„Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 6. desember 2024 22:33 Ty-Shon Alexander lék sinn annan leik fyrir Keflavík í kvöld. getty/Ethan Miller Keflavík tók á móti Tindastól í Blue höllinni í kvöld í lokaleik níundu umferðar Bónus deild karla. Keflvíkingar hittu frábærlega úr sínum skotum og fóru með 27 stiga sigur, 120-93. Annar af tveimur nýju leikmönnum Keflvíkur var glaður í leikslok. „Mér fannst við spila vel sem lið, sérstaklega varnarlega. Við gerðum frábærlega sóknarlega og settum fullt af skotum. Við munum halda áfram að bæta okkur og verða bara betri. Þetta var frábær leikur fyrir alla í liðinu,“ sagði Ty-Shon Alexander, leikmaður Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík tók forystu í leiknum sem þeir létu aldrei af hendi. Þeir leiddu allan leikinn. Aðspurður um það hvenær honum hafi fundist þetta vera komið hjá Keflavík svaraði Ty-Shon að um leið og skotin fóru að detta. „Ég held að það hafi verið þegar allir voru farnir að setja niður skot. Ég varð að koma mér í þetta líka. Mér fannst ég byrja frekar hægar en vanalega. Við komum út og hittum úr fullt af skotum og við börðumst fyrir sigrinum. Þetta var frábært í dag,“ sagði Ty-Shon. Hann var stigahæstur í liði Keflavíkur í kvöld með 33 stig og setti átta þriggja stiga skot í tíu tilraunum. „Þetta var bara eitthvað sem ég hélt áfram að gera. Þú leggur inn vinnuna og augljóslega skilar hún sér í hvert sinn sem þú stígur á völlinn. Við byggjum bara á þessu og höldum áfram að verða betri og gerum þetta aftur í öðrum leik.“ Þrátt fyrir stórsigur gegn toppliði deildarinnar vildi Ty-Shon ekki segja að þetta hafi endilega verið einhver yfirlýsing. „Ég myndi ekki segja það. Þetta er eitthvað sem við þurftum að bæta og sérstaklega eftir tapið í síðustu umferð. Við verðum að byggja á þessu og halda áfram að verða betri.“ Þessi sömu lið mætast strax aftur á mánudaginn í Vís bikarnum og má búast við allt öðruvísi leik þá. „Ég býst við því að leikurinn þá verði allt öðruvísi en í kvöld. Þeir munu koma grimmari til leiks þá en í kvöld. Við verðum bara að byggja á þessu. Við megum ekki láta þennan sigur komast í hausinn á okkur og búast við þessu eins á mánudaginn. Við munum taka video fund og við þurfum að laga nokkra hluti,“ sagði Ty-Shon að lokum. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans Sjá meira
„Mér fannst við spila vel sem lið, sérstaklega varnarlega. Við gerðum frábærlega sóknarlega og settum fullt af skotum. Við munum halda áfram að bæta okkur og verða bara betri. Þetta var frábær leikur fyrir alla í liðinu,“ sagði Ty-Shon Alexander, leikmaður Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík tók forystu í leiknum sem þeir létu aldrei af hendi. Þeir leiddu allan leikinn. Aðspurður um það hvenær honum hafi fundist þetta vera komið hjá Keflavík svaraði Ty-Shon að um leið og skotin fóru að detta. „Ég held að það hafi verið þegar allir voru farnir að setja niður skot. Ég varð að koma mér í þetta líka. Mér fannst ég byrja frekar hægar en vanalega. Við komum út og hittum úr fullt af skotum og við börðumst fyrir sigrinum. Þetta var frábært í dag,“ sagði Ty-Shon. Hann var stigahæstur í liði Keflavíkur í kvöld með 33 stig og setti átta þriggja stiga skot í tíu tilraunum. „Þetta var bara eitthvað sem ég hélt áfram að gera. Þú leggur inn vinnuna og augljóslega skilar hún sér í hvert sinn sem þú stígur á völlinn. Við byggjum bara á þessu og höldum áfram að verða betri og gerum þetta aftur í öðrum leik.“ Þrátt fyrir stórsigur gegn toppliði deildarinnar vildi Ty-Shon ekki segja að þetta hafi endilega verið einhver yfirlýsing. „Ég myndi ekki segja það. Þetta er eitthvað sem við þurftum að bæta og sérstaklega eftir tapið í síðustu umferð. Við verðum að byggja á þessu og halda áfram að verða betri.“ Þessi sömu lið mætast strax aftur á mánudaginn í Vís bikarnum og má búast við allt öðruvísi leik þá. „Ég býst við því að leikurinn þá verði allt öðruvísi en í kvöld. Þeir munu koma grimmari til leiks þá en í kvöld. Við verðum bara að byggja á þessu. Við megum ekki láta þennan sigur komast í hausinn á okkur og búast við þessu eins á mánudaginn. Við munum taka video fund og við þurfum að laga nokkra hluti,“ sagði Ty-Shon að lokum.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans Sjá meira