Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Atli Ísleifsson skrifar 11. desember 2024 12:17 Viðgerð hófst í gær með því að boruð voru mjó göng undir árfarveg Skógár og rör dregin í gegnum þau. Rarik Enn er allt keyrt á varaafli í Vík og Mýrdal eftir að Víkurstrengur bilaði aðfaranótt mánudags þar sem strengurinn liggur plægður ofan í Skógá. Viðgerð hófst í gær og er áætlað að hún taki tvo daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RARIK. Þar segir að vegna þess hversu hár álagstoppur gærdagsins hafi verið hafi varaflsvél verið send af stað frá Þórshöfn í gær til að betur væri hægt að anna álagi dagsins í dag. „Viðgerð hófst í gær með því að boruð voru mjó göng undir árfarveg Skógár og rör dregin í gegnum þau. Jarðstrengirnir verða svo dregnir þar í gegn. Samstarfsaðilar okkar hjá verktakafyrirtækinu Þjótanda hófu borunina rétt eftir hádegi í gær og luku verkefninu um klukkan 5 í nótt. Starfsfólk framkvæmdaflokka RARIK mun í dag hefja vinnuna við að draga strengi í gegnum rörin og tengja, þannig að hægt verða að koma rafmagni aftur á svæðið eftir strengjum. Við nýtum einnig tækifærið og leggjum í rörið 11 kV streng sem liggur á sama stað yfir ána. Áætlað er að viðgerðin taki u.þ.b. tvo daga með prófunum. Bilun út frá spennistöð RARIK við Ytri-Sólheima, sem fór hálf á kaf í vatnsveðrinu á sunnudag og mánudag, er fundin og er viðgerð þar hafin. Vonast er til að hún klárist í kvöld eða á morgun. Bilunin olli töfum við uppbyggingu varaafls í Mýrdal seinni hluta mánudags en hún er staðsett í streng sem sér sendi Neyðarlínunnar fyrir rafmagni. Strengurinn skemmdist vegna mikils vatnsálags og hefur sendirinn verið keyrður áfram með varaflsvél Neyðarlínunnar á meðan. Um borunina: Borun undir árfarvegi er ekki ný af nálinni en aðferðin hefur þróast mikið á undanförnum árum svo nú þykir öruggt að bora í gegnum jafn lausan jarðveg og þarna er. Á mjög einfölduðu máli eru göngin fóðruð með sementsblöndu jafnóðum og þau eru boruð sem heldur þeim opnum. Þegar borinn er kominn í gegn eru rör fest í hann og hann dreginn til baka. Þannig leggjast göngin að rörunum en falla ekki saman þegar borinn er fjarlægður. Ef vel tekst til munum við skoða hvort skynsamlegt sé að skipuleggja samskonar boranir undir fleiri árfarvegi á þessu svæði vegna fenginnar reynslu okkar af ágangi ánna á strengina í haust og vetur. Slíkar viðhaldsframkvæmdir myndu þó alltaf falla á framkvæmdaáætlun sumarsins,“ segir í tilkynningunni frá RARIK. Mýrdalshreppur Orkumál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá RARIK. Þar segir að vegna þess hversu hár álagstoppur gærdagsins hafi verið hafi varaflsvél verið send af stað frá Þórshöfn í gær til að betur væri hægt að anna álagi dagsins í dag. „Viðgerð hófst í gær með því að boruð voru mjó göng undir árfarveg Skógár og rör dregin í gegnum þau. Jarðstrengirnir verða svo dregnir þar í gegn. Samstarfsaðilar okkar hjá verktakafyrirtækinu Þjótanda hófu borunina rétt eftir hádegi í gær og luku verkefninu um klukkan 5 í nótt. Starfsfólk framkvæmdaflokka RARIK mun í dag hefja vinnuna við að draga strengi í gegnum rörin og tengja, þannig að hægt verða að koma rafmagni aftur á svæðið eftir strengjum. Við nýtum einnig tækifærið og leggjum í rörið 11 kV streng sem liggur á sama stað yfir ána. Áætlað er að viðgerðin taki u.þ.b. tvo daga með prófunum. Bilun út frá spennistöð RARIK við Ytri-Sólheima, sem fór hálf á kaf í vatnsveðrinu á sunnudag og mánudag, er fundin og er viðgerð þar hafin. Vonast er til að hún klárist í kvöld eða á morgun. Bilunin olli töfum við uppbyggingu varaafls í Mýrdal seinni hluta mánudags en hún er staðsett í streng sem sér sendi Neyðarlínunnar fyrir rafmagni. Strengurinn skemmdist vegna mikils vatnsálags og hefur sendirinn verið keyrður áfram með varaflsvél Neyðarlínunnar á meðan. Um borunina: Borun undir árfarvegi er ekki ný af nálinni en aðferðin hefur þróast mikið á undanförnum árum svo nú þykir öruggt að bora í gegnum jafn lausan jarðveg og þarna er. Á mjög einfölduðu máli eru göngin fóðruð með sementsblöndu jafnóðum og þau eru boruð sem heldur þeim opnum. Þegar borinn er kominn í gegn eru rör fest í hann og hann dreginn til baka. Þannig leggjast göngin að rörunum en falla ekki saman þegar borinn er fjarlægður. Ef vel tekst til munum við skoða hvort skynsamlegt sé að skipuleggja samskonar boranir undir fleiri árfarvegi á þessu svæði vegna fenginnar reynslu okkar af ágangi ánna á strengina í haust og vetur. Slíkar viðhaldsframkvæmdir myndu þó alltaf falla á framkvæmdaáætlun sumarsins,“ segir í tilkynningunni frá RARIK.
Mýrdalshreppur Orkumál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira