„Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. desember 2024 22:16 Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði þrjú mörk í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir íslenska kvennalandsliðið í handbolta er liðið tryggði sér sinn fyrsta sigur í sögunni á lokamóti EM gegn Úkraínu í kvöld. „Það verður allavega aldrei tekið af okkur. Hann er kominn, þessi sigur. Ég er rosalega þakklát fyrir það að við höfum náð þessu og bara hrikalega glöð akkúrat núna,“ sagði Þórey í viðtali í leikslok. „Tilfinningin var mjög góð. Ég er stolt af liðinu og stolt af okkur fyrir að hafa klárað þennan leik. Við lentum í smá brasi í seinni hálfleik, en við kláruðum þetta og svo er ég bara svo þakklát Hollendingunum fyrir að hafa unnið Þjóðverja hérna í dag sem gefur okkur hreinan úrslitaleik á þriðjudaginn. Sama hvernig sá leikur fer, eða hvernig hann verður, við förum algjörlega pressulausar inn í þann leik og Þjóðverjar með bakið upp við vegg. Þetta verður bara gaman.“ Þá segir Þórey það hafa verið einstakt augnablik að fagna með íslensku áhorfendunum sem hafa gert sér ferð til Austurríkis til að fylgja liðinu. „Þetta er náttúrulega bara gæsahúð. Og aftur, ég er bara þakklát fyrir að fá að vera hérna og að vera með alla þessa frábæru áhorfendur hérna að styðja við bakið á okkur. Þetta er það sem við viljum standa fyrir. Fólk segir að við geislum inni á vellinum og mér finnst áhorfendurnir okkar geisla inn á völlinn til okkar. Þetta er bara ofboðslega skemmtilegt allt saman.“ Þórey segir einnig að sterk byrjun íslenska liðsins í leik kvöldsins hafi lagt grunninn að sigrinum. „Já, algjörlega. Auðvitað hefði maður vilja halda því út allan leikinn, en við lendum í smá hökti þarna í seinni hálfleik. En frábært veganesti að vera í góðri stöðu í hálfleik og að ná að klára þetta. Ég er bara hrikalega glöð með þetta.“ Hún segir þó mikla orku fara í að spila á móti jafn stóru og stæðilegu liði eins og Úkraínu. „Þetta er mikill barningur í vörninni, en ég hefði viljað keyra meira á þær í seinni, ég get alveg viðurkennt það. En sigur er sigur. Við kláruðum þennan leik. Það var markmiðið og okkur tókst að ná því markmiði og því ætlum við að fagna.“ Að lokum vildi Þórey ekki viðurkenna að hún hafi verið orðin stressuð í lok leiks. „Nei, ég sá að Díana var komin með sjálfstraustið sitt og kominn í gírinn. Ég sagði það á bekknum að hún myndi klára þetta fyrir okkur, sem hún gerði.“ Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti Fleiri fréttir HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Sjá meira
„Það verður allavega aldrei tekið af okkur. Hann er kominn, þessi sigur. Ég er rosalega þakklát fyrir það að við höfum náð þessu og bara hrikalega glöð akkúrat núna,“ sagði Þórey í viðtali í leikslok. „Tilfinningin var mjög góð. Ég er stolt af liðinu og stolt af okkur fyrir að hafa klárað þennan leik. Við lentum í smá brasi í seinni hálfleik, en við kláruðum þetta og svo er ég bara svo þakklát Hollendingunum fyrir að hafa unnið Þjóðverja hérna í dag sem gefur okkur hreinan úrslitaleik á þriðjudaginn. Sama hvernig sá leikur fer, eða hvernig hann verður, við förum algjörlega pressulausar inn í þann leik og Þjóðverjar með bakið upp við vegg. Þetta verður bara gaman.“ Þá segir Þórey það hafa verið einstakt augnablik að fagna með íslensku áhorfendunum sem hafa gert sér ferð til Austurríkis til að fylgja liðinu. „Þetta er náttúrulega bara gæsahúð. Og aftur, ég er bara þakklát fyrir að fá að vera hérna og að vera með alla þessa frábæru áhorfendur hérna að styðja við bakið á okkur. Þetta er það sem við viljum standa fyrir. Fólk segir að við geislum inni á vellinum og mér finnst áhorfendurnir okkar geisla inn á völlinn til okkar. Þetta er bara ofboðslega skemmtilegt allt saman.“ Þórey segir einnig að sterk byrjun íslenska liðsins í leik kvöldsins hafi lagt grunninn að sigrinum. „Já, algjörlega. Auðvitað hefði maður vilja halda því út allan leikinn, en við lendum í smá hökti þarna í seinni hálfleik. En frábært veganesti að vera í góðri stöðu í hálfleik og að ná að klára þetta. Ég er bara hrikalega glöð með þetta.“ Hún segir þó mikla orku fara í að spila á móti jafn stóru og stæðilegu liði eins og Úkraínu. „Þetta er mikill barningur í vörninni, en ég hefði viljað keyra meira á þær í seinni, ég get alveg viðurkennt það. En sigur er sigur. Við kláruðum þennan leik. Það var markmiðið og okkur tókst að ná því markmiði og því ætlum við að fagna.“ Að lokum vildi Þórey ekki viðurkenna að hún hafi verið orðin stressuð í lok leiks. „Nei, ég sá að Díana var komin með sjálfstraustið sitt og kominn í gírinn. Ég sagði það á bekknum að hún myndi klára þetta fyrir okkur, sem hún gerði.“
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti Fleiri fréttir HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Sjá meira