Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Boði Logason skrifar 25. nóvember 2024 15:02 Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Stýrir leynileg valdaelíta alþjóðstofnunum á borð við ESB og SÞ á bak við tjöldin? Hulda og Eiríkur fjalla um nýju heimsskipanina í nýjasta þættinum af Skuggavaldinu. Vísir/AFP Alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar (SÞ), Evrópusambandið (ESB) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina hafa ítrekað verið skotmark samsæriskenninga sem halda því fram að þær grafi undan fullveldi þjóða og þjónusti leynilega valdaelítu sem stefnir að heimsstjórn. Í seinni þætti Skuggavaldsins um „nýju heimsskipanina“ ræða þau Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann hvernig þessar kenningar hafa þróast og mótað samfélagslega umræðu í gegnum tíðina. Samkvæmt samsæriskenningunum eru stofnanir eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) og Alþjóðabankinn sagðar nota skuldir landa til að ná yfirráðum, á meðan tækniframfarir – allt frá snjalltækjum til meintra örflaga í bóluefnum – séu nýttar til að fylgjast með og stjórna fólki. Fundir á borð við Davos-ráðstefnuna og Bilderberg-hópinn eru sagðir vera vettvangur þar sem heimsyfirráð séu skipulögð. Kenningasmiðir tengja einnig hnattvæðingu og alþjóðasamvinnu við ætlaða áætlun um einræðisstjórn. Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir halda úti hlaðvarpinu Skuggavaldið sem kemur út annan hvern mánudag.Vísir/Vilhelm Í þættinum er rakið hvernig þessi retórík hefur fengið byr undir báða vængi á tímum samfélagsbreytinga og stórviðburða á borð við heimskreppuna, hryðjuverkaárásirnar 11. september og jafnvel Covid-19 faraldurinn. Sérstaklega er fjallað um hvernig orðræða um „nýja heimsskipan“ sem stjórnmálamenn hafa notað í samhengi við meiriháttar atburði í alþjóðastjórnmálum, til dæmis fræg ræða George H.W. Bush árið 1990 og nú síðast Pútín um kjör Donalds Trumps, er olía á eld samsæriskenningasmiða sem túlkað hafa þau orð sem áætlun um heimsyfirráð. Popúlískir leiðtogar hafa tekið kenninguna upp á sína arma og nýtt hana til að magna upp þjóðernishyggju og tortryggni gagnvart alþjóðastofnunum. Í þættinum er einnig fjallað um alvarlegar afleiðingar þessara kenninga, þar á meðal hvernig þær grafa undan trausti á lýðræðislegum stofnunum, auka sundrungu og geta jafnvel stuðlað að ofbeldi, líkt og í tilfelli sprengjuárásarinnar í Oklahoma árið 1995. Alla þætti Skuggavaldsins má nálgast á vefsíðu Tals. Skuggavaldið Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
Í seinni þætti Skuggavaldsins um „nýju heimsskipanina“ ræða þau Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann hvernig þessar kenningar hafa þróast og mótað samfélagslega umræðu í gegnum tíðina. Samkvæmt samsæriskenningunum eru stofnanir eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) og Alþjóðabankinn sagðar nota skuldir landa til að ná yfirráðum, á meðan tækniframfarir – allt frá snjalltækjum til meintra örflaga í bóluefnum – séu nýttar til að fylgjast með og stjórna fólki. Fundir á borð við Davos-ráðstefnuna og Bilderberg-hópinn eru sagðir vera vettvangur þar sem heimsyfirráð séu skipulögð. Kenningasmiðir tengja einnig hnattvæðingu og alþjóðasamvinnu við ætlaða áætlun um einræðisstjórn. Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir halda úti hlaðvarpinu Skuggavaldið sem kemur út annan hvern mánudag.Vísir/Vilhelm Í þættinum er rakið hvernig þessi retórík hefur fengið byr undir báða vængi á tímum samfélagsbreytinga og stórviðburða á borð við heimskreppuna, hryðjuverkaárásirnar 11. september og jafnvel Covid-19 faraldurinn. Sérstaklega er fjallað um hvernig orðræða um „nýja heimsskipan“ sem stjórnmálamenn hafa notað í samhengi við meiriháttar atburði í alþjóðastjórnmálum, til dæmis fræg ræða George H.W. Bush árið 1990 og nú síðast Pútín um kjör Donalds Trumps, er olía á eld samsæriskenningasmiða sem túlkað hafa þau orð sem áætlun um heimsyfirráð. Popúlískir leiðtogar hafa tekið kenninguna upp á sína arma og nýtt hana til að magna upp þjóðernishyggju og tortryggni gagnvart alþjóðastofnunum. Í þættinum er einnig fjallað um alvarlegar afleiðingar þessara kenninga, þar á meðal hvernig þær grafa undan trausti á lýðræðislegum stofnunum, auka sundrungu og geta jafnvel stuðlað að ofbeldi, líkt og í tilfelli sprengjuárásarinnar í Oklahoma árið 1995. Alla þætti Skuggavaldsins má nálgast á vefsíðu Tals.
Skuggavaldið Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira