Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar 21. nóvember 2024 15:45 Þó umræðan síðustu vikur hafi verið mjög áhugaverð þá hefur mér þótt vanta sárlega skýra sýn á þau vandamál sem að okkur stafa. Það eru ekki útlendingar eða flóttafólk. Það er ekki þétting byggðar. Ekki réttindabarátta hinsegin fólks. Þau vandamál sem raunverulega hrjá okkur, verðbólga, húsnæðisverð, ofbeldi, biðlistar eftir læknisþjónustu, brottfall stráka úr skólakerfinu, hnignun samfélagslegra innviða á borð við velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið og menntakerfið, eru sjálf birtingarmynd stóra vandans, ekki rót hans. Vandinn sem að okkur stafar á Íslandi, og raunar á vesturlöndum öllum, er að fólk er að missa von. Fólk sem missir von verður örvæntingarfullt og missir trúna á samfélaginu. Fólk sem missir trú á samfélaginu, missir trú á því að það sé hægt að ná fram jákvæðum breytingum, fer á endanum að velja bara einhverja breytingu, jafnvel þó hún sé slæm, af því viðvarandi ástand er óþolandi. Raunverulegi vandinn er að við höfum staðnað á slæmum stað. Pólitíska miðjan, og vinstrið, hafa gert of miklar málamiðlanir við sérhagsmunina. Fólk er búið að fá nóg af því að misskipting í samfélaginu gengur sífellt lengra, nóg af því að skattbyrðin færist sífellt á tekjulægri hópa, nóg af því að sjá augljósa spillingu grassera. Nóg af því að sjá heilbrigðiskerfið verða verra og verra og svo einkavætt og boðið út þegar það er orðið svo slæmt að fólk sætti sig við það. Fólk er búið að fá nóg af því að sjá ríkasta fólkið í samfélaginu stjórna hverju sem það vill, oft í krafti vináttu þeirra við ráðherra og þeirra fólk. Og það er búið að missa trúna á því að ‘venjulega pólitíkin’ geti tekist á við það. Það er það sem við sjáum í Bandaríkjunum og Evrópu. Klassísku mið, mið-vinstri og mið-hægri flokkarnir eru búnir að vera að reyna að berjast gegn risi öfganna, afturhalds, einangrunarsinna og fasisma. En þau halda sífellt verr og verr út með hverju árinu, af því það eina sem þau bjóða raunverulega upp á er viðvarandi ástand og að vera þó skárri en lýðskrumið og boðvaldið. En það gengur ekki til lengdar. Á endanum mun þetta bresta ef við gerum ekki eitthvað róttækt. Stjórnmálin eru komin á síðasta snúning með að gera eitthvað raunverulegt, eitthvað gott og stórt sem gefur fólki von fyrir framtíðina, von á því að eitthvað breytist í alvöru. Ef við gerum það ekki fáum við á endanum eitthvað hrikalegt í staðinn, einhvern íslenskan Trump. Þess vegna vel ég Pírata, þess vegna set ég alla mína orku og tíma í að berjast fyrir Pírata. Það eru aðrir flokkar sem eru ágætir, sem ég veit að eru klárir og meina vel, en í mínum augum eru of líkir miðjunni sem hefur mistekist að veita almennilega mótspyrnu í Evrópu og nú síðast í Bandaríkjunum. Píratar eru eini flokkurinn sem bæði vill raunverulegar, róttækar, jákvæðar breytingar á samfélaginu okkar, og er fær um að vinna með öðrum og koma þeim í framkvæmd. Við viljum jafna skattbyrðina, við viljum sanngjarnari fjármagnstekjuskatt, töluvert hærri veiðigjöld og á endanum endurskoðað og sanngjarnara fiskveiðikerfi. Frjálsar handfæraveiðar. Við viljum taka á spillingu og skattaundanskotum, taka á því að fyrirtæki komi sér undan skatti með því að skulda erlendum móðurfyrirtækjum, taka á því að fyrirtæki í sjávarútvegi feli hagnað með því að kaupa aðföng af sjálfum sér og selja sjálfum sér afla (þunn eigin fjármögnun og lóðrétt samþætting). En við viljum ekki bara lækna einkennin til skemmri tíma. Við viljum líka ráðast að rót vandans sem hefur hrjáð okkur svo lengi, skapa aftur von um réttlátara samfélag og lýðræðislegri og faglegri stjórnmál. Við viljum breyta kerfinu þannig að Alþingi starfi meira eins og löggjafarþing og minna eins og leikvöllur. Við viljum sanngjarnari pólitík, þar sem hlutirnir eru ræddir á Alþingi, jafnvel þó þeir komi frá minnihlutanum - og þar sem þingmál eru leidd lýðræðislega til lykta, en eru ekki fórnarlömb hrossakaupa á hverju vori. Við viljum koma á öflugu eftirliti með Alþingi, stjórnsýslunni og lögreglu sem og með samkeppni á markaði og skattaundanskotum. Og já, á endanum viljum við betri stjórnarskrá sem undirbyggir allt þetta og endurspeglar þjóðarvilja. Við viljum gagnsæi, við viljum lýðræði. Við viljum að þú ráðir. Kjóstu öðruvísi. Kjóstu von. Kjóstu Pírata! Höfundur er frambjóðandi Pírata í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurkjördæmi norður Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Alexandra Briem Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Þó umræðan síðustu vikur hafi verið mjög áhugaverð þá hefur mér þótt vanta sárlega skýra sýn á þau vandamál sem að okkur stafa. Það eru ekki útlendingar eða flóttafólk. Það er ekki þétting byggðar. Ekki réttindabarátta hinsegin fólks. Þau vandamál sem raunverulega hrjá okkur, verðbólga, húsnæðisverð, ofbeldi, biðlistar eftir læknisþjónustu, brottfall stráka úr skólakerfinu, hnignun samfélagslegra innviða á borð við velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið og menntakerfið, eru sjálf birtingarmynd stóra vandans, ekki rót hans. Vandinn sem að okkur stafar á Íslandi, og raunar á vesturlöndum öllum, er að fólk er að missa von. Fólk sem missir von verður örvæntingarfullt og missir trúna á samfélaginu. Fólk sem missir trú á samfélaginu, missir trú á því að það sé hægt að ná fram jákvæðum breytingum, fer á endanum að velja bara einhverja breytingu, jafnvel þó hún sé slæm, af því viðvarandi ástand er óþolandi. Raunverulegi vandinn er að við höfum staðnað á slæmum stað. Pólitíska miðjan, og vinstrið, hafa gert of miklar málamiðlanir við sérhagsmunina. Fólk er búið að fá nóg af því að misskipting í samfélaginu gengur sífellt lengra, nóg af því að skattbyrðin færist sífellt á tekjulægri hópa, nóg af því að sjá augljósa spillingu grassera. Nóg af því að sjá heilbrigðiskerfið verða verra og verra og svo einkavætt og boðið út þegar það er orðið svo slæmt að fólk sætti sig við það. Fólk er búið að fá nóg af því að sjá ríkasta fólkið í samfélaginu stjórna hverju sem það vill, oft í krafti vináttu þeirra við ráðherra og þeirra fólk. Og það er búið að missa trúna á því að ‘venjulega pólitíkin’ geti tekist á við það. Það er það sem við sjáum í Bandaríkjunum og Evrópu. Klassísku mið, mið-vinstri og mið-hægri flokkarnir eru búnir að vera að reyna að berjast gegn risi öfganna, afturhalds, einangrunarsinna og fasisma. En þau halda sífellt verr og verr út með hverju árinu, af því það eina sem þau bjóða raunverulega upp á er viðvarandi ástand og að vera þó skárri en lýðskrumið og boðvaldið. En það gengur ekki til lengdar. Á endanum mun þetta bresta ef við gerum ekki eitthvað róttækt. Stjórnmálin eru komin á síðasta snúning með að gera eitthvað raunverulegt, eitthvað gott og stórt sem gefur fólki von fyrir framtíðina, von á því að eitthvað breytist í alvöru. Ef við gerum það ekki fáum við á endanum eitthvað hrikalegt í staðinn, einhvern íslenskan Trump. Þess vegna vel ég Pírata, þess vegna set ég alla mína orku og tíma í að berjast fyrir Pírata. Það eru aðrir flokkar sem eru ágætir, sem ég veit að eru klárir og meina vel, en í mínum augum eru of líkir miðjunni sem hefur mistekist að veita almennilega mótspyrnu í Evrópu og nú síðast í Bandaríkjunum. Píratar eru eini flokkurinn sem bæði vill raunverulegar, róttækar, jákvæðar breytingar á samfélaginu okkar, og er fær um að vinna með öðrum og koma þeim í framkvæmd. Við viljum jafna skattbyrðina, við viljum sanngjarnari fjármagnstekjuskatt, töluvert hærri veiðigjöld og á endanum endurskoðað og sanngjarnara fiskveiðikerfi. Frjálsar handfæraveiðar. Við viljum taka á spillingu og skattaundanskotum, taka á því að fyrirtæki komi sér undan skatti með því að skulda erlendum móðurfyrirtækjum, taka á því að fyrirtæki í sjávarútvegi feli hagnað með því að kaupa aðföng af sjálfum sér og selja sjálfum sér afla (þunn eigin fjármögnun og lóðrétt samþætting). En við viljum ekki bara lækna einkennin til skemmri tíma. Við viljum líka ráðast að rót vandans sem hefur hrjáð okkur svo lengi, skapa aftur von um réttlátara samfélag og lýðræðislegri og faglegri stjórnmál. Við viljum breyta kerfinu þannig að Alþingi starfi meira eins og löggjafarþing og minna eins og leikvöllur. Við viljum sanngjarnari pólitík, þar sem hlutirnir eru ræddir á Alþingi, jafnvel þó þeir komi frá minnihlutanum - og þar sem þingmál eru leidd lýðræðislega til lykta, en eru ekki fórnarlömb hrossakaupa á hverju vori. Við viljum koma á öflugu eftirliti með Alþingi, stjórnsýslunni og lögreglu sem og með samkeppni á markaði og skattaundanskotum. Og já, á endanum viljum við betri stjórnarskrá sem undirbyggir allt þetta og endurspeglar þjóðarvilja. Við viljum gagnsæi, við viljum lýðræði. Við viljum að þú ráðir. Kjóstu öðruvísi. Kjóstu von. Kjóstu Pírata! Höfundur er frambjóðandi Pírata í Reykjavík Norður.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun