Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar 21. nóvember 2024 15:45 Þó umræðan síðustu vikur hafi verið mjög áhugaverð þá hefur mér þótt vanta sárlega skýra sýn á þau vandamál sem að okkur stafa. Það eru ekki útlendingar eða flóttafólk. Það er ekki þétting byggðar. Ekki réttindabarátta hinsegin fólks. Þau vandamál sem raunverulega hrjá okkur, verðbólga, húsnæðisverð, ofbeldi, biðlistar eftir læknisþjónustu, brottfall stráka úr skólakerfinu, hnignun samfélagslegra innviða á borð við velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið og menntakerfið, eru sjálf birtingarmynd stóra vandans, ekki rót hans. Vandinn sem að okkur stafar á Íslandi, og raunar á vesturlöndum öllum, er að fólk er að missa von. Fólk sem missir von verður örvæntingarfullt og missir trúna á samfélaginu. Fólk sem missir trú á samfélaginu, missir trú á því að það sé hægt að ná fram jákvæðum breytingum, fer á endanum að velja bara einhverja breytingu, jafnvel þó hún sé slæm, af því viðvarandi ástand er óþolandi. Raunverulegi vandinn er að við höfum staðnað á slæmum stað. Pólitíska miðjan, og vinstrið, hafa gert of miklar málamiðlanir við sérhagsmunina. Fólk er búið að fá nóg af því að misskipting í samfélaginu gengur sífellt lengra, nóg af því að skattbyrðin færist sífellt á tekjulægri hópa, nóg af því að sjá augljósa spillingu grassera. Nóg af því að sjá heilbrigðiskerfið verða verra og verra og svo einkavætt og boðið út þegar það er orðið svo slæmt að fólk sætti sig við það. Fólk er búið að fá nóg af því að sjá ríkasta fólkið í samfélaginu stjórna hverju sem það vill, oft í krafti vináttu þeirra við ráðherra og þeirra fólk. Og það er búið að missa trúna á því að ‘venjulega pólitíkin’ geti tekist á við það. Það er það sem við sjáum í Bandaríkjunum og Evrópu. Klassísku mið, mið-vinstri og mið-hægri flokkarnir eru búnir að vera að reyna að berjast gegn risi öfganna, afturhalds, einangrunarsinna og fasisma. En þau halda sífellt verr og verr út með hverju árinu, af því það eina sem þau bjóða raunverulega upp á er viðvarandi ástand og að vera þó skárri en lýðskrumið og boðvaldið. En það gengur ekki til lengdar. Á endanum mun þetta bresta ef við gerum ekki eitthvað róttækt. Stjórnmálin eru komin á síðasta snúning með að gera eitthvað raunverulegt, eitthvað gott og stórt sem gefur fólki von fyrir framtíðina, von á því að eitthvað breytist í alvöru. Ef við gerum það ekki fáum við á endanum eitthvað hrikalegt í staðinn, einhvern íslenskan Trump. Þess vegna vel ég Pírata, þess vegna set ég alla mína orku og tíma í að berjast fyrir Pírata. Það eru aðrir flokkar sem eru ágætir, sem ég veit að eru klárir og meina vel, en í mínum augum eru of líkir miðjunni sem hefur mistekist að veita almennilega mótspyrnu í Evrópu og nú síðast í Bandaríkjunum. Píratar eru eini flokkurinn sem bæði vill raunverulegar, róttækar, jákvæðar breytingar á samfélaginu okkar, og er fær um að vinna með öðrum og koma þeim í framkvæmd. Við viljum jafna skattbyrðina, við viljum sanngjarnari fjármagnstekjuskatt, töluvert hærri veiðigjöld og á endanum endurskoðað og sanngjarnara fiskveiðikerfi. Frjálsar handfæraveiðar. Við viljum taka á spillingu og skattaundanskotum, taka á því að fyrirtæki komi sér undan skatti með því að skulda erlendum móðurfyrirtækjum, taka á því að fyrirtæki í sjávarútvegi feli hagnað með því að kaupa aðföng af sjálfum sér og selja sjálfum sér afla (þunn eigin fjármögnun og lóðrétt samþætting). En við viljum ekki bara lækna einkennin til skemmri tíma. Við viljum líka ráðast að rót vandans sem hefur hrjáð okkur svo lengi, skapa aftur von um réttlátara samfélag og lýðræðislegri og faglegri stjórnmál. Við viljum breyta kerfinu þannig að Alþingi starfi meira eins og löggjafarþing og minna eins og leikvöllur. Við viljum sanngjarnari pólitík, þar sem hlutirnir eru ræddir á Alþingi, jafnvel þó þeir komi frá minnihlutanum - og þar sem þingmál eru leidd lýðræðislega til lykta, en eru ekki fórnarlömb hrossakaupa á hverju vori. Við viljum koma á öflugu eftirliti með Alþingi, stjórnsýslunni og lögreglu sem og með samkeppni á markaði og skattaundanskotum. Og já, á endanum viljum við betri stjórnarskrá sem undirbyggir allt þetta og endurspeglar þjóðarvilja. Við viljum gagnsæi, við viljum lýðræði. Við viljum að þú ráðir. Kjóstu öðruvísi. Kjóstu von. Kjóstu Pírata! Höfundur er frambjóðandi Pírata í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurkjördæmi norður Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Alexandra Briem Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Þó umræðan síðustu vikur hafi verið mjög áhugaverð þá hefur mér þótt vanta sárlega skýra sýn á þau vandamál sem að okkur stafa. Það eru ekki útlendingar eða flóttafólk. Það er ekki þétting byggðar. Ekki réttindabarátta hinsegin fólks. Þau vandamál sem raunverulega hrjá okkur, verðbólga, húsnæðisverð, ofbeldi, biðlistar eftir læknisþjónustu, brottfall stráka úr skólakerfinu, hnignun samfélagslegra innviða á borð við velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið og menntakerfið, eru sjálf birtingarmynd stóra vandans, ekki rót hans. Vandinn sem að okkur stafar á Íslandi, og raunar á vesturlöndum öllum, er að fólk er að missa von. Fólk sem missir von verður örvæntingarfullt og missir trúna á samfélaginu. Fólk sem missir trú á samfélaginu, missir trú á því að það sé hægt að ná fram jákvæðum breytingum, fer á endanum að velja bara einhverja breytingu, jafnvel þó hún sé slæm, af því viðvarandi ástand er óþolandi. Raunverulegi vandinn er að við höfum staðnað á slæmum stað. Pólitíska miðjan, og vinstrið, hafa gert of miklar málamiðlanir við sérhagsmunina. Fólk er búið að fá nóg af því að misskipting í samfélaginu gengur sífellt lengra, nóg af því að skattbyrðin færist sífellt á tekjulægri hópa, nóg af því að sjá augljósa spillingu grassera. Nóg af því að sjá heilbrigðiskerfið verða verra og verra og svo einkavætt og boðið út þegar það er orðið svo slæmt að fólk sætti sig við það. Fólk er búið að fá nóg af því að sjá ríkasta fólkið í samfélaginu stjórna hverju sem það vill, oft í krafti vináttu þeirra við ráðherra og þeirra fólk. Og það er búið að missa trúna á því að ‘venjulega pólitíkin’ geti tekist á við það. Það er það sem við sjáum í Bandaríkjunum og Evrópu. Klassísku mið, mið-vinstri og mið-hægri flokkarnir eru búnir að vera að reyna að berjast gegn risi öfganna, afturhalds, einangrunarsinna og fasisma. En þau halda sífellt verr og verr út með hverju árinu, af því það eina sem þau bjóða raunverulega upp á er viðvarandi ástand og að vera þó skárri en lýðskrumið og boðvaldið. En það gengur ekki til lengdar. Á endanum mun þetta bresta ef við gerum ekki eitthvað róttækt. Stjórnmálin eru komin á síðasta snúning með að gera eitthvað raunverulegt, eitthvað gott og stórt sem gefur fólki von fyrir framtíðina, von á því að eitthvað breytist í alvöru. Ef við gerum það ekki fáum við á endanum eitthvað hrikalegt í staðinn, einhvern íslenskan Trump. Þess vegna vel ég Pírata, þess vegna set ég alla mína orku og tíma í að berjast fyrir Pírata. Það eru aðrir flokkar sem eru ágætir, sem ég veit að eru klárir og meina vel, en í mínum augum eru of líkir miðjunni sem hefur mistekist að veita almennilega mótspyrnu í Evrópu og nú síðast í Bandaríkjunum. Píratar eru eini flokkurinn sem bæði vill raunverulegar, róttækar, jákvæðar breytingar á samfélaginu okkar, og er fær um að vinna með öðrum og koma þeim í framkvæmd. Við viljum jafna skattbyrðina, við viljum sanngjarnari fjármagnstekjuskatt, töluvert hærri veiðigjöld og á endanum endurskoðað og sanngjarnara fiskveiðikerfi. Frjálsar handfæraveiðar. Við viljum taka á spillingu og skattaundanskotum, taka á því að fyrirtæki komi sér undan skatti með því að skulda erlendum móðurfyrirtækjum, taka á því að fyrirtæki í sjávarútvegi feli hagnað með því að kaupa aðföng af sjálfum sér og selja sjálfum sér afla (þunn eigin fjármögnun og lóðrétt samþætting). En við viljum ekki bara lækna einkennin til skemmri tíma. Við viljum líka ráðast að rót vandans sem hefur hrjáð okkur svo lengi, skapa aftur von um réttlátara samfélag og lýðræðislegri og faglegri stjórnmál. Við viljum breyta kerfinu þannig að Alþingi starfi meira eins og löggjafarþing og minna eins og leikvöllur. Við viljum sanngjarnari pólitík, þar sem hlutirnir eru ræddir á Alþingi, jafnvel þó þeir komi frá minnihlutanum - og þar sem þingmál eru leidd lýðræðislega til lykta, en eru ekki fórnarlömb hrossakaupa á hverju vori. Við viljum koma á öflugu eftirliti með Alþingi, stjórnsýslunni og lögreglu sem og með samkeppni á markaði og skattaundanskotum. Og já, á endanum viljum við betri stjórnarskrá sem undirbyggir allt þetta og endurspeglar þjóðarvilja. Við viljum gagnsæi, við viljum lýðræði. Við viljum að þú ráðir. Kjóstu öðruvísi. Kjóstu von. Kjóstu Pírata! Höfundur er frambjóðandi Pírata í Reykjavík Norður.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun