Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Árni Sæberg skrifar 3. desember 2024 16:29 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Stöð 2/Einar Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks hefur lagt fram fjölda breytingartillagna við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, sem rædd var í annað sinn á fundi borgarstjórnar í dag. Meðal þess sem Sjálfstæðismenn vilja gera er að selja öll bílastæðahús í eigu borgarinnar. Í sautjánda lið breytingartillagnanna, um sölu á bílastæðahúsum í eigu Reykjavíkurborgar, segir að lagt sé til að bílastæðahús í eigu Reykjavíkurborgar, sem rekin eru af Bílastæðasjóði, verði seld. Þeirri kvöð verði þinglýst á húsin að þar skuli rekin bílastæðaþjónusta og önnur tilheyrandi þjónusta við bifreiðar og aðra fararmáta. Söluandvirðið verði nýtt til að lækka skuldir og fjármagnskostnað Reykjavíkurborgar. Yrði ekki nýlunda Á dögunum tilkynnti borgin að tilboði Reykjavík Development ehf. upp á 752,5 milljónir í 125 bílastæði í bílastæðakjallara Hörpu hefði verið tekið. Reykjavík Development er í eigu Þorvaldar Gissurarsonar, eiganda ÞG verks. Færi betur í höndum einkaaðila Í annarri umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 og fjármálastefnu Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 2025 til 2029 kynnti Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, tillöguna um sölu á bílastæðahúsunum, auk annarra tillagna. Fundinn má sjá í spilaranum hér að neðan: „Rekstur bílastæðahúsa er ekki skyldubundið hlutverk sveitarfélagsins og færi mun betur í höndum einkaaðila, enda hefur einkaframtakið almennt tilhneigingu til að standa betur að hvers kyns þjónustu og rekstri, en hið opinbera“, sagði Hildur. Telja hægt að sækja tólf milljarða Hildur sagði að tap af rekstri bílastæðahúsanna hafi verið 168 milljónir króna árið 2022, 132 milljónir króna 2023 og væri áætlað 155 milljónir króna 2024. „Mun betur mætti standa að rekstri þessara húsa, til að mynda með sólarhringsopnun og fjölbreyttri þjónustu við bíleigendur og jafnvel notendur annarra fararmáta.“ Tillagan geri ráð fyrir því að söluandvirði bílastæðahúsanna myndi renna til lækkunar skulda og fjármagnskostnaðar borgarsjóðs. „Við teljum söluandvirði húsanna geta verið að minnsta kosti tólf milljarðar, en að líkindum mun meira. Skynsamlegt væri að nýta söluandvirðið til niðurgreiðslu skulda, enda ekki vanþörf á í tilfelli borgarsjóðs,“ sagði Hildur að lokum. Borgarstjórn Reykjavík Bílastæði Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Í sautjánda lið breytingartillagnanna, um sölu á bílastæðahúsum í eigu Reykjavíkurborgar, segir að lagt sé til að bílastæðahús í eigu Reykjavíkurborgar, sem rekin eru af Bílastæðasjóði, verði seld. Þeirri kvöð verði þinglýst á húsin að þar skuli rekin bílastæðaþjónusta og önnur tilheyrandi þjónusta við bifreiðar og aðra fararmáta. Söluandvirðið verði nýtt til að lækka skuldir og fjármagnskostnað Reykjavíkurborgar. Yrði ekki nýlunda Á dögunum tilkynnti borgin að tilboði Reykjavík Development ehf. upp á 752,5 milljónir í 125 bílastæði í bílastæðakjallara Hörpu hefði verið tekið. Reykjavík Development er í eigu Þorvaldar Gissurarsonar, eiganda ÞG verks. Færi betur í höndum einkaaðila Í annarri umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 og fjármálastefnu Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 2025 til 2029 kynnti Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, tillöguna um sölu á bílastæðahúsunum, auk annarra tillagna. Fundinn má sjá í spilaranum hér að neðan: „Rekstur bílastæðahúsa er ekki skyldubundið hlutverk sveitarfélagsins og færi mun betur í höndum einkaaðila, enda hefur einkaframtakið almennt tilhneigingu til að standa betur að hvers kyns þjónustu og rekstri, en hið opinbera“, sagði Hildur. Telja hægt að sækja tólf milljarða Hildur sagði að tap af rekstri bílastæðahúsanna hafi verið 168 milljónir króna árið 2022, 132 milljónir króna 2023 og væri áætlað 155 milljónir króna 2024. „Mun betur mætti standa að rekstri þessara húsa, til að mynda með sólarhringsopnun og fjölbreyttri þjónustu við bíleigendur og jafnvel notendur annarra fararmáta.“ Tillagan geri ráð fyrir því að söluandvirði bílastæðahúsanna myndi renna til lækkunar skulda og fjármagnskostnaðar borgarsjóðs. „Við teljum söluandvirði húsanna geta verið að minnsta kosti tólf milljarðar, en að líkindum mun meira. Skynsamlegt væri að nýta söluandvirðið til niðurgreiðslu skulda, enda ekki vanþörf á í tilfelli borgarsjóðs,“ sagði Hildur að lokum.
Borgarstjórn Reykjavík Bílastæði Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira