Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar 29. nóvember 2024 12:02 Ég hefði átt að fæðast í borginni Be’er Sheva, en í staðinn fæddist ég í borginni Khan Younis á Gaza, af því að Ísraelar ráku forfeður mína frá Be’er Sheva árið 1948, þegar þeir hertóku borg afa míns. Þeir hertóku sömuleiðis sveitabæinn hans og gerðu afa minn að flóttamanni á Gaza. Ég er enn með stöðu „flóttamanns“, tveimur kynslóðum síðar. Faðir minn Jihad Al-Masri, var háskólaprófessor sem fékk rannsóknir sínar birtar víða um Evrópu. Hann dekraði við mig á einstakan hátt og studdi mig alla tíð. Hann kallaði mig alltaf „elskuna sína“. Móðir mín Andira Al-Masri, var yndislegasta og blíðasta manneskja í heimi. Hún var ekki bara móðir heldur vinkona sem ég gat áhyggjulaust trúað fyrir öllum mínum leyndarmálum. Systkini mín Asmaa, Suleiman, Husam og Ahmad. Þau eiga sérstakan stað í hjarta mínu, sérstaklega þar sem ég er yngsta systir þeirra. Ég treysti alltaf á þau til að láta drauma mína rætast. Og ekkert þeirra olli mér vonbrigðum, enda uppfylltu þau alltaf óskir mínar sama hvað á gekk. Í stuttu máli: Ég er Asil, sem lifði af þjóðarmorðið á Gaza í Palestínu. Ég reis upp eins og fönix undan rústunum, en ég glataði hreyfigetu eftir að hafa misst annan fótinn. Ísraelsku orrustuflugvélarnar drápu fjölskyldu mína og stálu af mér fótleggnum. Allt í einu breyttist ég úr ofdekraðri stelpu sem elskar lífið og á heillandi fjölskyldu í stelpu sem missti allt snemma á lífsleiðinni, en verður samt að vera sterk og leggja sitt af mörkum til að stöðva þjóðarmorðið sem palestínska þjóðin verður fyrir á hverjum degi, hverri klukkustund og mínútu. Föstudagur, 6. október, 2023. Þegar öllu er á botninn hvolft er manneskjan málstaður ... ég minni mig stanslaust á minn málstað. Það er föstudagur og fjölskyldan kemur saman heima og við borðum saman. Mamma mín, Andira, vakti mig klukkan tíu í morgunmat. Samúðarfulla mamma mín sem hefur alltaf mildað hjarta mitt og stutt mig til að verða „farsælasta manneskja í heimi“. Hún er róleg kona sem hefur helgað líf sitt því að gefa mér og systkinum mínum örugga og yndislega framtíð. Ég tók á móti systur minni Asmaa og börnum hennar: Salem, Amir og Ayham, og kvaddi til að fara að sofa. Ég lokaði hurðinni á herberginu mínu svo það væri ekki leikvöllur fyrir litlu börnin sem ég dýrka og gekk að borðstofuborðinu. Þar var pabbi minn, Jihad, eins og venjulega og lagði mér lífsráð eins og hann gerði daglega. Faðir minn, háskólaprófessor sem leit alltaf fram veginn, sagði mér alltaf að ég gæti náð draumum mínum og að allt sem ég þyrfti til þess væri trú. Það var fallegur föstudagur þar sem ég borðaði uppáhaldsréttinn minn, lék mér lengi við börn Asmaa í garðinum og dáðist að fegurð mömmu eins og venjulega. Hvað föður minn varðar þá hlustaði ég vel á orð hans þegar hann sagði: „Þú getur,“. Já, mér fannst alltaf, í faðmi fallegu fjölskyldunnar minnar, að ég gæti... Laugardagur 7. október, 2023. Borg ástar og stríðs, dauðinn er algengur gestur í þessari borg. Ég var sofandi þegar stríðið hófst. Í stað þess að vakna við vekjaraklukkuna til að fara í skólann, vaknaði ég við sprengjuhljóð, eldflaugar og barnagrát. Ég man þennan dag eins og hann væri draumur, eða réttara sagt: ég vildi að þetta væri bara draumur og að það kæmi að því að ég vaknaði, en svo var ekki. Ég var á síðasta ári mínu í menntaskóla og var sérstaklega spennt fyrir því. Ég var bara venjuleg stelpa, átti marga vini og lék við þá í skólagarðinum og talaði um framtíðina, drauma og þrár. Ég var það, en ég er það ekki lengur. Loftárásir Ísraela hófust á borgina mína og ég sá skýin breytast úr hvítu í grátt. Ég grét mikið; litur skýjanna særði mig, og óttinn særði mig enn meira. Dagar mínir breyttust úr venjulegum degi í skólagarðinum í dag fullan af eldsprengjum. Og sem ofurhetja þurfti ég að þrauka ... Þriðjudagur 17. október, 2023. Úr rústum neðanjarðar á hærri stað. Aðeins 7 dagar eru liðnir síðan við yfirgáfum heimili okkar 10. október 2023. Þegar sögusagnir hófust um innrás á jörðu niðri, og samkvæmt fyrirmælum ísraelska hersins, urðum við að yfirgefa húsið okkar sem er nálægt landamærasvæðum. Og það er nákvæmlega það sem við gerðum. Fjölskyldan mín yfirgaf húsið þennan dag og fór með fjölskyldu systur minnar í skjól hjá vinafólki sem býr í miðbænum, en það verndaði okkur ekki! Klukkan hálffjögur um morguninn, á meðan við sváfum, var sprengjum varpað á okkur! Ísraelska hernámsflugvélin gerði loftárás á íbúðarhúsnæði við hlið íbúðarhússins sem við vorum í. Loftárásin olli skemmdum á fimm nálægum húsum og drap þrjátíu manns, flest konur og börn. Nokkur önnur slösuðust einnig. Já, sprengjum var varpað á okkur meðan við sváfum! Ég vaknaði skyndilega undir rústunum og gat varla andað, í kringum mig ómuðu raddir fólks stanslaust. Ég skildi ekki eitt einasta orð, en raddirnar voru margar og fjarlægar,, hávaðinn sem ég heyrði þegar loft hússins skipti líkama mínum í tvennt gerði mig heyrnalausa, og ég fann hvernig ég festist í sementi, járni, steinum og bitum af húsgögnum alls staðar að. Lík móður minnar, systur og Amir frænku minnar (5 ára) voru rifin í sundur við hliðina á mér og ég fann ekki lyktina af þeim í síðasta skiptið þar sem púðurlyktin var sterkari. Ég missti fótinn. Ég hlaut brunasár og beinbrot um allan líkamann. Móðir mín, systir og barnið hennar Amir (5 ára) voru drepin! Faðir minn slasaðist alvarlega, með djúpt sár á læri (30 cm langt) og sár á andliti (10 cm langt) sem náði frá eyra að munni, auk marbletta og bruna á öllum líkamanum. Sonur frænku minnar, Salem (7 ára), fékk sprengjubrot í heilann, hlaut höfuðkúpubrot, útbreidd brunasár um allan líkamann og alvarlegt beinbrot á fæti, sem þarfnast nokkurra skurðaðgerða og uppsetningar á ytri títanfestingartæki. Sonur frænku minnar, Ayham (2 ára), kom á sjúkrahúsið með djúpt sár á læri, fótbrot, sár á enninu, marbletti og útbreidd brunasár á líkamanum. Ég gat ekki náð utan um það sem gerðist þessa nótt, þar til ég hélt að ég væri inni í óumflýjanlegri martröð, martröð sem tók engan enda þó tíminn héldi áfram að líða... Sunnudagur, 29. október 2023 Næturnar eru langar, martraðirnar hætta ekki, en það er enn von. Faðir minn lést af sárum sínum. Vegna veikburða heilbrigðiskerfis á Gaza sýktist sár hans eftir átta skurðaðgerðir til að reyna að varðveita fótinn, en fótur hans var skorinn af að morgni 29. október. Vegna fjölda aðgerða olli of mikil svæfing því að nýrun hættu að virka og svo fékk hann hjartaáfall sama dag og var farinn að eilífu. Ég gat ekki trúað því að mín síðasta manneskja á Gaza hefði dáið og skilið mig eftir með tvö alvarlega slösuð börn. Hógvært líf mitt þar sem ég var vön því að vera hamingjusöm var í molum. Tár urðu félagar mínir í einmannaleikanum sem og sársaukinn sem hætti ekki. Ég eyddi löngum stundum í að syrgja aflimaðan fótinn minn og muna hvernig ég hljóp um húsið og í skóla garðinum, grátandi. Ísrael gerði úr mér hrúgu af stanslausum gráti. Ég fann engan til að standa með mér. Jafnvel bræður mínir sem búa utan Gaza gátu ekki gert neitt. Ég gat ekki einu sinni haft samband við þá lengi eftir sprenginguna vegna truflunar á samskiptaleiðum og internetinu vegna árásanna. Allt í einu stóð ég alein, eins og enginn væri með mér á þessari plánetu. Þennan dag missti ég allt, ég missti föður minn, ég missti móður mína, ég missti systur mína, ég missti frænda minn, ég missti fótinn. Ég missti framtíðina, skólinn minn varð að flóttamannabúðum, skólataskan tapaðist, samskipti við vini mína rofnuðu og jafnvel heimili mitt varð ekkert annað en kaldur og líflaus staður. Föstudagur 3. nóvember, 2023 Vertu sterk, sagan þín er ekki búin! Eftir margar tilraunir bræðra minna og heilbrigðisráðuneytisins tóku egypsk stjórnvöld á móti mér til meðferðar í Egyptalandi vegna alvarleika sára minna. Ég var flutt með sjúkrabíl frá Nasser sjúkrahúsinu í Khan Yunis á sérhæft sjúkrahús í Norður-Sínaí í Egyptalandi og 10. nóvember var ég flutt á sérhæft sjúkrahús í Kaíró. Ég grét mikið vegna þess að ég skildi börn systur minnar eftir á Gaza. Það var erfitt fyrir mig, þrátt fyrir allt sem hafði gerst, að yfirgefa landið mitt. Ég elska það, ég á góðar minningar þaðan og ég vonast alltaf til að halda lífi mínu áfram þar, en hernám Ísraels batt enda á líf mitt. Það breytti því úr paradís í varanlegt helvíti. Ísland: Bróðir minn, Suleiman, með aðstoð íslenskra vina sinna, sótti um ríkisborgararétt fyrir mína hönd í gegnum Alþingi. Vegna líkamlegs og andlegs ástands míns var umsóknin samþykkt og nú er ég íslenskur ríkisborgari. Af þessum sökum ber ég fyllstu virðingu fyrir íslensku þjóðinni, öllum þáttum samfélagsins og Alþingi fyrir að gefa mér þetta tækifæri. Gefa mér tækifæri í nýju, öruggara og frjálsara landi. Þakka ykkur fyrir. Þakka ykkur kærlega fyrir! Skilaboð mín til heimsins Án vonar erum við týnd Ef ég fengi eina ósk þá væri það: Gefðu mér aftur pabba minn, mömmu mína, bræður mína og fótinn minn. Ég lifði fallegu lífi en Ísrael særði mig að eilífu. Ísrael skildi eftir svartan blett í lífi mínu sem tíminn getur ekki læknað. Oft vakna ég um miðja nótt af sársauka og þrá og mig langar að gráta í fanginu á móður minni. Ég hef brýna löngun til að tala við hana í síðasta sinn til að segja henni hversu sorgmædd ég er vegna þess að hún er ekki hér. Systir mín átti litla þriggja barna fjölskyldu og hlýlegt og hamingjusamt heimili. Þeir drápu hana og eitt barna hennar og tvö þeirra voru skilin ein eftir án foreldra og án heimilis til að hlífa þeim. Þau voru öll drepin þó þau væru á öruggu svæði (samkvæmt fyrirmælum ísraelska hersins). Hvað mig varðar var ég dregin undan rústunum með alvarlega áverka og aðeins með annan fótinn. Ég, eins og tvær og hálf milljón manna á Gaza, á skilið mannsæmandi líf. Við erum manneskjur með nöfn, metnað og drauma. Ég hugsa mikið til pabba en pabbi veit ekki að fóturinn á mér er farinn og kemur aldrei aftur. Má ég segja föður mínum frá þessu? Veist þú um leið til að tala við þá sem eru farnir og munu aldrei koma aftur? Ég er sorgmædd vegna þess að lífið er nú án foreldra minna, systur minnar og barna systur minnar sem elskuðu þegar ég hljóp á eftir þeim og elti þau um garðinn við fallega húsið okkar, en þau eru ekki lengur hér, og ég get ekki lengur hlaupið. Gerðu það, ég bið þig, gefðu mér að minnsta kosti fótinn aftur, ég vil hlaupa! Ísrael svipti mig að eilífu því að hlaupa! Ég veit ekki hvað ég á að segja. Horfðu á andlit mitt, á sorg mína. Stattu í aðeins eina mínútu í þögn. Það sem særir mig alltaf mest er að mér finnst ég vera ein. Hernámið hefur afskræmt líf mitt að eilífu og ég held að tungumálið hafi ekki nóg pláss til að harma alla fallegu drauma mína, en kannski mun stuðningur þinn hjálpa mér að búa til annan fót, fót í ímyndunaraflið, sem gerir mig þolinmóða og vongóða. Og fljúga. Mig langar að fljúga langt í burtu, með tvo fullkomna fætur og líkama án spóna eða bruna. Biðjið fyrir mér, sýnið fjölskyldu minni miskun, dragið þá til ábyrgðar sem drápu þau og haldið öllum börnum hamingjusömum, langt í burtu frá hörmungum heimsins! Snúin aftur frá dauða, Asil Al-Massri. Greinin er birt í tilefni af alþjóðlegum samstöðudagi með palestínsku þjóðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Ég hefði átt að fæðast í borginni Be’er Sheva, en í staðinn fæddist ég í borginni Khan Younis á Gaza, af því að Ísraelar ráku forfeður mína frá Be’er Sheva árið 1948, þegar þeir hertóku borg afa míns. Þeir hertóku sömuleiðis sveitabæinn hans og gerðu afa minn að flóttamanni á Gaza. Ég er enn með stöðu „flóttamanns“, tveimur kynslóðum síðar. Faðir minn Jihad Al-Masri, var háskólaprófessor sem fékk rannsóknir sínar birtar víða um Evrópu. Hann dekraði við mig á einstakan hátt og studdi mig alla tíð. Hann kallaði mig alltaf „elskuna sína“. Móðir mín Andira Al-Masri, var yndislegasta og blíðasta manneskja í heimi. Hún var ekki bara móðir heldur vinkona sem ég gat áhyggjulaust trúað fyrir öllum mínum leyndarmálum. Systkini mín Asmaa, Suleiman, Husam og Ahmad. Þau eiga sérstakan stað í hjarta mínu, sérstaklega þar sem ég er yngsta systir þeirra. Ég treysti alltaf á þau til að láta drauma mína rætast. Og ekkert þeirra olli mér vonbrigðum, enda uppfylltu þau alltaf óskir mínar sama hvað á gekk. Í stuttu máli: Ég er Asil, sem lifði af þjóðarmorðið á Gaza í Palestínu. Ég reis upp eins og fönix undan rústunum, en ég glataði hreyfigetu eftir að hafa misst annan fótinn. Ísraelsku orrustuflugvélarnar drápu fjölskyldu mína og stálu af mér fótleggnum. Allt í einu breyttist ég úr ofdekraðri stelpu sem elskar lífið og á heillandi fjölskyldu í stelpu sem missti allt snemma á lífsleiðinni, en verður samt að vera sterk og leggja sitt af mörkum til að stöðva þjóðarmorðið sem palestínska þjóðin verður fyrir á hverjum degi, hverri klukkustund og mínútu. Föstudagur, 6. október, 2023. Þegar öllu er á botninn hvolft er manneskjan málstaður ... ég minni mig stanslaust á minn málstað. Það er föstudagur og fjölskyldan kemur saman heima og við borðum saman. Mamma mín, Andira, vakti mig klukkan tíu í morgunmat. Samúðarfulla mamma mín sem hefur alltaf mildað hjarta mitt og stutt mig til að verða „farsælasta manneskja í heimi“. Hún er róleg kona sem hefur helgað líf sitt því að gefa mér og systkinum mínum örugga og yndislega framtíð. Ég tók á móti systur minni Asmaa og börnum hennar: Salem, Amir og Ayham, og kvaddi til að fara að sofa. Ég lokaði hurðinni á herberginu mínu svo það væri ekki leikvöllur fyrir litlu börnin sem ég dýrka og gekk að borðstofuborðinu. Þar var pabbi minn, Jihad, eins og venjulega og lagði mér lífsráð eins og hann gerði daglega. Faðir minn, háskólaprófessor sem leit alltaf fram veginn, sagði mér alltaf að ég gæti náð draumum mínum og að allt sem ég þyrfti til þess væri trú. Það var fallegur föstudagur þar sem ég borðaði uppáhaldsréttinn minn, lék mér lengi við börn Asmaa í garðinum og dáðist að fegurð mömmu eins og venjulega. Hvað föður minn varðar þá hlustaði ég vel á orð hans þegar hann sagði: „Þú getur,“. Já, mér fannst alltaf, í faðmi fallegu fjölskyldunnar minnar, að ég gæti... Laugardagur 7. október, 2023. Borg ástar og stríðs, dauðinn er algengur gestur í þessari borg. Ég var sofandi þegar stríðið hófst. Í stað þess að vakna við vekjaraklukkuna til að fara í skólann, vaknaði ég við sprengjuhljóð, eldflaugar og barnagrát. Ég man þennan dag eins og hann væri draumur, eða réttara sagt: ég vildi að þetta væri bara draumur og að það kæmi að því að ég vaknaði, en svo var ekki. Ég var á síðasta ári mínu í menntaskóla og var sérstaklega spennt fyrir því. Ég var bara venjuleg stelpa, átti marga vini og lék við þá í skólagarðinum og talaði um framtíðina, drauma og þrár. Ég var það, en ég er það ekki lengur. Loftárásir Ísraela hófust á borgina mína og ég sá skýin breytast úr hvítu í grátt. Ég grét mikið; litur skýjanna særði mig, og óttinn særði mig enn meira. Dagar mínir breyttust úr venjulegum degi í skólagarðinum í dag fullan af eldsprengjum. Og sem ofurhetja þurfti ég að þrauka ... Þriðjudagur 17. október, 2023. Úr rústum neðanjarðar á hærri stað. Aðeins 7 dagar eru liðnir síðan við yfirgáfum heimili okkar 10. október 2023. Þegar sögusagnir hófust um innrás á jörðu niðri, og samkvæmt fyrirmælum ísraelska hersins, urðum við að yfirgefa húsið okkar sem er nálægt landamærasvæðum. Og það er nákvæmlega það sem við gerðum. Fjölskyldan mín yfirgaf húsið þennan dag og fór með fjölskyldu systur minnar í skjól hjá vinafólki sem býr í miðbænum, en það verndaði okkur ekki! Klukkan hálffjögur um morguninn, á meðan við sváfum, var sprengjum varpað á okkur! Ísraelska hernámsflugvélin gerði loftárás á íbúðarhúsnæði við hlið íbúðarhússins sem við vorum í. Loftárásin olli skemmdum á fimm nálægum húsum og drap þrjátíu manns, flest konur og börn. Nokkur önnur slösuðust einnig. Já, sprengjum var varpað á okkur meðan við sváfum! Ég vaknaði skyndilega undir rústunum og gat varla andað, í kringum mig ómuðu raddir fólks stanslaust. Ég skildi ekki eitt einasta orð, en raddirnar voru margar og fjarlægar,, hávaðinn sem ég heyrði þegar loft hússins skipti líkama mínum í tvennt gerði mig heyrnalausa, og ég fann hvernig ég festist í sementi, járni, steinum og bitum af húsgögnum alls staðar að. Lík móður minnar, systur og Amir frænku minnar (5 ára) voru rifin í sundur við hliðina á mér og ég fann ekki lyktina af þeim í síðasta skiptið þar sem púðurlyktin var sterkari. Ég missti fótinn. Ég hlaut brunasár og beinbrot um allan líkamann. Móðir mín, systir og barnið hennar Amir (5 ára) voru drepin! Faðir minn slasaðist alvarlega, með djúpt sár á læri (30 cm langt) og sár á andliti (10 cm langt) sem náði frá eyra að munni, auk marbletta og bruna á öllum líkamanum. Sonur frænku minnar, Salem (7 ára), fékk sprengjubrot í heilann, hlaut höfuðkúpubrot, útbreidd brunasár um allan líkamann og alvarlegt beinbrot á fæti, sem þarfnast nokkurra skurðaðgerða og uppsetningar á ytri títanfestingartæki. Sonur frænku minnar, Ayham (2 ára), kom á sjúkrahúsið með djúpt sár á læri, fótbrot, sár á enninu, marbletti og útbreidd brunasár á líkamanum. Ég gat ekki náð utan um það sem gerðist þessa nótt, þar til ég hélt að ég væri inni í óumflýjanlegri martröð, martröð sem tók engan enda þó tíminn héldi áfram að líða... Sunnudagur, 29. október 2023 Næturnar eru langar, martraðirnar hætta ekki, en það er enn von. Faðir minn lést af sárum sínum. Vegna veikburða heilbrigðiskerfis á Gaza sýktist sár hans eftir átta skurðaðgerðir til að reyna að varðveita fótinn, en fótur hans var skorinn af að morgni 29. október. Vegna fjölda aðgerða olli of mikil svæfing því að nýrun hættu að virka og svo fékk hann hjartaáfall sama dag og var farinn að eilífu. Ég gat ekki trúað því að mín síðasta manneskja á Gaza hefði dáið og skilið mig eftir með tvö alvarlega slösuð börn. Hógvært líf mitt þar sem ég var vön því að vera hamingjusöm var í molum. Tár urðu félagar mínir í einmannaleikanum sem og sársaukinn sem hætti ekki. Ég eyddi löngum stundum í að syrgja aflimaðan fótinn minn og muna hvernig ég hljóp um húsið og í skóla garðinum, grátandi. Ísrael gerði úr mér hrúgu af stanslausum gráti. Ég fann engan til að standa með mér. Jafnvel bræður mínir sem búa utan Gaza gátu ekki gert neitt. Ég gat ekki einu sinni haft samband við þá lengi eftir sprenginguna vegna truflunar á samskiptaleiðum og internetinu vegna árásanna. Allt í einu stóð ég alein, eins og enginn væri með mér á þessari plánetu. Þennan dag missti ég allt, ég missti föður minn, ég missti móður mína, ég missti systur mína, ég missti frænda minn, ég missti fótinn. Ég missti framtíðina, skólinn minn varð að flóttamannabúðum, skólataskan tapaðist, samskipti við vini mína rofnuðu og jafnvel heimili mitt varð ekkert annað en kaldur og líflaus staður. Föstudagur 3. nóvember, 2023 Vertu sterk, sagan þín er ekki búin! Eftir margar tilraunir bræðra minna og heilbrigðisráðuneytisins tóku egypsk stjórnvöld á móti mér til meðferðar í Egyptalandi vegna alvarleika sára minna. Ég var flutt með sjúkrabíl frá Nasser sjúkrahúsinu í Khan Yunis á sérhæft sjúkrahús í Norður-Sínaí í Egyptalandi og 10. nóvember var ég flutt á sérhæft sjúkrahús í Kaíró. Ég grét mikið vegna þess að ég skildi börn systur minnar eftir á Gaza. Það var erfitt fyrir mig, þrátt fyrir allt sem hafði gerst, að yfirgefa landið mitt. Ég elska það, ég á góðar minningar þaðan og ég vonast alltaf til að halda lífi mínu áfram þar, en hernám Ísraels batt enda á líf mitt. Það breytti því úr paradís í varanlegt helvíti. Ísland: Bróðir minn, Suleiman, með aðstoð íslenskra vina sinna, sótti um ríkisborgararétt fyrir mína hönd í gegnum Alþingi. Vegna líkamlegs og andlegs ástands míns var umsóknin samþykkt og nú er ég íslenskur ríkisborgari. Af þessum sökum ber ég fyllstu virðingu fyrir íslensku þjóðinni, öllum þáttum samfélagsins og Alþingi fyrir að gefa mér þetta tækifæri. Gefa mér tækifæri í nýju, öruggara og frjálsara landi. Þakka ykkur fyrir. Þakka ykkur kærlega fyrir! Skilaboð mín til heimsins Án vonar erum við týnd Ef ég fengi eina ósk þá væri það: Gefðu mér aftur pabba minn, mömmu mína, bræður mína og fótinn minn. Ég lifði fallegu lífi en Ísrael særði mig að eilífu. Ísrael skildi eftir svartan blett í lífi mínu sem tíminn getur ekki læknað. Oft vakna ég um miðja nótt af sársauka og þrá og mig langar að gráta í fanginu á móður minni. Ég hef brýna löngun til að tala við hana í síðasta sinn til að segja henni hversu sorgmædd ég er vegna þess að hún er ekki hér. Systir mín átti litla þriggja barna fjölskyldu og hlýlegt og hamingjusamt heimili. Þeir drápu hana og eitt barna hennar og tvö þeirra voru skilin ein eftir án foreldra og án heimilis til að hlífa þeim. Þau voru öll drepin þó þau væru á öruggu svæði (samkvæmt fyrirmælum ísraelska hersins). Hvað mig varðar var ég dregin undan rústunum með alvarlega áverka og aðeins með annan fótinn. Ég, eins og tvær og hálf milljón manna á Gaza, á skilið mannsæmandi líf. Við erum manneskjur með nöfn, metnað og drauma. Ég hugsa mikið til pabba en pabbi veit ekki að fóturinn á mér er farinn og kemur aldrei aftur. Má ég segja föður mínum frá þessu? Veist þú um leið til að tala við þá sem eru farnir og munu aldrei koma aftur? Ég er sorgmædd vegna þess að lífið er nú án foreldra minna, systur minnar og barna systur minnar sem elskuðu þegar ég hljóp á eftir þeim og elti þau um garðinn við fallega húsið okkar, en þau eru ekki lengur hér, og ég get ekki lengur hlaupið. Gerðu það, ég bið þig, gefðu mér að minnsta kosti fótinn aftur, ég vil hlaupa! Ísrael svipti mig að eilífu því að hlaupa! Ég veit ekki hvað ég á að segja. Horfðu á andlit mitt, á sorg mína. Stattu í aðeins eina mínútu í þögn. Það sem særir mig alltaf mest er að mér finnst ég vera ein. Hernámið hefur afskræmt líf mitt að eilífu og ég held að tungumálið hafi ekki nóg pláss til að harma alla fallegu drauma mína, en kannski mun stuðningur þinn hjálpa mér að búa til annan fót, fót í ímyndunaraflið, sem gerir mig þolinmóða og vongóða. Og fljúga. Mig langar að fljúga langt í burtu, með tvo fullkomna fætur og líkama án spóna eða bruna. Biðjið fyrir mér, sýnið fjölskyldu minni miskun, dragið þá til ábyrgðar sem drápu þau og haldið öllum börnum hamingjusömum, langt í burtu frá hörmungum heimsins! Snúin aftur frá dauða, Asil Al-Massri. Greinin er birt í tilefni af alþjóðlegum samstöðudagi með palestínsku þjóðinni.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar