Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar 25. nóvember 2024 06:34 Kennarasambandið hefur boðist til að hætta ótímabundnu verkfalli á fjórum leikskólum gegn því að sveitarfélögin borgi leikskólakennurum laun í verkfallinu. Sveitarfélögin eiga án hiks að taka þessu boði. Það skiptir engu máli þó mörgum þyki sérkennilegt að borga fólki laun í verkfalli og þyki það jaðra við að borga lausnargjald. Þetta tilboð er leið Kennarasambandsins til að halda andlitinu. Kennarasambandið viðurkennir að þetta örverkfall í nokkrum leikskólum hafi verið tóm vitleysa, en pínir sveitarfélögin til að kyngja skítnum með sér. Það er meira en sjálfsagt að sveitarfélögin taki þátt í leiknum með Kennarasambandinu. Þau hefðu hvort sem er þurft að borga launin. Þau tapa engu. Að vissu leyti má virða forystu Kennarasambandsins fyrir að sjá að sér og gera þetta tilboð. Það sýnir skilning á því að verkfall í leikskólum hefur miklu verri afleiðingar en verkföll í grunnskólum og framhaldsskólum. Leikskólaverkfall skellur af miklum þunga á foreldrum leikskólabarna og nánustu aðstandendum þeirra. Börn á leikskólaaldri þurfa stöðuga gæslu og umönnun, sem eldri börn þurfa miklu síður. Fyrir þau 600 leikskólabörn sem hafa verið án leikskólans undanfarnar fjórar vikur hafa 600 fullorðnir verið frá vinnu eða öðrum verkefnum í fullu starfi að sinna litlu börnunum, oftast án launa eða með því að taka út frídaga næsta árs. Það er svo annað mál að leikskólaverkfallið hefur ekki gárað vatnið í samningaviðræðum kennara og sveitarfélaga. Það sýnir tilgangsleysi þess og er því í raun sjálfhætt. Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga þarf enga skoðun að hafa á réttmæti málsins. Henni ber að sýna foreldrum og aðstandendum þessara 600 leikskólabarna skilning á stöðu þeirra og samþykkja tilboð Kennarasambandsins um greiðslu lausnargjalds. Höfundur er afi barns í leikskóla Seltjarnarness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Kennarasambandið hefur boðist til að hætta ótímabundnu verkfalli á fjórum leikskólum gegn því að sveitarfélögin borgi leikskólakennurum laun í verkfallinu. Sveitarfélögin eiga án hiks að taka þessu boði. Það skiptir engu máli þó mörgum þyki sérkennilegt að borga fólki laun í verkfalli og þyki það jaðra við að borga lausnargjald. Þetta tilboð er leið Kennarasambandsins til að halda andlitinu. Kennarasambandið viðurkennir að þetta örverkfall í nokkrum leikskólum hafi verið tóm vitleysa, en pínir sveitarfélögin til að kyngja skítnum með sér. Það er meira en sjálfsagt að sveitarfélögin taki þátt í leiknum með Kennarasambandinu. Þau hefðu hvort sem er þurft að borga launin. Þau tapa engu. Að vissu leyti má virða forystu Kennarasambandsins fyrir að sjá að sér og gera þetta tilboð. Það sýnir skilning á því að verkfall í leikskólum hefur miklu verri afleiðingar en verkföll í grunnskólum og framhaldsskólum. Leikskólaverkfall skellur af miklum þunga á foreldrum leikskólabarna og nánustu aðstandendum þeirra. Börn á leikskólaaldri þurfa stöðuga gæslu og umönnun, sem eldri börn þurfa miklu síður. Fyrir þau 600 leikskólabörn sem hafa verið án leikskólans undanfarnar fjórar vikur hafa 600 fullorðnir verið frá vinnu eða öðrum verkefnum í fullu starfi að sinna litlu börnunum, oftast án launa eða með því að taka út frídaga næsta árs. Það er svo annað mál að leikskólaverkfallið hefur ekki gárað vatnið í samningaviðræðum kennara og sveitarfélaga. Það sýnir tilgangsleysi þess og er því í raun sjálfhætt. Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga þarf enga skoðun að hafa á réttmæti málsins. Henni ber að sýna foreldrum og aðstandendum þessara 600 leikskólabarna skilning á stöðu þeirra og samþykkja tilboð Kennarasambandsins um greiðslu lausnargjalds. Höfundur er afi barns í leikskóla Seltjarnarness.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar