Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. desember 2024 09:44 Þær Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdótir funda í dag og halda áfram viðræðum um mögulega myndun ríkisstjórnar sinna flokka. Vísir/Vilhelm Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar í dag. Ekki verður gefið upp hvar formennirnir funda. „Já, já. Það er fundað þétt,“ sagði Ólafur Kjaran Árnason, aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar. Fundur var í þann mund að hefjast þegar fréttastofa náði af honum tali um klukkan 9:30. Samfylking og Viðreisn funda í dag Hann segir að staðsetning fundar dagsins verði ekki gefin upp, en í gær fundaði Kristrún ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar og Ingu Sæland formanni Flokks fólksins í Smiðju, nýrri skrifstofubyggingu Alþingis. Síðdegis, að loknum viðræðum dagsins, munu formennirnir veita fjölmiðlum viðtöl. „Svo verða þingflokksfundir hjá Samfylkingu og Viðreisn eftir það. Flokkur fólksins fundar svo sennilega á morgun,“ sagði Ólafur. Ætla má að á öllum þeim fundum verði gangur viðræðna efstur á baugi. Óvíst með gesti Í gær fengu formennirnir sjö gesti frá fjármálaráðuneytinu á sinn fund, en Ólafur kvaðst ekki geta sagt frá því hvort gestagangur yrði til formannanna í dag. Hann kvaðst raunar lítið annað geta gefið upp um fyrirkomulag fundarhalda dagsins. Samfylkingin hlaut 20,8 prósent fylgi í kosningunum og fær því 15 þingmenn. Viðreisn fékk 15,8 prósent og 11 þingmenn en Flokkur fólksins 13,8 prósent og 10 þingmenn. Verði af stjórnarmyndun þessara þriggja flokka hefði ný ríkisstjórn því 36 manna þingmeirihluta. Fylgjast má með gangi mála við stjórnarmyndun í vaktinni á Vísi. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
„Já, já. Það er fundað þétt,“ sagði Ólafur Kjaran Árnason, aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar. Fundur var í þann mund að hefjast þegar fréttastofa náði af honum tali um klukkan 9:30. Samfylking og Viðreisn funda í dag Hann segir að staðsetning fundar dagsins verði ekki gefin upp, en í gær fundaði Kristrún ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar og Ingu Sæland formanni Flokks fólksins í Smiðju, nýrri skrifstofubyggingu Alþingis. Síðdegis, að loknum viðræðum dagsins, munu formennirnir veita fjölmiðlum viðtöl. „Svo verða þingflokksfundir hjá Samfylkingu og Viðreisn eftir það. Flokkur fólksins fundar svo sennilega á morgun,“ sagði Ólafur. Ætla má að á öllum þeim fundum verði gangur viðræðna efstur á baugi. Óvíst með gesti Í gær fengu formennirnir sjö gesti frá fjármálaráðuneytinu á sinn fund, en Ólafur kvaðst ekki geta sagt frá því hvort gestagangur yrði til formannanna í dag. Hann kvaðst raunar lítið annað geta gefið upp um fyrirkomulag fundarhalda dagsins. Samfylkingin hlaut 20,8 prósent fylgi í kosningunum og fær því 15 þingmenn. Viðreisn fékk 15,8 prósent og 11 þingmenn en Flokkur fólksins 13,8 prósent og 10 þingmenn. Verði af stjórnarmyndun þessara þriggja flokka hefði ný ríkisstjórn því 36 manna þingmeirihluta. Fylgjast má með gangi mála við stjórnarmyndun í vaktinni á Vísi.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira