Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar 30. nóvember 2024 06:30 Það skemmtilegasta og jafnframt það lærdómsríkasta við starfið í stjórnmálum er að kynnast fólki. Alls konar fólki með alls konar viðfangsefni í lífinu, alls konar þekkingu og reynslu. Þetta á alltaf við en sérstaklega þó í kosningabaráttu. Þessi kosningabarátta er þar sannarlega engin undantekning. Stefnuleysi og verkstol síðustu ríkisstjórnar hefur gert að verkum að fólki er mikið í mun að á það sé hlustað. Því ákalli höfum við í Viðreisn svarað. Við höfum líka notið góðs af stórum og öflugum hópi fólks sem hefur gengið til liðs við flokkinn á síðustu vikum og mánuðum. Úr þeim öfluga hópi langar mig að nefna hér sérstaklega Grím Grímsson, manninn sem skipar baráttusætið hjá Viðreisn í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Grímur hefur verið yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu um árabil ef frá eru talin þrjú ár þar sem hann var tengiliður Íslands hjá Europol í Hollandi. Eðli málsins vegna er Grímur hafsjór þekkingar um öryggismál almennt, þar með talið löggæslumálin sem hann segir hreint út að vanti fjármagn. Hann hefur sérstakan áhuga á því að samfélagið taki betur utan um börn í vanda og hefur reynst öflugur málsvari stefnu Viðreisnar í geðheilbrigðismálum barna. Viðvörunarorð Gríms varðandi vöxt skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi eru flestum kunn og þar hefur hann líka lagt áherslu á að stjórnmálin taki þetta strax föstum tökum. Þetta er bara brotabrot af þeim styrkleikum Gríms sem munu gera hann að öflugum þingmanni fyrir þjóðina. Til þess að svo verði, þarf hann stuðning kjósenda. Það er stuðningur sem mun borga sig fyrir land og þjóð. Grím á þing! Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það skemmtilegasta og jafnframt það lærdómsríkasta við starfið í stjórnmálum er að kynnast fólki. Alls konar fólki með alls konar viðfangsefni í lífinu, alls konar þekkingu og reynslu. Þetta á alltaf við en sérstaklega þó í kosningabaráttu. Þessi kosningabarátta er þar sannarlega engin undantekning. Stefnuleysi og verkstol síðustu ríkisstjórnar hefur gert að verkum að fólki er mikið í mun að á það sé hlustað. Því ákalli höfum við í Viðreisn svarað. Við höfum líka notið góðs af stórum og öflugum hópi fólks sem hefur gengið til liðs við flokkinn á síðustu vikum og mánuðum. Úr þeim öfluga hópi langar mig að nefna hér sérstaklega Grím Grímsson, manninn sem skipar baráttusætið hjá Viðreisn í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Grímur hefur verið yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu um árabil ef frá eru talin þrjú ár þar sem hann var tengiliður Íslands hjá Europol í Hollandi. Eðli málsins vegna er Grímur hafsjór þekkingar um öryggismál almennt, þar með talið löggæslumálin sem hann segir hreint út að vanti fjármagn. Hann hefur sérstakan áhuga á því að samfélagið taki betur utan um börn í vanda og hefur reynst öflugur málsvari stefnu Viðreisnar í geðheilbrigðismálum barna. Viðvörunarorð Gríms varðandi vöxt skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi eru flestum kunn og þar hefur hann líka lagt áherslu á að stjórnmálin taki þetta strax föstum tökum. Þetta er bara brotabrot af þeim styrkleikum Gríms sem munu gera hann að öflugum þingmanni fyrir þjóðina. Til þess að svo verði, þarf hann stuðning kjósenda. Það er stuðningur sem mun borga sig fyrir land og þjóð. Grím á þing! Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar