Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Jón Þór Stefánsson skrifar 9. desember 2024 17:22 Myndir af grunuðum morðingja úr öryggismyndavélum í New York. AP/Lögreglan í New York Maður er í skýrslutöku hjá lögreglunni vestanhafs í tengslum við rannsókn á launmorði á götum New York á dögunum sem beindist að einum forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrrirtækis Bandaríkjanna. New York Times greinir frá þessu, en þar segir að maðurinn hafi verið tekinn í skýrslutöku eftir ábendingu. Hann hafi þó ekki verið handtekinn eða verið kærður í málinu. Sá sem benti lögreglu á manninn sagðist hafa séð hann á skyndibitastaðnum McDonalds með byssu, hljóðdeyfi og fölsk skilríki, líkt og þau sem hinn grunaði morðingi er talinn hafa notað. Þá segir New York Times að sá sem er nú yfirheyrður hafi verið með skotvopn álíkt því sem morðinginn er talinn hafa notað. CNN greinir frá því að maðurinn sé í haldi í Pennsylvaníu. Hann hafi verið með tveggja blaðsíðna stefnuyfirlýsingu þar sem hann gagnrýndi heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum harðlega, en hinn látni starfaði hjá einu stærsta sjúkratryggingafyrirtæki Bandaríkjanna. Í þessari stefnuyfirlýsingu mun hann hafa stungið upp á því að ofbeldi væri svarið við gölluðu heilbrigðiskerfi. CBS greinir frá því að maðurinn hafi verið handtekinn af lögreglu í tengslum við annað mál. Í fórum sínum hafi maðurinn verið með byssu með hljóðdeyfi og falsað ökuskírteini. Hinn látni heitir Brian Thompson og var forstjóri UnitedHealthcare. Líkt og áður segir var hann skotinn út á götu í New York í síðustu viku. Myndband úr öryggismyndavélum bendir til þess að morðinginn hafi beðið sérstaklega eftir hinum látna. Leitin að morðingjanum hefur verið gríðarlega umfangsmikil, en málið hefur verið á allra vörum vestanhafs. Hann flúði af vettvangi. Talið er að hann hafi komið sér í burtu með strætisvagni skömmu eftir drápið. Samkvæmt New York Times er lögreglan enn að óska eftir upplýsingum um málið og grunaðann morðingja. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá CNN og CBS. Erlend sakamál Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
New York Times greinir frá þessu, en þar segir að maðurinn hafi verið tekinn í skýrslutöku eftir ábendingu. Hann hafi þó ekki verið handtekinn eða verið kærður í málinu. Sá sem benti lögreglu á manninn sagðist hafa séð hann á skyndibitastaðnum McDonalds með byssu, hljóðdeyfi og fölsk skilríki, líkt og þau sem hinn grunaði morðingi er talinn hafa notað. Þá segir New York Times að sá sem er nú yfirheyrður hafi verið með skotvopn álíkt því sem morðinginn er talinn hafa notað. CNN greinir frá því að maðurinn sé í haldi í Pennsylvaníu. Hann hafi verið með tveggja blaðsíðna stefnuyfirlýsingu þar sem hann gagnrýndi heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum harðlega, en hinn látni starfaði hjá einu stærsta sjúkratryggingafyrirtæki Bandaríkjanna. Í þessari stefnuyfirlýsingu mun hann hafa stungið upp á því að ofbeldi væri svarið við gölluðu heilbrigðiskerfi. CBS greinir frá því að maðurinn hafi verið handtekinn af lögreglu í tengslum við annað mál. Í fórum sínum hafi maðurinn verið með byssu með hljóðdeyfi og falsað ökuskírteini. Hinn látni heitir Brian Thompson og var forstjóri UnitedHealthcare. Líkt og áður segir var hann skotinn út á götu í New York í síðustu viku. Myndband úr öryggismyndavélum bendir til þess að morðinginn hafi beðið sérstaklega eftir hinum látna. Leitin að morðingjanum hefur verið gríðarlega umfangsmikil, en málið hefur verið á allra vörum vestanhafs. Hann flúði af vettvangi. Talið er að hann hafi komið sér í burtu með strætisvagni skömmu eftir drápið. Samkvæmt New York Times er lögreglan enn að óska eftir upplýsingum um málið og grunaðann morðingja. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá CNN og CBS.
Erlend sakamál Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira