Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 12:02 Árið 2021 skrifaði ég grein á vísir.is sem nefndist "Vaxtalaust lán". Þar fjallaði ég um það fjárhagslega álag sem foreldrar á landsbyggðinni standa frammi fyrir þegar börn þeirra þurfa sérfræðilæknisþjónustu fyrir sunnan. Frá þeim tíma hefur þjónustan vissulega þróast til betri vegar, og niðurgreiddar ferðir hafa aukist úr tveim í fjórar árlega. Þetta er ánægjulegt skref fram á við – en því miður ekki nóg. Ójafnrétti milli barna Í dag standa börn utan höfuðborgarsvæðisins frammi fyrir mismunun. Þau fá aðeins fjórar niðurgreiddar ferðir á ári til sérfræðilækna, nema þegar veikindin falla undir strangar skilgreiningar Sjúkratrygginga Íslands, svo sem illkynja sjúkdóma eða alvarlegar geðraskanir. Veikindi eða meðferðir sem krefjast tíðari ferða – til dæmis vegna tannréttinga eða annarra sérfræðimeðferða – falla utan þessa ramma. „Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu á ekki að vera markmið – hann er grundvallarréttur allra barna, óháð því hvar þau búa eða hverjar aðstæður þeirra eru.“ Áhrifin á fjölskyldur Foreldrar á landsbyggðinni missa heilan vinnudag eða meira í hverri ferð suður með börn sín vegna ferðalaga. Til samanburðar taka slíkar ferðir oftast aðeins 1–2 klukkustundir fyrir foreldra á höfuðborgarsvæðinu. Þessi staða setur óhóflega fjárhagsleg byrði á fjölskyldur utan borgarinnar. Krafa um breytingar Við verðum að tryggja að börn fái jöfn réttindi til nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Það þarf að breyta reglugerðum þannig að: Allar ferðir vegna sérfræðilækninga barna séu niðurgreiddar, óháð tegund veikinda eða fjölda ferða. Landsbyggðin njóti sama aðgengis að sérfræðingum og höfuðborgarsvæðið, óháð efnahag. Hvað getum við gert? Sem foreldri á landsbyggðinni hef ég séð hvað það getur verið erfitt að tryggja börnum okkar þá þjónustu sem þau þurfa. Það er óásættanlegt að búseta ráði því hvort börn fái jafnt aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Raddir okkar verða að heyrast, því enginn ætti að þurfa að velja milli fjárhagslegs öryggis og heilbrigðis barna sinna. Höfundur er móðir fjögurra drengja, búsett á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Huld Albertsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Byggðamál Heilbrigðismál Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2021 skrifaði ég grein á vísir.is sem nefndist "Vaxtalaust lán". Þar fjallaði ég um það fjárhagslega álag sem foreldrar á landsbyggðinni standa frammi fyrir þegar börn þeirra þurfa sérfræðilæknisþjónustu fyrir sunnan. Frá þeim tíma hefur þjónustan vissulega þróast til betri vegar, og niðurgreiddar ferðir hafa aukist úr tveim í fjórar árlega. Þetta er ánægjulegt skref fram á við – en því miður ekki nóg. Ójafnrétti milli barna Í dag standa börn utan höfuðborgarsvæðisins frammi fyrir mismunun. Þau fá aðeins fjórar niðurgreiddar ferðir á ári til sérfræðilækna, nema þegar veikindin falla undir strangar skilgreiningar Sjúkratrygginga Íslands, svo sem illkynja sjúkdóma eða alvarlegar geðraskanir. Veikindi eða meðferðir sem krefjast tíðari ferða – til dæmis vegna tannréttinga eða annarra sérfræðimeðferða – falla utan þessa ramma. „Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu á ekki að vera markmið – hann er grundvallarréttur allra barna, óháð því hvar þau búa eða hverjar aðstæður þeirra eru.“ Áhrifin á fjölskyldur Foreldrar á landsbyggðinni missa heilan vinnudag eða meira í hverri ferð suður með börn sín vegna ferðalaga. Til samanburðar taka slíkar ferðir oftast aðeins 1–2 klukkustundir fyrir foreldra á höfuðborgarsvæðinu. Þessi staða setur óhóflega fjárhagsleg byrði á fjölskyldur utan borgarinnar. Krafa um breytingar Við verðum að tryggja að börn fái jöfn réttindi til nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Það þarf að breyta reglugerðum þannig að: Allar ferðir vegna sérfræðilækninga barna séu niðurgreiddar, óháð tegund veikinda eða fjölda ferða. Landsbyggðin njóti sama aðgengis að sérfræðingum og höfuðborgarsvæðið, óháð efnahag. Hvað getum við gert? Sem foreldri á landsbyggðinni hef ég séð hvað það getur verið erfitt að tryggja börnum okkar þá þjónustu sem þau þurfa. Það er óásættanlegt að búseta ráði því hvort börn fái jafnt aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Raddir okkar verða að heyrast, því enginn ætti að þurfa að velja milli fjárhagslegs öryggis og heilbrigðis barna sinna. Höfundur er móðir fjögurra drengja, búsett á Ísafirði.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun