Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 08:01 Kæra þjóð, Takk fyrir samveruna og samtölin síðustu vikur. Framtíðin er björt og saman getum við verið aflvaki breytinga. Hjarta mitt er fullt af þakklæti yfir þeim frábæru viðtökum sem við höfum fengið. Réttsælis og rangsælis höfum við þreytt hringinn í kring um landið frá Flateyri til Fáskrúðsfjarðar og aftur til baka. Við skynjum sterkt þreytuna sem þjóðin finnur fyrir. Þreytu á síhækkandi álögum og minnkandi ráðstöfunartekjum, þreytu á ráðaleysi kerfisins gagnvart hrakandi geðheilsu hjá unga fólkinu okkar og þreytu á stjórnmálamönnum sem hvorki þora að taka ákvarðanir né bera ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut. Ég hef líka heyrt drauma ykkar um spennandi framtíð. Kosningabaráttan hefur minnt mig enn og aftur á þá fórnfýsi og samkennd sem einkennir harðduglegt fólk um allt land sem mætir verkefnum sínum og áskorunum hvern dag af æðruleysi. Ef við berum þá gæfu að fá hér nýja samhenta ríkisstjórn sem nálgast verkefni sín með sömu fórnfýsi og þið, og sýnir sömu samkennd og íslenska þjóðin, þá eru engin fjöll sem við getum ekki klifið saman. VIð höfnum andúð og sundurlyndi Við höfum verið trú okkar stefnu og málefnum í þessari kosningabaráttu. Við höfum hafnað þeirri leið að tala niður aðra flokka til þess að upphefja okkur. Þeir flokkar sem hafa reynt að setja andúð, misklíð og sundurlyndi á dagskrá hafa uppskorið sífellt minna fylgi. Eftir sjö ára stöðnun fær nú þjóðin loks tækifæri til að breyta um kúrs. Ríkisstjórn sem var stofnuð utan um stöðnun hefur loks þrotið örendið. Á morgun fáið þið tækifæri til þess að leggja ykkar lóð á vogarskálarnar og kosið að lækka vexti, bæta geðheilsu og að færa landið í frelsisátt. Valið sem við stöndum frammi fyrir er hvort við ætlum að horfa hugrökk og bjartsýn fram á veginn eða hvort hræðsla og einangrun eigi að stýra för á komandi árum. Ísland á skilið ríkisstjórn sem hefur trú á framtíðinni og vill berjast fyrir betra samfélagi fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Kæra þjóð, Takk fyrir samveruna og samtölin síðustu vikur. Framtíðin er björt og saman getum við verið aflvaki breytinga. Hjarta mitt er fullt af þakklæti yfir þeim frábæru viðtökum sem við höfum fengið. Réttsælis og rangsælis höfum við þreytt hringinn í kring um landið frá Flateyri til Fáskrúðsfjarðar og aftur til baka. Við skynjum sterkt þreytuna sem þjóðin finnur fyrir. Þreytu á síhækkandi álögum og minnkandi ráðstöfunartekjum, þreytu á ráðaleysi kerfisins gagnvart hrakandi geðheilsu hjá unga fólkinu okkar og þreytu á stjórnmálamönnum sem hvorki þora að taka ákvarðanir né bera ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut. Ég hef líka heyrt drauma ykkar um spennandi framtíð. Kosningabaráttan hefur minnt mig enn og aftur á þá fórnfýsi og samkennd sem einkennir harðduglegt fólk um allt land sem mætir verkefnum sínum og áskorunum hvern dag af æðruleysi. Ef við berum þá gæfu að fá hér nýja samhenta ríkisstjórn sem nálgast verkefni sín með sömu fórnfýsi og þið, og sýnir sömu samkennd og íslenska þjóðin, þá eru engin fjöll sem við getum ekki klifið saman. VIð höfnum andúð og sundurlyndi Við höfum verið trú okkar stefnu og málefnum í þessari kosningabaráttu. Við höfum hafnað þeirri leið að tala niður aðra flokka til þess að upphefja okkur. Þeir flokkar sem hafa reynt að setja andúð, misklíð og sundurlyndi á dagskrá hafa uppskorið sífellt minna fylgi. Eftir sjö ára stöðnun fær nú þjóðin loks tækifæri til að breyta um kúrs. Ríkisstjórn sem var stofnuð utan um stöðnun hefur loks þrotið örendið. Á morgun fáið þið tækifæri til þess að leggja ykkar lóð á vogarskálarnar og kosið að lækka vexti, bæta geðheilsu og að færa landið í frelsisátt. Valið sem við stöndum frammi fyrir er hvort við ætlum að horfa hugrökk og bjartsýn fram á veginn eða hvort hræðsla og einangrun eigi að stýra för á komandi árum. Ísland á skilið ríkisstjórn sem hefur trú á framtíðinni og vill berjast fyrir betra samfélagi fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun