Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Árni Sæberg skrifar 28. nóvember 2024 17:05 Ásgeir Jónsson er formaður peningastefnunefndar og Finnbjörn er formaður ASÍ. Vísir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur aldrei komið saman á sérstökum aukafundi til þess að hækka stýrivexti. Forseti ASÍ hélt hinu gagnstæða fram í dag. Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að hann vildi að peningastefnunefnd kæmi saman og lækkaði stýrivexti í ljósi þess að verðbólga hjaðnaði milli mánaða. Hjöðnunin var þó minni á milli mánaða en viðskiptabankarnir höfðu spáð og að sögn greiningardeildar Landsbankans er aðhald Seðlabankans raunar minna nú en fyrir síðasta fund peningastefnunefndar. Ekki rétt Finnbjörn vildi ekki tjá sig um það hvort hann sé bjartsýnn á að Seðlabankinn verði við ákalli um aukafund. En hann sagði það vissulega ekki algengt að boðað sé til slíkra funda. „Þeir hafa gert það þegar þeir hafa þurft að hækka vexti. Þeir eru seinni til þegar kemur að lækkunum.“ Að sögn Stefáns Jóhanns Stefánsson, ritstjóra Seðlabankans, er það hreinlega rangt. Nefndin hafi aldri komið saman til að hækka stýrivexti. Nokkrir aukafundir í Covid Aukafundir hafi verið boðaður í fáein skipti, til að mynda árið 2009. Nefndin hafi síðast komið saman á aukafundum í miðjum heimsfaraldri Covid-19 árið 2020, alls fjórum sinnum. Á einum þeirra hafi vextir verið lækkaðir, á öðrum tilkynnt um magnbundna íhlutun, á þriðja hafi verið tilkynnt um sérstaka lánafyrirgreiðslu (útvíkkun veðlistans) tengt tilmælum fjármálastöðugleikanefndar og á fjórða hafi verið sameiginleg yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar og peningastefnunefndar um tímabundna veðlánarammann. Verðlag Seðlabankinn Stéttarfélög Efnahagsmál Tengdar fréttir Gæti reynst „langhlaup“ að koma verðbólgunni alla leið niður í markmið Hægari hjöðnun undirliggjandi verðbólgu kann að benda til þess að mögulega muni „síðasta mílan“ reynast peningastefnunefnd óþægur ljár í þúfu, að mati hagfræðings Kviku banka, og það verði langhlaup að koma verðbólgunni alla leið niður í 2,5 prósenta markmið. Þrátt fyrir að verðbólgulækkunin í nóvember hafi verið minni en spár greinenda gerðu ráð fyrir þá breytir það ekki væntingum um allt að hundrað punkta vaxtalækkun á fyrstu tveimur fundum nefndarinnar á nýju ári. 28. nóvember 2024 16:20 Verðbólgan komin undir fimm prósent Verðbólga mælist nú 4,8 prósent og hefur ekki verið minni síðan í október árið 2021. Hún hjaðnar um 0,3 prósentustig milli mánaða. 28. nóvember 2024 09:05 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að hann vildi að peningastefnunefnd kæmi saman og lækkaði stýrivexti í ljósi þess að verðbólga hjaðnaði milli mánaða. Hjöðnunin var þó minni á milli mánaða en viðskiptabankarnir höfðu spáð og að sögn greiningardeildar Landsbankans er aðhald Seðlabankans raunar minna nú en fyrir síðasta fund peningastefnunefndar. Ekki rétt Finnbjörn vildi ekki tjá sig um það hvort hann sé bjartsýnn á að Seðlabankinn verði við ákalli um aukafund. En hann sagði það vissulega ekki algengt að boðað sé til slíkra funda. „Þeir hafa gert það þegar þeir hafa þurft að hækka vexti. Þeir eru seinni til þegar kemur að lækkunum.“ Að sögn Stefáns Jóhanns Stefánsson, ritstjóra Seðlabankans, er það hreinlega rangt. Nefndin hafi aldri komið saman til að hækka stýrivexti. Nokkrir aukafundir í Covid Aukafundir hafi verið boðaður í fáein skipti, til að mynda árið 2009. Nefndin hafi síðast komið saman á aukafundum í miðjum heimsfaraldri Covid-19 árið 2020, alls fjórum sinnum. Á einum þeirra hafi vextir verið lækkaðir, á öðrum tilkynnt um magnbundna íhlutun, á þriðja hafi verið tilkynnt um sérstaka lánafyrirgreiðslu (útvíkkun veðlistans) tengt tilmælum fjármálastöðugleikanefndar og á fjórða hafi verið sameiginleg yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar og peningastefnunefndar um tímabundna veðlánarammann.
Verðlag Seðlabankinn Stéttarfélög Efnahagsmál Tengdar fréttir Gæti reynst „langhlaup“ að koma verðbólgunni alla leið niður í markmið Hægari hjöðnun undirliggjandi verðbólgu kann að benda til þess að mögulega muni „síðasta mílan“ reynast peningastefnunefnd óþægur ljár í þúfu, að mati hagfræðings Kviku banka, og það verði langhlaup að koma verðbólgunni alla leið niður í 2,5 prósenta markmið. Þrátt fyrir að verðbólgulækkunin í nóvember hafi verið minni en spár greinenda gerðu ráð fyrir þá breytir það ekki væntingum um allt að hundrað punkta vaxtalækkun á fyrstu tveimur fundum nefndarinnar á nýju ári. 28. nóvember 2024 16:20 Verðbólgan komin undir fimm prósent Verðbólga mælist nú 4,8 prósent og hefur ekki verið minni síðan í október árið 2021. Hún hjaðnar um 0,3 prósentustig milli mánaða. 28. nóvember 2024 09:05 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Gæti reynst „langhlaup“ að koma verðbólgunni alla leið niður í markmið Hægari hjöðnun undirliggjandi verðbólgu kann að benda til þess að mögulega muni „síðasta mílan“ reynast peningastefnunefnd óþægur ljár í þúfu, að mati hagfræðings Kviku banka, og það verði langhlaup að koma verðbólgunni alla leið niður í 2,5 prósenta markmið. Þrátt fyrir að verðbólgulækkunin í nóvember hafi verið minni en spár greinenda gerðu ráð fyrir þá breytir það ekki væntingum um allt að hundrað punkta vaxtalækkun á fyrstu tveimur fundum nefndarinnar á nýju ári. 28. nóvember 2024 16:20
Verðbólgan komin undir fimm prósent Verðbólga mælist nú 4,8 prósent og hefur ekki verið minni síðan í október árið 2021. Hún hjaðnar um 0,3 prósentustig milli mánaða. 28. nóvember 2024 09:05