Launmorð á götum New York Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2024 17:50 Morðinginn skaut Thompson ítrekað, eftir að hafa beðið eftir honum í nokkurn tíma, samkvæmt lögreglunni. Hann flúði svo á hlaupum en fór svo á rafmagnshjóli í Central Park. AP/Lögreglan í New York Umfangsmikil leit stendur yfir í New York í Bandaríkjunum að manni sem skaut mann til bana fyrir utan hótel á Manhattan. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, var skotinn ítrekað þar sem hann var að halda fjárfestaráðstefnu. Lögreglan segir líklegt að morðinginn hafi setið fyrir Thompson. Eftir að hann skaut Thompson flúði hann á hlaupum og fór svo á rafmagnshjóli í Central Park. Hvert hann fór þaðan veit lögreglan ekki. Thomspon var fluttur á sjúkrahús en hann var lýstu látinn þar. AP fréttaveitan segir að þó rannsakendur telji að um launmorð hafi verið að ræða, liggi tilefni morðsins ekki fyrir. Myndband af morðinu hefur verið í dreifingu á netinu. Vert er að vara lesendur við því að það getur vakið óhug. BREAKING: Chilling surveillance footage shows assassin executing UnitedHealthcare CEO Brian Thompson in NYC pic.twitter.com/sbip37kDlh— Breaking911 (@Breaking911) December 4, 2024 New York Times hefur þó eftir heimildarmanni sem þekkir til rannsóknar lögreglu að Thompson hafi borist nokkrar hótanir að undanförnu. Enn sé verið að rannsaka hvaðan þær komu og eðli þeirra en hann ku hafa fengið hótanir reglulega vegna starfs hans. Svo virðist sem Thompson hafi ekki talið sjálfur að hann væri í hættu og var hann ekki með neins konar öryggisgæslu. Hér að neðan má sjá blaðamannafund frá því fyrr í dag þegar Jessica Tisch, yfirmaður lögreglunnar í New York, fór yfir málið og þær upplýsingar sem liggja fyrir. Meðal þess sem rannsakendur eru að skoða eru upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Eru þeir að reyna að fylgja morðingjanum aftur í tímann með því markmiði að reyna að finna frekari upplýsingar um hann, eins og til dæmis hvernig hann ferðaðist til hótelsins og hvort andlit hans hafi náðst á mynd einhversstaðar. Farsími fannst á vettvangi en ekki er ljóst hvort morðinginn hafi misst hann eða einhver annar, samkvæmt NYT. AP fréttaveitan er einnig með beina útsendingu frá morðstaðnum, sem sjá má hér að neðan. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Lögreglan segir líklegt að morðinginn hafi setið fyrir Thompson. Eftir að hann skaut Thompson flúði hann á hlaupum og fór svo á rafmagnshjóli í Central Park. Hvert hann fór þaðan veit lögreglan ekki. Thomspon var fluttur á sjúkrahús en hann var lýstu látinn þar. AP fréttaveitan segir að þó rannsakendur telji að um launmorð hafi verið að ræða, liggi tilefni morðsins ekki fyrir. Myndband af morðinu hefur verið í dreifingu á netinu. Vert er að vara lesendur við því að það getur vakið óhug. BREAKING: Chilling surveillance footage shows assassin executing UnitedHealthcare CEO Brian Thompson in NYC pic.twitter.com/sbip37kDlh— Breaking911 (@Breaking911) December 4, 2024 New York Times hefur þó eftir heimildarmanni sem þekkir til rannsóknar lögreglu að Thompson hafi borist nokkrar hótanir að undanförnu. Enn sé verið að rannsaka hvaðan þær komu og eðli þeirra en hann ku hafa fengið hótanir reglulega vegna starfs hans. Svo virðist sem Thompson hafi ekki talið sjálfur að hann væri í hættu og var hann ekki með neins konar öryggisgæslu. Hér að neðan má sjá blaðamannafund frá því fyrr í dag þegar Jessica Tisch, yfirmaður lögreglunnar í New York, fór yfir málið og þær upplýsingar sem liggja fyrir. Meðal þess sem rannsakendur eru að skoða eru upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Eru þeir að reyna að fylgja morðingjanum aftur í tímann með því markmiði að reyna að finna frekari upplýsingar um hann, eins og til dæmis hvernig hann ferðaðist til hótelsins og hvort andlit hans hafi náðst á mynd einhversstaðar. Farsími fannst á vettvangi en ekki er ljóst hvort morðinginn hafi misst hann eða einhver annar, samkvæmt NYT. AP fréttaveitan er einnig með beina útsendingu frá morðstaðnum, sem sjá má hér að neðan.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira