Hundarnir áttu ekki að vera saman Bjarki Sigurðsson skrifar 10. desember 2024 12:03 Hundarnir tveir urðu öðrum ketti að bana í sumar. vísir Annar hundanna sem grunaðir eru um að hafa banað ketti í Laugardalnum gær er nú í vörslu Dýraþjónustu Reykjavíkur. Deildarstjóri þar segir hundana ekki hafa átt að vera á sama heimilinu. Málið sé nú til rannsóknar. Tveir ungverskir viszla-hundar gengu lausir um Langholtshverfi í Reykjavík í gær. Heimilisköttur fjölskyldu í Efstasundi varð fyrir barðinu á hundunum og drepinn á stéttinni fyrir utan heimili sitt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sömu hundar valda usla í hverfinu en síðast í júní á þessu ári voru þeir teknir af eiganda sínum, grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu. Annar hundanna var aftur handsamaður í gær að sögn Þorkels Heiðarssonar, deildarstjóra Dýraþjónustu Reykjavíkur. „Sá hundur er bara í okkar vörslu núna og við erum að skoða málið áfram, hvað við gerum næst. Þessir hundar voru ekki þar sem þeir hafa verið í nokkuð langan tíma áður. Það var búið að setja ákveðin skilyrði um þetta hundahald og við erum að skoða hvernig málið situr núna miðað við þau skilyrði,“ segir Þorkell. Frá því að hundarnir voru handsamaðir í sumar.Tinna Bjarnadóttir Eitt þeirra skilyrða var að hundarnir yrðu á sitthvoru heimilinu. Þeir séu ekki eins hættulegir þegar þeir eru í sundur. „Þetta er svona hóphegðun þegar þeir koma saman. Þegar þeir eru í sitthvoru lagi er það í lagi en þegar þeir eru saman myndast stemning sem er alls ekki æskileg. Og það er óásættanlegt að hundar sem ganga lausir fari um með þessum hætti og ráðist á gæludýr. Það bara gengur ekki. Fyrir utan það þá valda þeir almennri ógn þannig við lítum á þetta sem almannahættu sem þarf að bregðast mjög ákveðið við,“ segir Þorkell. Dýraþjónustunni hefur ekki borist tilkynningar um að hundarnir ráðist á fólk. „Það breytir því ekki að svona lausaganga getur gerst. Það geta allir misst frá sér hunda en það gengur alls ekki að það gerist ítrekað. Sérstaklega þegar það gerist að það valdi ógn og skelfingu í heilum bæjarhluta, þá er það ekki ásættanlegt ástand,“ segir Þorkell. Dýr Reykjavík Hundar Dýraheilbrigði Gæludýr Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Fleiri fréttir „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð Sjá meira
Tveir ungverskir viszla-hundar gengu lausir um Langholtshverfi í Reykjavík í gær. Heimilisköttur fjölskyldu í Efstasundi varð fyrir barðinu á hundunum og drepinn á stéttinni fyrir utan heimili sitt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sömu hundar valda usla í hverfinu en síðast í júní á þessu ári voru þeir teknir af eiganda sínum, grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu. Annar hundanna var aftur handsamaður í gær að sögn Þorkels Heiðarssonar, deildarstjóra Dýraþjónustu Reykjavíkur. „Sá hundur er bara í okkar vörslu núna og við erum að skoða málið áfram, hvað við gerum næst. Þessir hundar voru ekki þar sem þeir hafa verið í nokkuð langan tíma áður. Það var búið að setja ákveðin skilyrði um þetta hundahald og við erum að skoða hvernig málið situr núna miðað við þau skilyrði,“ segir Þorkell. Frá því að hundarnir voru handsamaðir í sumar.Tinna Bjarnadóttir Eitt þeirra skilyrða var að hundarnir yrðu á sitthvoru heimilinu. Þeir séu ekki eins hættulegir þegar þeir eru í sundur. „Þetta er svona hóphegðun þegar þeir koma saman. Þegar þeir eru í sitthvoru lagi er það í lagi en þegar þeir eru saman myndast stemning sem er alls ekki æskileg. Og það er óásættanlegt að hundar sem ganga lausir fari um með þessum hætti og ráðist á gæludýr. Það bara gengur ekki. Fyrir utan það þá valda þeir almennri ógn þannig við lítum á þetta sem almannahættu sem þarf að bregðast mjög ákveðið við,“ segir Þorkell. Dýraþjónustunni hefur ekki borist tilkynningar um að hundarnir ráðist á fólk. „Það breytir því ekki að svona lausaganga getur gerst. Það geta allir misst frá sér hunda en það gengur alls ekki að það gerist ítrekað. Sérstaklega þegar það gerist að það valdi ógn og skelfingu í heilum bæjarhluta, þá er það ekki ásættanlegt ástand,“ segir Þorkell.
Dýr Reykjavík Hundar Dýraheilbrigði Gæludýr Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Fleiri fréttir „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð Sjá meira