Jay Leno illa leikinn og með lepp Jón Þór Stefánsson skrifar 22. nóvember 2024 15:02 Jay Leno féll niður hlíð í Pittsburgh Inside Edition Bandaríski grínistinn og spjallþáttakóngurinn Jay Leno gengur um nú um með lepp. Hann er blár og marinn í framan, handleggsbrotinn og krambúleraður víðs vegar um líkamann. Leno segist hafa hlotið áverkana þegar hann féll niður hlíð. Leno, sem er 74 ára gamall, var í Pittsburgh í Pennsylvaníu. Hann segist hafa ætlað fótgangandi á veitingastað í nágreni við gististað sinna sem hafi verið í um það bil tveggja og hálfs kílómetra fjarlægð. Vegna þessarar fjarlægðar hafi hann ákveðið að stytta sér leið og ganga niður hlíðina. „Tjah, þessi brekka virðist ekki svo brött. Kannski ég fari bara … Púff!“ sagði Leno við Inside Edition. „Ég rakst í fullt af steinum. Ég féll sextíu fet.“ Þrátt fyrir þetta hélt Leno uppistand örfáum klukkustundum seinna og aftur kvöldið eftir. Jay Leno er þekktastur fyrir að stýra spjallþættinum The Tonight Show frá 1992 til 2014, með stuttu hléi frá 2009 til 2010. Á síðustu árum hefur hann lent í ýmsu óheppilegu. Í nóvember 2022 var greint frá því að Leno hefði hlotið þriðja stigs bruna í andliti þegar hann var að gera við fornbíl og fékk eldsneyti framan í sig, síðan kom neisti í eldsneytið og kviknaði í. Í janúar 2023 lenti Leno í mótorhjólaslysi þar sem hann braut viðbein, tvö rifbein og báðar hnéskeljar. Daily Mail segir að í kjölfar þessara nýjustu hrakfalla Leno hafi farið af stað samsæriskenningar um að spjallþáttakóngurinn sé í djúpri skuld, og að áverkarnir séu ekki til komnir vegna slysa, heldur sé hann fórnarlamb óprúttina aðila. Hollywood Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
Leno, sem er 74 ára gamall, var í Pittsburgh í Pennsylvaníu. Hann segist hafa ætlað fótgangandi á veitingastað í nágreni við gististað sinna sem hafi verið í um það bil tveggja og hálfs kílómetra fjarlægð. Vegna þessarar fjarlægðar hafi hann ákveðið að stytta sér leið og ganga niður hlíðina. „Tjah, þessi brekka virðist ekki svo brött. Kannski ég fari bara … Púff!“ sagði Leno við Inside Edition. „Ég rakst í fullt af steinum. Ég féll sextíu fet.“ Þrátt fyrir þetta hélt Leno uppistand örfáum klukkustundum seinna og aftur kvöldið eftir. Jay Leno er þekktastur fyrir að stýra spjallþættinum The Tonight Show frá 1992 til 2014, með stuttu hléi frá 2009 til 2010. Á síðustu árum hefur hann lent í ýmsu óheppilegu. Í nóvember 2022 var greint frá því að Leno hefði hlotið þriðja stigs bruna í andliti þegar hann var að gera við fornbíl og fékk eldsneyti framan í sig, síðan kom neisti í eldsneytið og kviknaði í. Í janúar 2023 lenti Leno í mótorhjólaslysi þar sem hann braut viðbein, tvö rifbein og báðar hnéskeljar. Daily Mail segir að í kjölfar þessara nýjustu hrakfalla Leno hafi farið af stað samsæriskenningar um að spjallþáttakóngurinn sé í djúpri skuld, og að áverkarnir séu ekki til komnir vegna slysa, heldur sé hann fórnarlamb óprúttina aðila.
Hollywood Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira