Eining um hvalveiðar innan starfsstjórnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. desember 2024 13:01 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra eru öll sátt við ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætis-og matvælaráðherra að leyfa hvalveiðar. Vísir/Vilhelm Ráðherrar í starfstjórn styðja ákvörðun forsætisráðherra að leyfa hvalveiðar og telja að ekki hafi þurft að bera málið undir þau áður en ákvörðun var tekin. Formaður Framsóknarflokksins styður ákvörðunina og bendir á að ráðherrar hafi áður tekið ákvarðanir um hvalveiðar í öðrum starfsstjórnum. Ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætis- og matvælaráðherra um að leyfa í gær hvalveiðar til fimm ára hefur verið harðlega gagnrýnd af ýmsum umhverfis- og dýravelferðarsamtökum. Á móti fagnar bæjarráð Akraness leyfisveitingunni. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Ég kynnti niðurstöðu mína um að leyfa hvalveiðar á fundi starfsstjórnar. Það var lítil umræða. Málið þurfti sinn afgreiðslutíma í ráðuneytinu og því þurfti að gefa leyfin út núna. Við erum alltaf að taka nýjar ákvarðanir í ráðuneytunum,“ segir Bjarni Benediktsson forsætis- og matvælaráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfasdóttir utanríkisráðherra styður ákvörðunina. „Þegar sótt er um leyfi til hvalveiða og álit Hafrannsóknastofnunar er eins og það er þá getur ráðherra ekki annað en gefið út leyfi. Það er ekki hægt að liggja á því eins og ráðherra sýnist enda liggur fyrir álit umboðsmanns Alþingis í því. Málið er tilbúið núna,“ segir Þórdís. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla, núsköpunar- og iðnaðarráðherra er á sömu skoðun og sagði aðspurð að hún styðji ákvörðun um hvalveiðar. Framsóknarflokkurinn hlynntur hvalveiðum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins gerir engar athugasemdir við ákvörðunina. „Við í Framsókn styðjum það að leyfa hvalveiðar og sjálfbærar veiðar. Við höfum alltaf gert það. Það eru fordæmi fyrir þessu árið 2009 þegar Einar Kristinn Guðfinnsson gerði þetta í starfsstjórn. Aftur breytir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir árið 2017 þegar hún var líka í starfsstjórn ákveðnum takmörkunum. Þannig að ég geri engar athugasemdir við það þar sem þetta er eðlileg starfsemi hér á landi,“ segir Sigurður. Aðspurður um hvort ekki hefði átt að taka ákvörðun til hvalveiða til skemmri tíma en fimm ára í ljósi þess hversu umdeild ákvörðunin er svarar Sigurður: „Það verður þú að spyrja hann um. Ég styð hvalveiðar. Ég tel alls ekki að það hefði þurft að ræða ákvörðunina í starfsstjórn áður en hún var tilkynnt,“ segir Sigurður. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Dýraheilbrigði Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætis- og matvælaráðherra um að leyfa í gær hvalveiðar til fimm ára hefur verið harðlega gagnrýnd af ýmsum umhverfis- og dýravelferðarsamtökum. Á móti fagnar bæjarráð Akraness leyfisveitingunni. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Ég kynnti niðurstöðu mína um að leyfa hvalveiðar á fundi starfsstjórnar. Það var lítil umræða. Málið þurfti sinn afgreiðslutíma í ráðuneytinu og því þurfti að gefa leyfin út núna. Við erum alltaf að taka nýjar ákvarðanir í ráðuneytunum,“ segir Bjarni Benediktsson forsætis- og matvælaráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfasdóttir utanríkisráðherra styður ákvörðunina. „Þegar sótt er um leyfi til hvalveiða og álit Hafrannsóknastofnunar er eins og það er þá getur ráðherra ekki annað en gefið út leyfi. Það er ekki hægt að liggja á því eins og ráðherra sýnist enda liggur fyrir álit umboðsmanns Alþingis í því. Málið er tilbúið núna,“ segir Þórdís. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla, núsköpunar- og iðnaðarráðherra er á sömu skoðun og sagði aðspurð að hún styðji ákvörðun um hvalveiðar. Framsóknarflokkurinn hlynntur hvalveiðum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins gerir engar athugasemdir við ákvörðunina. „Við í Framsókn styðjum það að leyfa hvalveiðar og sjálfbærar veiðar. Við höfum alltaf gert það. Það eru fordæmi fyrir þessu árið 2009 þegar Einar Kristinn Guðfinnsson gerði þetta í starfsstjórn. Aftur breytir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir árið 2017 þegar hún var líka í starfsstjórn ákveðnum takmörkunum. Þannig að ég geri engar athugasemdir við það þar sem þetta er eðlileg starfsemi hér á landi,“ segir Sigurður. Aðspurður um hvort ekki hefði átt að taka ákvörðun til hvalveiða til skemmri tíma en fimm ára í ljósi þess hversu umdeild ákvörðunin er svarar Sigurður: „Það verður þú að spyrja hann um. Ég styð hvalveiðar. Ég tel alls ekki að það hefði þurft að ræða ákvörðunina í starfsstjórn áður en hún var tilkynnt,“ segir Sigurður.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Dýraheilbrigði Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira