Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Stefán Árni Pálsson skrifar 4. desember 2024 10:31 Í dag eru þær Kristín og Sigrún orðnar perluvinkonur. Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli um þessar mundir, en eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem félagið hefur sinnt af alúð í aldarfjórðung er svokallað Heimsóknavinaverkefni, en þar taka sjálfboðaliðar að sér að heimsækja fólk sem er í þörf fyrir félagsskap, nærveru og hlýju. Þær Kristín Björg Þorsteinsdóttir og Sigrún Pálmadóttir hafa hist vikulega í klukkutíma í senn frá því í byrjun þessa árs. Kristín sem heimsóknavinur og Sigrún sem gestgjafi. Þannig vill þó til að þær þekkja það báðar að vera sjálfboðaliða megin í verkefninu ef svo má segja, enda byrjaði Sigrún sem slíkur. „Ég hafði alltaf verið heimsóknarvinur en lendi síðan í miklu álagi, áföllum og veseni. Guðrún hjá Rauða krossinum var svo almennileg að bjóða mér heimsókn til að létta á mér og tala. Henni fannst ástæða til þess að ég fengi heimsókn í stað þess að ég væri heimsóknarvinur,“ segir Sigrún í Íslandi í dag á Stöð 2 vikunni og í kjölfarið var Kristín send heim til hennar. „Mér fannst það voðalega skemmtilegt enda er hún mjög hress og skemmtileg,“ segir Sigrún. Mikil aukning „Ég var búin að vita af þessu prógrammi mjög lengi og hafði hugsað mér að þetta væri eitthvað fyrir mig. Síðan deyr mamma mín í fyrra 98 ára gömul og ég hafði sinnt henni svolítið. Þá hugsaði ég að núna væri kominn tími til að skrá sig hjá Rauða krossinum og athugað hvort þeir gætu notað krafta mína sem heimsóknarvin,“ segir Kristín. Aldursbilið er ekki síður breitt meðal svokallaðra gestgjafa, þeirra sem óska eftir heimsóknum. Þar er sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára. Aðsókn í vinaverkefni Rauða krossins hefur aukist mikið að undanförnu en auk heimsóknavina er boðið upp á símavini sem slá á þráðinn, gönguvini sem fara í göngutúra, heimsóknavinir með hunda og nýjasta viðbótin eru tónlistarvinir. Um 200 einstaklingar fá heimsóknir eða símtöl frá vinum á vegum Rauða krossins. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Félagasamtök Ástin og lífið Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
Þær Kristín Björg Þorsteinsdóttir og Sigrún Pálmadóttir hafa hist vikulega í klukkutíma í senn frá því í byrjun þessa árs. Kristín sem heimsóknavinur og Sigrún sem gestgjafi. Þannig vill þó til að þær þekkja það báðar að vera sjálfboðaliða megin í verkefninu ef svo má segja, enda byrjaði Sigrún sem slíkur. „Ég hafði alltaf verið heimsóknarvinur en lendi síðan í miklu álagi, áföllum og veseni. Guðrún hjá Rauða krossinum var svo almennileg að bjóða mér heimsókn til að létta á mér og tala. Henni fannst ástæða til þess að ég fengi heimsókn í stað þess að ég væri heimsóknarvinur,“ segir Sigrún í Íslandi í dag á Stöð 2 vikunni og í kjölfarið var Kristín send heim til hennar. „Mér fannst það voðalega skemmtilegt enda er hún mjög hress og skemmtileg,“ segir Sigrún. Mikil aukning „Ég var búin að vita af þessu prógrammi mjög lengi og hafði hugsað mér að þetta væri eitthvað fyrir mig. Síðan deyr mamma mín í fyrra 98 ára gömul og ég hafði sinnt henni svolítið. Þá hugsaði ég að núna væri kominn tími til að skrá sig hjá Rauða krossinum og athugað hvort þeir gætu notað krafta mína sem heimsóknarvin,“ segir Kristín. Aldursbilið er ekki síður breitt meðal svokallaðra gestgjafa, þeirra sem óska eftir heimsóknum. Þar er sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára. Aðsókn í vinaverkefni Rauða krossins hefur aukist mikið að undanförnu en auk heimsóknavina er boðið upp á símavini sem slá á þráðinn, gönguvini sem fara í göngutúra, heimsóknavinir með hunda og nýjasta viðbótin eru tónlistarvinir. Um 200 einstaklingar fá heimsóknir eða símtöl frá vinum á vegum Rauða krossins. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Félagasamtök Ástin og lífið Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira