Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2024 11:32 Borche Ilievski er í miklum metum hjá ÍR-ingum eftir að hafa gert frábæra hluti með liðið fyrir nokkrum árum. ÍR varð meðal annars nálægt því að verða Íslandsmeistari undir hans stjórn vorið 2019. vísir/vilhelm Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds hrósuðu ÍR-ingum eftir að þeir unnu Íslandsmeistara Valsmanna í fyrsta leiknum undir stjórn Borche Ilievski. Borchse sneri aftur til ÍR á dögunum og tók í annað sinn við liðinu. Hann fór með það alla leið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn fyrir fimm árum. Borche stýrði ÍR í fyrsta sinn eftir endurkomuna þegar liðið sigraði Val, 84-83, á föstudaginn. ÍR-ingar töpuðu fyrstu sex leikjum sínum í Bónus deild karla en hafa nú unnið tvo leiki í röð. Jón Halldór Eðvaldsson segir mikinn mun á framlagi og vinnusemi leikmanna ÍR og Hauka sem hafa enn ekki unnið leik í deildinni. „Ég væri til í að vera með skiptan skjá og sýna framlagið sem er í gangi,“ sagði Jón Halldór og Stefán Árni Pálsson benti svo á að stuðningsmenn ÍR hefðu ærst úr fögnuði. Borche fór og fagnaði með þeim beint eftir leikinn. „Mér er skítsama um þessa áhorfendur. Þetta snýst ekkert um þá. Þetta snýst um það sem þeir eru að leggja á gólfið. Hefurðu séð Mate (Dalmay, fyrrverandi þjálfara Hauka) fara upp í stúku? Hefurðu séð þessa ákefð? Alls ekki. Þetta er munurinn. Ákefðin sem er í gangi. Hæfileikarnir í ÍR-liðinu eru ekkert meiri en í Haukaliðinu að mínu mati en þeir eru að gefa miklu meira í þetta,“ sagði Jón Halldór. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um ÍR Pavel Ermolinskij telur að endurkoma Borche muni hjálpa ÍR-ingum í baráttunni sem framundan er. „Þetta er maður sem er löngu búinn að sanna sig í þessari deild og búinn að gera vel. Hann er að koma inn í erfiðar aðstæður en það er alveg hægt að færa mjög sterk rök fyrir því að þetta sé rétti maðurinn á þessum tímapunkti út af því að ÍR-ingar eiga góðar minningar af honum eins og þessa ferð í úrslitin. Það er mikil trú og þetta skapar smá jákvæðni í félaginu því þú manst eftir þeim tímum,“ sagði Pavel. „Hann sýnir líka þarna að honum er alls ekki sama. Hann er strax byrjaður að tengja við áhorfendur og fá alla með. Hvað sem Borche ætlar að gera með liðið, hvernig það á að spila, einhverja taktík og eitthvað; aðal leiðin fyrir ÍR til að vinna og halda sér í deildinni er þessi stemmning sem er þarna. Án hennar eiga þeir ekki séns. Þeir þurfa að gera það sem þeir geta til að ýta undir þetta.“ Næsti leikur ÍR er gegn hinum nýliðunum, KR, á Meistaravöllum á fimmtudaginn. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla ÍR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Keflavík og Grindavík áttust við í stórleik Bónus-deildar karla í körfubolta síðasta föstudag. Andri Már Eggertsson, Nablinn, skellti sér í matarboð fyrir leik í tilefni af því. 1. desember 2024 09:01 Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, sótti ekki aðeins mikilvægan sigur í Sláturhúsið í Keflavík í gær heldur bætti hann einnig leikjamet félagsins í úrvalsdeild karla. 30. nóvember 2024 12:00 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Borchse sneri aftur til ÍR á dögunum og tók í annað sinn við liðinu. Hann fór með það alla leið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn fyrir fimm árum. Borche stýrði ÍR í fyrsta sinn eftir endurkomuna þegar liðið sigraði Val, 84-83, á föstudaginn. ÍR-ingar töpuðu fyrstu sex leikjum sínum í Bónus deild karla en hafa nú unnið tvo leiki í röð. Jón Halldór Eðvaldsson segir mikinn mun á framlagi og vinnusemi leikmanna ÍR og Hauka sem hafa enn ekki unnið leik í deildinni. „Ég væri til í að vera með skiptan skjá og sýna framlagið sem er í gangi,“ sagði Jón Halldór og Stefán Árni Pálsson benti svo á að stuðningsmenn ÍR hefðu ærst úr fögnuði. Borche fór og fagnaði með þeim beint eftir leikinn. „Mér er skítsama um þessa áhorfendur. Þetta snýst ekkert um þá. Þetta snýst um það sem þeir eru að leggja á gólfið. Hefurðu séð Mate (Dalmay, fyrrverandi þjálfara Hauka) fara upp í stúku? Hefurðu séð þessa ákefð? Alls ekki. Þetta er munurinn. Ákefðin sem er í gangi. Hæfileikarnir í ÍR-liðinu eru ekkert meiri en í Haukaliðinu að mínu mati en þeir eru að gefa miklu meira í þetta,“ sagði Jón Halldór. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um ÍR Pavel Ermolinskij telur að endurkoma Borche muni hjálpa ÍR-ingum í baráttunni sem framundan er. „Þetta er maður sem er löngu búinn að sanna sig í þessari deild og búinn að gera vel. Hann er að koma inn í erfiðar aðstæður en það er alveg hægt að færa mjög sterk rök fyrir því að þetta sé rétti maðurinn á þessum tímapunkti út af því að ÍR-ingar eiga góðar minningar af honum eins og þessa ferð í úrslitin. Það er mikil trú og þetta skapar smá jákvæðni í félaginu því þú manst eftir þeim tímum,“ sagði Pavel. „Hann sýnir líka þarna að honum er alls ekki sama. Hann er strax byrjaður að tengja við áhorfendur og fá alla með. Hvað sem Borche ætlar að gera með liðið, hvernig það á að spila, einhverja taktík og eitthvað; aðal leiðin fyrir ÍR til að vinna og halda sér í deildinni er þessi stemmning sem er þarna. Án hennar eiga þeir ekki séns. Þeir þurfa að gera það sem þeir geta til að ýta undir þetta.“ Næsti leikur ÍR er gegn hinum nýliðunum, KR, á Meistaravöllum á fimmtudaginn. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla ÍR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Keflavík og Grindavík áttust við í stórleik Bónus-deildar karla í körfubolta síðasta föstudag. Andri Már Eggertsson, Nablinn, skellti sér í matarboð fyrir leik í tilefni af því. 1. desember 2024 09:01 Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, sótti ekki aðeins mikilvægan sigur í Sláturhúsið í Keflavík í gær heldur bætti hann einnig leikjamet félagsins í úrvalsdeild karla. 30. nóvember 2024 12:00 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
„Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Keflavík og Grindavík áttust við í stórleik Bónus-deildar karla í körfubolta síðasta föstudag. Andri Már Eggertsson, Nablinn, skellti sér í matarboð fyrir leik í tilefni af því. 1. desember 2024 09:01
Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, sótti ekki aðeins mikilvægan sigur í Sláturhúsið í Keflavík í gær heldur bætti hann einnig leikjamet félagsins í úrvalsdeild karla. 30. nóvember 2024 12:00