Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar 27. nóvember 2024 16:22 Öll vitum við að árangursríkasta leiðin til að styðja þjóðarmorð er ekki að segja beint út „ég styð þjóðarmorð“. Það sama á við um þá sem ætla að fremja þjóðarmorð. Þeir segja ekki „ég ætla að fremja þjóðarmorð“, þeir segja „við verðum að drepa alla þá sem ógna okkur og því miður munum við í leiðinni drepa öll börnin þeirra, frændur, frænkur, foreldra, afa og ömmur, en það er í raun þeim sem ógna okkur að kenna.“ Reyndar er það nú svo ótrúlegt að foringjar Ísraels hafa eiginlega sagt beint út að þeir ætli að fremja þjóðarmorð. Þeir klæða það í örlítinn felubúning með því til dæmis að vitna til Biblíutexta og lýsa yfir að þeir eigi í stríði við skepnur en ekki fólk. Seinna geta þeir svo neitað því að hafa í alvöru meint það sem þeir sögðu. „Ég var bara svo reiður“ segja þeir. Hvað getum við gert? En hvað getum við gert, hér á Íslandi, til að leggja morðingjunum lið við að útrýma þjóð af landi? Ekki getum við sent hermenn eða vopn á svæðið. Við verðum að sætta okkur við að veita móralskan og diplómatískan stuðning. Við getum gert það með því að afneita morðunum og með því að réttlæta þau. Við getum sagt „en hvað með Hamas?“ Við getum svarað eins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokkins og þáverandi utanríkisráðherra, „sagðirðu árás?“ Við getum sagt að við höfum heyrt að andstæðingurinn haldi til inni á spítölum, skólum og neyðarskýlum. Við getum endurtekið og endurómað málflutning morðingjanna. Hér getum við tekið okkur forystufólk Sjálfstæðisflokksins til fyrirmyndar. Við getum gefið í skyn að það sé eitthvað til í áróðri Ísraels en vörum okkur á að fullyrða það beint út. Förum að fordæmi utanríkisráðherra Þórdís Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra Íslands hefur náð góðum tökum á þessari list. Í ræðu sinni, á fundi Sameinuðu þjóðanna 10. maí síðastliðinn, sagði hún til dæmis eftirfarandi: „Fregnir hafa borist um að borgaralegir innviðir og sjúkrahús hafi verið notuð í tilgangi sem getur svipt þau þeirri vernd sem þau njóta samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum.“ Í þessari litlu setningu er réttlæting á árásum Ísraels á sjúkrahús vegna þess að þarna er gefið í skyn að Palestínufólk noti þau í hernaðarlegum tilgangi. Það skiptir ekki máli að engar áreiðanlegar fréttir benda til þess að svo sé. Það skiptir heldur ekki máli að þó að einhver dæmi væru fundin um þetta væri það órafjarri því að veita nokkra afsökun fyrir því að tortíma öllu heilbrigðiskerfinu á Gaza. Ísrael hefur gereytt flestum sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum og pyntað og drepið fjölda lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk. Hér er rétt að bæta við að við getum alveg laumað svona setningum inn í mál okkar þó að rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna sjálfra hafi fordæmt útrýmingarstríð Ísraels á Gaza og sér í lagi hnitmiðaða stefnu ríkisins um að tortíma heilbrigðiskerfinu á Gaza (sjá til dæmis þessa tilkynningu frá 10. október). Að nýta sér efasemdir Við vitum öll, eins og utanríkisráðherrar í Sjálfstæðisflokknum fyrr og nú, að Ísraelsríki er að fremja þjóðarmorð á Gaza. Þeir hafa, eins og við, aðgang að netinu, starfandi skynfæri og heila. Þegar við beitum fyrir okkur óvissu og almennu orðalagi, eins og þegar við segjumst fordæma „öll brot á alþjóðalögum“ án þess að nefna gerendurna, þá er það ekki vegna þess að við vitum ekki hverjir þeir eru, heldur vegna þess að við viljum sá efasemdum í kringum okkur auk þess að verja okkur í framtíðinni. Við viljum geta sagt, eftir að dómar falla, að við höfum ekki haft allar upplýsingar, við gátum ekki verið viss. Svipuðu bragði er beitt í loftslagsafneitun. Við getum ekki verið alveg viss um að við stefnum í loftslagshamfarir. Við getum lært af þessum afneiturum. Kjósum rétt Að lokum er rétt að nefna að sem einstaklingar getum við ekki gert svo mikið, en við getum þó kosið í kosningum. Við getum kosið helfararafneitara á þing og vonast til að þeir þvælist fyrir alþjóðadómstólum og öðrum stofnunum sem vilja stöðva þjóðarmorðið. Þeir munu halda ræður þar sem helförin er dregin í efa og Palestínufólki sjálfu kennt um sína eigin útrýmingu. Þeir munu grípa hvert tækifæri sem gefst til að draga úr eða hætta stuðningi við hjálparsamtök eins og Palestínuflóttamannahjálpina (UNRWA). Þeir munu gera sitt besta til að útiloka fólk frá því að flýja hingað til lands úr þjóðarmorðinu. Ef við viljum kjósa með þjóðarmorði þá kjósum við þá flokka sem afneita því. Höfundur er aðjunkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Utanríkismál Ingólfur Gíslason Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Öll vitum við að árangursríkasta leiðin til að styðja þjóðarmorð er ekki að segja beint út „ég styð þjóðarmorð“. Það sama á við um þá sem ætla að fremja þjóðarmorð. Þeir segja ekki „ég ætla að fremja þjóðarmorð“, þeir segja „við verðum að drepa alla þá sem ógna okkur og því miður munum við í leiðinni drepa öll börnin þeirra, frændur, frænkur, foreldra, afa og ömmur, en það er í raun þeim sem ógna okkur að kenna.“ Reyndar er það nú svo ótrúlegt að foringjar Ísraels hafa eiginlega sagt beint út að þeir ætli að fremja þjóðarmorð. Þeir klæða það í örlítinn felubúning með því til dæmis að vitna til Biblíutexta og lýsa yfir að þeir eigi í stríði við skepnur en ekki fólk. Seinna geta þeir svo neitað því að hafa í alvöru meint það sem þeir sögðu. „Ég var bara svo reiður“ segja þeir. Hvað getum við gert? En hvað getum við gert, hér á Íslandi, til að leggja morðingjunum lið við að útrýma þjóð af landi? Ekki getum við sent hermenn eða vopn á svæðið. Við verðum að sætta okkur við að veita móralskan og diplómatískan stuðning. Við getum gert það með því að afneita morðunum og með því að réttlæta þau. Við getum sagt „en hvað með Hamas?“ Við getum svarað eins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokkins og þáverandi utanríkisráðherra, „sagðirðu árás?“ Við getum sagt að við höfum heyrt að andstæðingurinn haldi til inni á spítölum, skólum og neyðarskýlum. Við getum endurtekið og endurómað málflutning morðingjanna. Hér getum við tekið okkur forystufólk Sjálfstæðisflokksins til fyrirmyndar. Við getum gefið í skyn að það sé eitthvað til í áróðri Ísraels en vörum okkur á að fullyrða það beint út. Förum að fordæmi utanríkisráðherra Þórdís Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra Íslands hefur náð góðum tökum á þessari list. Í ræðu sinni, á fundi Sameinuðu þjóðanna 10. maí síðastliðinn, sagði hún til dæmis eftirfarandi: „Fregnir hafa borist um að borgaralegir innviðir og sjúkrahús hafi verið notuð í tilgangi sem getur svipt þau þeirri vernd sem þau njóta samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum.“ Í þessari litlu setningu er réttlæting á árásum Ísraels á sjúkrahús vegna þess að þarna er gefið í skyn að Palestínufólk noti þau í hernaðarlegum tilgangi. Það skiptir ekki máli að engar áreiðanlegar fréttir benda til þess að svo sé. Það skiptir heldur ekki máli að þó að einhver dæmi væru fundin um þetta væri það órafjarri því að veita nokkra afsökun fyrir því að tortíma öllu heilbrigðiskerfinu á Gaza. Ísrael hefur gereytt flestum sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum og pyntað og drepið fjölda lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk. Hér er rétt að bæta við að við getum alveg laumað svona setningum inn í mál okkar þó að rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna sjálfra hafi fordæmt útrýmingarstríð Ísraels á Gaza og sér í lagi hnitmiðaða stefnu ríkisins um að tortíma heilbrigðiskerfinu á Gaza (sjá til dæmis þessa tilkynningu frá 10. október). Að nýta sér efasemdir Við vitum öll, eins og utanríkisráðherrar í Sjálfstæðisflokknum fyrr og nú, að Ísraelsríki er að fremja þjóðarmorð á Gaza. Þeir hafa, eins og við, aðgang að netinu, starfandi skynfæri og heila. Þegar við beitum fyrir okkur óvissu og almennu orðalagi, eins og þegar við segjumst fordæma „öll brot á alþjóðalögum“ án þess að nefna gerendurna, þá er það ekki vegna þess að við vitum ekki hverjir þeir eru, heldur vegna þess að við viljum sá efasemdum í kringum okkur auk þess að verja okkur í framtíðinni. Við viljum geta sagt, eftir að dómar falla, að við höfum ekki haft allar upplýsingar, við gátum ekki verið viss. Svipuðu bragði er beitt í loftslagsafneitun. Við getum ekki verið alveg viss um að við stefnum í loftslagshamfarir. Við getum lært af þessum afneiturum. Kjósum rétt Að lokum er rétt að nefna að sem einstaklingar getum við ekki gert svo mikið, en við getum þó kosið í kosningum. Við getum kosið helfararafneitara á þing og vonast til að þeir þvælist fyrir alþjóðadómstólum og öðrum stofnunum sem vilja stöðva þjóðarmorðið. Þeir munu halda ræður þar sem helförin er dregin í efa og Palestínufólki sjálfu kennt um sína eigin útrýmingu. Þeir munu grípa hvert tækifæri sem gefst til að draga úr eða hætta stuðningi við hjálparsamtök eins og Palestínuflóttamannahjálpina (UNRWA). Þeir munu gera sitt besta til að útiloka fólk frá því að flýja hingað til lands úr þjóðarmorðinu. Ef við viljum kjósa með þjóðarmorði þá kjósum við þá flokka sem afneita því. Höfundur er aðjunkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun