Örlagaríkt viðtal varð að tuttugu ára vináttu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. desember 2024 07:02 Ragnhildur Steinunn og Sigrún Ósk hafa fylgst að síðan þær kynntust fyrir tuttugu árum. Hér eru þær með vinkonu sinni stórstjörnunni Birgittu Haukdal. Sjónvarpskonurnar Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir verða saman á skjánum í allra fyrsta sinn í kvöld í söfnunar- og skemmtiþætti UNICEF á Íslandi, Búðu til pláss. Það er ótrúlegt mál enda hafa þær starfað í sama geira síðustu ár en eru þar að auki perluvinkonur eftir örlagaríkt viðtal fyrir tuttugu árum síðan. „Við kynntumst fyrir rúmum tuttugu árum þegar Ragnhildur Steinunn kom í viðtal til mín þegar ég var umsjónarmaður þáttar fyrir ungt fólk á RÚV og höfum verið nánast óaðskiljanlegar síðan. Málin þróuðust svo þannig að hún tók við af mér á RÚV, en ég flutti mig yfir til Stöðvar 2. Við höfum starfað í sjónvarpi nánast óslitið síðan, alltaf á sitt hvorri stöðinni,“ segir Sigrún Ósk í samtali við Vísi. Þær Ragnhildur munu í kvöld stýra þættinum sem er sögulegur að því leyti að hann verður í beinni útsendingu á þremur sjónvarpsstöðvum samtímis: Stöð 2, RÚV og í Sjónvarpi Símans klukkan 19:40. Um er að ræða stjörnum prýtt skemmtikvöld þar sem áhorfendum gefst kostur á að búa til pláss í hjörtum sínum í þágu barna í neyð. Samstíga á flestum sviðum „Á þessum tuttugu árum höfum við alltaf getað leitað til hvor annarrar þegar kemur að vinnunni. Sigrún er orðheppnasta kona landsins og ég leita oft til hennar þegar ég er að skrifa texta,“ segir Ragnhildur Steinunn en Sigrún segir hlæjandi að aftur á móti sé enginn frjórri en Ragnhildur þegar kemur að framleiðslu. „Ég held að það hafi varla farið neinn þáttur í loftið sem er ekki krufinn í klukkutíma löngu símtali eftir frumsýningu. Það er dýrmætt að eiga vinkonu sem nennir að ræða þetta sameiginlega áhugamál okkar endalaust,“ segir Sigrún Ósk. „En við höfum ekki bara verið samstíga í vinnu, heldur líka í einkalífinu. Eignuðumst til að mynda frumburði okkar með þriggja vikna millibili, næstu börn með þriggja mánaða millibili, en svo tókst mér ekki alveg að selja Sigrúnu tvíburapælinguna svo það urðu tvö ár á milli tvíburanna minna og yngsta sonar hennar,“ segir Ragnhildur Steinunn. Ragnhildur og Sigrún Ósk hafa fylgst að síðustu ár, enda í sama starfi þó á sitthvorri stöðinni. Geta loksins tekið törn saman Sigrún segir þær vinkonur ekki hittast eins oft og þær vildu þar sem önnur þeirra býr á Akranesi og hin í Reykjavík. Þær deyja þó ekki ráðalausar. „Við bætum það upp með daglegum morgunsímtölum á leið til vinnu. Okkur reiknast svo til að þetta séu rúmlega tíu þúsund mínútur á ári. Ég held það hafi örugglega enginn verið glaðari en við þegar símafyrirtækin hættu að rukka fyrir hverja einustu mínútu,“ segir Sigrún Ósk hlæjandi. Þær segja helsta gallann á vináttunni verið þann að tarnirnar þeirra hafi verið á sitt hvorum tíma. Þannig hafi Sigrún verið að klára vinnu vegna Idol þegar Ragnhildur hafi einmitt verið að hefjast handa við að undirbúa Söngvakeppnina. „Þannig þetta eru mikil tímamót að geta loksins tekið törn saman í fyrsta skiptið. Við hlökkum svo til að vera saman á skjánum í kvöld við þetta verðuga tilefni. Markmið þáttarins er að safna tvö þúsund nýjum Heimsforeldrum. Eðli málsins samkvæmt vorum við mjög snöggar að segja já þegar við vorum beðnar um að stjórna útsendingunni. Bæði er málefnið auðvitað afar gott en svo er óvæntur bónus að fá að vinna saman að svona mikilvægu sjónvarpsefni með bestu vinkonu sinni.“ Bíó og sjónvarp Hjálparstarf Tengdar fréttir Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Söfnunar- og skemmtiþáttur UNICEF á Íslandi, Búðu til pláss, verður í beinni útsendingu föstudaginn 6. desember kl. 19:40 á þremur sjónvarpsstöðvum samtímis: Stöð 2, RÚV og Sjónvarpi Símans. Tilefnið er tuttugu ára afmæli UNICEF á Íslandi. 26. nóvember 2024 14:00 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
„Við kynntumst fyrir rúmum tuttugu árum þegar Ragnhildur Steinunn kom í viðtal til mín þegar ég var umsjónarmaður þáttar fyrir ungt fólk á RÚV og höfum verið nánast óaðskiljanlegar síðan. Málin þróuðust svo þannig að hún tók við af mér á RÚV, en ég flutti mig yfir til Stöðvar 2. Við höfum starfað í sjónvarpi nánast óslitið síðan, alltaf á sitt hvorri stöðinni,“ segir Sigrún Ósk í samtali við Vísi. Þær Ragnhildur munu í kvöld stýra þættinum sem er sögulegur að því leyti að hann verður í beinni útsendingu á þremur sjónvarpsstöðvum samtímis: Stöð 2, RÚV og í Sjónvarpi Símans klukkan 19:40. Um er að ræða stjörnum prýtt skemmtikvöld þar sem áhorfendum gefst kostur á að búa til pláss í hjörtum sínum í þágu barna í neyð. Samstíga á flestum sviðum „Á þessum tuttugu árum höfum við alltaf getað leitað til hvor annarrar þegar kemur að vinnunni. Sigrún er orðheppnasta kona landsins og ég leita oft til hennar þegar ég er að skrifa texta,“ segir Ragnhildur Steinunn en Sigrún segir hlæjandi að aftur á móti sé enginn frjórri en Ragnhildur þegar kemur að framleiðslu. „Ég held að það hafi varla farið neinn þáttur í loftið sem er ekki krufinn í klukkutíma löngu símtali eftir frumsýningu. Það er dýrmætt að eiga vinkonu sem nennir að ræða þetta sameiginlega áhugamál okkar endalaust,“ segir Sigrún Ósk. „En við höfum ekki bara verið samstíga í vinnu, heldur líka í einkalífinu. Eignuðumst til að mynda frumburði okkar með þriggja vikna millibili, næstu börn með þriggja mánaða millibili, en svo tókst mér ekki alveg að selja Sigrúnu tvíburapælinguna svo það urðu tvö ár á milli tvíburanna minna og yngsta sonar hennar,“ segir Ragnhildur Steinunn. Ragnhildur og Sigrún Ósk hafa fylgst að síðustu ár, enda í sama starfi þó á sitthvorri stöðinni. Geta loksins tekið törn saman Sigrún segir þær vinkonur ekki hittast eins oft og þær vildu þar sem önnur þeirra býr á Akranesi og hin í Reykjavík. Þær deyja þó ekki ráðalausar. „Við bætum það upp með daglegum morgunsímtölum á leið til vinnu. Okkur reiknast svo til að þetta séu rúmlega tíu þúsund mínútur á ári. Ég held það hafi örugglega enginn verið glaðari en við þegar símafyrirtækin hættu að rukka fyrir hverja einustu mínútu,“ segir Sigrún Ósk hlæjandi. Þær segja helsta gallann á vináttunni verið þann að tarnirnar þeirra hafi verið á sitt hvorum tíma. Þannig hafi Sigrún verið að klára vinnu vegna Idol þegar Ragnhildur hafi einmitt verið að hefjast handa við að undirbúa Söngvakeppnina. „Þannig þetta eru mikil tímamót að geta loksins tekið törn saman í fyrsta skiptið. Við hlökkum svo til að vera saman á skjánum í kvöld við þetta verðuga tilefni. Markmið þáttarins er að safna tvö þúsund nýjum Heimsforeldrum. Eðli málsins samkvæmt vorum við mjög snöggar að segja já þegar við vorum beðnar um að stjórna útsendingunni. Bæði er málefnið auðvitað afar gott en svo er óvæntur bónus að fá að vinna saman að svona mikilvægu sjónvarpsefni með bestu vinkonu sinni.“
Bíó og sjónvarp Hjálparstarf Tengdar fréttir Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Söfnunar- og skemmtiþáttur UNICEF á Íslandi, Búðu til pláss, verður í beinni útsendingu föstudaginn 6. desember kl. 19:40 á þremur sjónvarpsstöðvum samtímis: Stöð 2, RÚV og Sjónvarpi Símans. Tilefnið er tuttugu ára afmæli UNICEF á Íslandi. 26. nóvember 2024 14:00 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Söfnunar- og skemmtiþáttur UNICEF á Íslandi, Búðu til pláss, verður í beinni útsendingu föstudaginn 6. desember kl. 19:40 á þremur sjónvarpsstöðvum samtímis: Stöð 2, RÚV og Sjónvarpi Símans. Tilefnið er tuttugu ára afmæli UNICEF á Íslandi. 26. nóvember 2024 14:00