.
Kjaramál Stéttarfélög Veitingastaðir Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Efling stéttarfélag hefur sent erindi á forsvarsfólk 108 veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Þar er þeim tilkynnt um ýmsar aðgerðir sem Efling mun standa fyrir vegna aðkomu samtakanna að stofnun stéttarfélagsins Virðingar. 10. desember 2024 13:46 BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu BHM og BSRB segja stofnun stéttarfélagsins Virðingar ganga gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði og taka undir gagnrýni Eflingar, Eflingar-Iðju og Alþýðusambands Íslands á stofnun félagsins. Félagið er stofnað af atvinnurekendum í veitingarekstri, Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT. 10. desember 2024 11:19 Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka ekki þátt í „þeirri neikvæðu orðræðu og átökum sem hafa einkennt málflutning Eflingar undanfarin ár í garð veitingareksturs á Íslandi.“ Samtökin hafi ítrekað reynt að semja við Eflingu en hafi nú samið við stéttarfélagið Virðingu til fjögurra ára. 5. desember 2024 16:10 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Efling stéttarfélag hefur sent erindi á forsvarsfólk 108 veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Þar er þeim tilkynnt um ýmsar aðgerðir sem Efling mun standa fyrir vegna aðkomu samtakanna að stofnun stéttarfélagsins Virðingar. 10. desember 2024 13:46
BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu BHM og BSRB segja stofnun stéttarfélagsins Virðingar ganga gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði og taka undir gagnrýni Eflingar, Eflingar-Iðju og Alþýðusambands Íslands á stofnun félagsins. Félagið er stofnað af atvinnurekendum í veitingarekstri, Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT. 10. desember 2024 11:19
Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka ekki þátt í „þeirri neikvæðu orðræðu og átökum sem hafa einkennt málflutning Eflingar undanfarin ár í garð veitingareksturs á Íslandi.“ Samtökin hafi ítrekað reynt að semja við Eflingu en hafi nú samið við stéttarfélagið Virðingu til fjögurra ára. 5. desember 2024 16:10