Tryggjum breytingar – fyrir börnin Alma D. Möller skrifar 27. nóvember 2024 09:10 Málefni barna og ungmenna eru meðal þess sem betur má fara í íslensku samfélagi. Þar er brýnt að taka heildstætt á málum enda börnin okkar dýrmætustu djásn. Þar að auki benti hagfræðingurinn James Heckman á að ekkert er eins arðbært fyrir samfélag og að hugsa vel um börn. Jöfnuður og öryggi fyrir barnafólk Vanlíðan barna hefur farið vaxandi um árabil; þriðjungur stúlkna í 6.-10. bekk er með einkenni kvíða og depurðar sem og um fjórðungur drengja. Almennt gildir að einkenni vanlíðanar mælast meiri hjá börnum sem telja fjölskyldu sína búa við slæma fjárhagslega stöðu. Þar endurspeglast enn og aftur hve jöfnuður, sem er leiðarljós Samfylkingar, er mikilvægur samfélaginu. Kjör barnafólks eru Samfylkingunni hugleikin og snúa m.a. að því að tryggja örugga afkomu í fæðingarorlofi, koma þróun barnabóta í fastari skorður og lögfesta rétt barna til leikskóla. Um þetta má lesa í Framkvæmdaplani Samfylkingarinnar í húsnæðis- og kjaramálum. Líðan barna og snemmtæk inngrip Þegar bjátar á hjá barni er brýnt að bregðast við hið fyrsta, skoða þarf umhverfi og aðstæður bæði hjá barni og fjölskyldu auk félagstengsla og aðstæðna í skóla. Kannski er barnið vansælt vegna ófullnægjandi aðbúnaðar á heimili eða skóla. Meta þarf lifnaðarhætti barns og fjölskyldu; svefn, hreyfingu, næringu, notkun orkudrykkja, skjánotkun og tengsl. Styðja þarf foreldra og fjölskyldur eftir þörfum því uppeldishlutverkið getur jú verið krefjandi. Þá kann að þurfa að styrkja bjargráð í skólum til að börnunum verði sem best sinnt. Mikilvægi menntunar og skólagöngu Menntun er eitt það mikilvægasta fyrir samfélag og framþróun þess. Fyrir utan mikilvægi þekkingar þá auðgar menntunin menningu, gildi, þrótt þjóðar, heilbrigði og efnahag. Menntun eykur þannig bæði efnahagslega og félagslega velsæld. Skólaumhverfið er, næst á eftir heimili barna, mikilvægasta umhverfi þeirra og gegnir mikilvægu uppeldis- og félagsmótunarhlutverki auk þess að jafna stöðu nemenda. Mikilvægt er að hafa í huga þær áskoranir sem skólasamfélagið stendur frammi fyrir. Samfylkingin leggur sérstaka áherslu á að bæta starfsaðstæður kennara og skólastjórnenda. Forgangsraða þarf íslenskukennslu á öllum skólastigum, lestri og líðan barna. Samfylkingin vill tryggja betri geðheilbrigðisstuðning á öllum skólastigum með aukinni aðkomu sálfræðinga og skólaheilsugæslu. Börn eiga ekki að bíða Biðtími eftir þjónustu við börn er víðast hvar of langur og brýnt að auka aðgengi að greiningu og meðferð.Samfylkingin hefur sett fram plan um örugg skref í heilbrigðismálum og hvernig bæta megi grunnþjónustu sem gagnast einnig sérhæfðari þjónustu. Það þarf að efla geðheilbrigðisþjónustu til muna og veita hlutfallslega meiri fjármunum þangað. Samfylkingin vill bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, til dæmis þannig að ekki þurfi tilvísun til að fá sálfræðiþjónustu við algengum geðvanda. Brýnt er að samhæfa þjónustuna og að skilgreindar verði skyldur og hlutverk fyrsta, annars og þriðja stigs geðheilbrigðisþjónustu. Flestar geðraskanir koma fram í æsku og með snemmtækri íhlutun er hægt að koma í veg fyrir að vandi fylgi börnum og unglingum inn á fullorðinsárin. Ljóst er að það skortir á úrræði fyrir þau ungmenni sem eru í hvað mestum vanda, það verður að vera forgangsmál. Nýtt upphaf með Samfylkingu Það er vandséð að til sé mikilvægara verkefni en að hlúa að börnum enda sagði Nelson-Mandela að það hvernig samfélag kemur fram við börn sín endurspegli sál samfélagsins. Samfylkingin hefur plön um að efla úrræði er lúta að velferð barna; líðan þeirra, heilsu og menntun. Til þess þurfum við sterkt umboð frá kjósendum. Missum ekki af þessu tækifæri til breytinga, kjósum Samfylkinguna! Höfundur er amma, landlæknir og oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Málefni barna og ungmenna eru meðal þess sem betur má fara í íslensku samfélagi. Þar er brýnt að taka heildstætt á málum enda börnin okkar dýrmætustu djásn. Þar að auki benti hagfræðingurinn James Heckman á að ekkert er eins arðbært fyrir samfélag og að hugsa vel um börn. Jöfnuður og öryggi fyrir barnafólk Vanlíðan barna hefur farið vaxandi um árabil; þriðjungur stúlkna í 6.-10. bekk er með einkenni kvíða og depurðar sem og um fjórðungur drengja. Almennt gildir að einkenni vanlíðanar mælast meiri hjá börnum sem telja fjölskyldu sína búa við slæma fjárhagslega stöðu. Þar endurspeglast enn og aftur hve jöfnuður, sem er leiðarljós Samfylkingar, er mikilvægur samfélaginu. Kjör barnafólks eru Samfylkingunni hugleikin og snúa m.a. að því að tryggja örugga afkomu í fæðingarorlofi, koma þróun barnabóta í fastari skorður og lögfesta rétt barna til leikskóla. Um þetta má lesa í Framkvæmdaplani Samfylkingarinnar í húsnæðis- og kjaramálum. Líðan barna og snemmtæk inngrip Þegar bjátar á hjá barni er brýnt að bregðast við hið fyrsta, skoða þarf umhverfi og aðstæður bæði hjá barni og fjölskyldu auk félagstengsla og aðstæðna í skóla. Kannski er barnið vansælt vegna ófullnægjandi aðbúnaðar á heimili eða skóla. Meta þarf lifnaðarhætti barns og fjölskyldu; svefn, hreyfingu, næringu, notkun orkudrykkja, skjánotkun og tengsl. Styðja þarf foreldra og fjölskyldur eftir þörfum því uppeldishlutverkið getur jú verið krefjandi. Þá kann að þurfa að styrkja bjargráð í skólum til að börnunum verði sem best sinnt. Mikilvægi menntunar og skólagöngu Menntun er eitt það mikilvægasta fyrir samfélag og framþróun þess. Fyrir utan mikilvægi þekkingar þá auðgar menntunin menningu, gildi, þrótt þjóðar, heilbrigði og efnahag. Menntun eykur þannig bæði efnahagslega og félagslega velsæld. Skólaumhverfið er, næst á eftir heimili barna, mikilvægasta umhverfi þeirra og gegnir mikilvægu uppeldis- og félagsmótunarhlutverki auk þess að jafna stöðu nemenda. Mikilvægt er að hafa í huga þær áskoranir sem skólasamfélagið stendur frammi fyrir. Samfylkingin leggur sérstaka áherslu á að bæta starfsaðstæður kennara og skólastjórnenda. Forgangsraða þarf íslenskukennslu á öllum skólastigum, lestri og líðan barna. Samfylkingin vill tryggja betri geðheilbrigðisstuðning á öllum skólastigum með aukinni aðkomu sálfræðinga og skólaheilsugæslu. Börn eiga ekki að bíða Biðtími eftir þjónustu við börn er víðast hvar of langur og brýnt að auka aðgengi að greiningu og meðferð.Samfylkingin hefur sett fram plan um örugg skref í heilbrigðismálum og hvernig bæta megi grunnþjónustu sem gagnast einnig sérhæfðari þjónustu. Það þarf að efla geðheilbrigðisþjónustu til muna og veita hlutfallslega meiri fjármunum þangað. Samfylkingin vill bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, til dæmis þannig að ekki þurfi tilvísun til að fá sálfræðiþjónustu við algengum geðvanda. Brýnt er að samhæfa þjónustuna og að skilgreindar verði skyldur og hlutverk fyrsta, annars og þriðja stigs geðheilbrigðisþjónustu. Flestar geðraskanir koma fram í æsku og með snemmtækri íhlutun er hægt að koma í veg fyrir að vandi fylgi börnum og unglingum inn á fullorðinsárin. Ljóst er að það skortir á úrræði fyrir þau ungmenni sem eru í hvað mestum vanda, það verður að vera forgangsmál. Nýtt upphaf með Samfylkingu Það er vandséð að til sé mikilvægara verkefni en að hlúa að börnum enda sagði Nelson-Mandela að það hvernig samfélag kemur fram við börn sín endurspegli sál samfélagsins. Samfylkingin hefur plön um að efla úrræði er lúta að velferð barna; líðan þeirra, heilsu og menntun. Til þess þurfum við sterkt umboð frá kjósendum. Missum ekki af þessu tækifæri til breytinga, kjósum Samfylkinguna! Höfundur er amma, landlæknir og oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar