Þungavigtarbikarinn verður aftur á ferðinni í ár og þar munu sex lið úr Bestu deildinni taka þátt. Þetta er þriðja árið í röð sem mótið fer fram en FH hefur unnið í bæði skiptin.
Leikið er í tveimur þriggja liða riðlum. Fyrsti leikur mótsins er leikur nýliða Aftureldingar og Íslandsmeistara Breiðabliks.
A-riðill
Afturelding
Breiðablik
ÍA
Leikirnir:
10. janúar: Afturelding - Breiðablik kl 18.00 á Malbiksstöðinni Varmá.
18. janúar: Breiðablik ÍA kl 13.00 á Kópavogsvelli
25. janúar: ÍA - Afturelding kl 11.30 í Akraneshöllinni
B-riðill
FH
Stjarnan
Vestri
Leikirnir:
11. janúar: FH - Vestri kl 12.00 í Skessunni
18. janúar: Stjarnan Vestri kl 13.00 á Samsung vellinum
25. janúar: FH - Stjarnan kl 12.00 í Skessunni