Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. desember 2024 23:41 TikTok hefur notið gífurlega vinsælda víðast hvar. Getty/Asanka Ratnayake TikTok hefur tapað dómsmáli sínu í Bandaríkjunum varðandi lög sem voru sett til að loka miðlinum vestanhafs. Stefnir því allt í að lokað verður fyrir miðilinn í Bandaríkjunum og virðist fátt geta komið í veg fyrir það. Fréttastofa BBC greinir frá. ins og greint hefur verið frá skrifaði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, undir lög á þessu ári sem snúast um það að verði TikTok ekki selt af kínverskum eigendum þess fyrir 19. janúar næstkomandi, verði samfélagsmiðillinn bannaður í Bandaríkjunum. Frumvarpið flaug í gegnum báðar deildir Bandaríkjaþings með miklum stuðningi frá þingmönnum beggja flokka. TikTok, sem er í eigu kínverska fyrirtækisins ByteDance, kærði lögin á sínum tíma. TikTok hélt því fram að það að loka fyrir miðilinn í landinu myndi hamla tjáningarfrelsi Bandaríkjamanna. Dómurinn féllst ekki á það og sagði lögin vera góð og gild og því standa. 170 milljón manns nota TikTok í Bandaríkjunum. TikTok segir þetta þó ekki vera endastöð fyrir miðilinn og ætla forsvarsmenn samfélagsmiðilsins að halda áfram að leita leiða til að koma í veg fyrir að lokað verði fyrir miðilinn. Talsmaður TikTok sagði í yfirlýsingu að þau hygðust áfrýja málinu til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Einnig er vonast til þess að kjör Donald Trump í forsetaembættið muni koma til með að bjarga veru miðilsins í Bandaríkjunum. Prófessor í lögfræði við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum telur ólíklegt að Hæstiréttur taki málið fyrir. Trump reyndi á sínum tíma að banna TikTok árið 2020 án árangurs en tók fram í kosningabaráttunni í ár að hann myndi ekki leyfa banninu gegn miðlinum að taka gildi. Trump verður settur í embætti 20. janúar, einum degi eftir að TikTok á að vera lokað að því gefnu að ekki verður búið að selja hlut kínverskra fjárfesta í fyrirtækinu fyrir það. TikTok Bandaríkin Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Fréttastofa BBC greinir frá. ins og greint hefur verið frá skrifaði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, undir lög á þessu ári sem snúast um það að verði TikTok ekki selt af kínverskum eigendum þess fyrir 19. janúar næstkomandi, verði samfélagsmiðillinn bannaður í Bandaríkjunum. Frumvarpið flaug í gegnum báðar deildir Bandaríkjaþings með miklum stuðningi frá þingmönnum beggja flokka. TikTok, sem er í eigu kínverska fyrirtækisins ByteDance, kærði lögin á sínum tíma. TikTok hélt því fram að það að loka fyrir miðilinn í landinu myndi hamla tjáningarfrelsi Bandaríkjamanna. Dómurinn féllst ekki á það og sagði lögin vera góð og gild og því standa. 170 milljón manns nota TikTok í Bandaríkjunum. TikTok segir þetta þó ekki vera endastöð fyrir miðilinn og ætla forsvarsmenn samfélagsmiðilsins að halda áfram að leita leiða til að koma í veg fyrir að lokað verði fyrir miðilinn. Talsmaður TikTok sagði í yfirlýsingu að þau hygðust áfrýja málinu til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Einnig er vonast til þess að kjör Donald Trump í forsetaembættið muni koma til með að bjarga veru miðilsins í Bandaríkjunum. Prófessor í lögfræði við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum telur ólíklegt að Hæstiréttur taki málið fyrir. Trump reyndi á sínum tíma að banna TikTok árið 2020 án árangurs en tók fram í kosningabaráttunni í ár að hann myndi ekki leyfa banninu gegn miðlinum að taka gildi. Trump verður settur í embætti 20. janúar, einum degi eftir að TikTok á að vera lokað að því gefnu að ekki verður búið að selja hlut kínverskra fjárfesta í fyrirtækinu fyrir það.
TikTok Bandaríkin Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent