Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. nóvember 2024 07:18 Sarah McBride og Nancy Mace. Getty Sarah McBride, fyrsta trans manneskjan til að vera kjörin á bandaríska þingið, sætir nú aðför af hálfu kollega sinna en fulltrúadeildarþingmaðurinn Nancy Mace frá Suður-Karólínu hyggst leggja fram tillögur að reglum um að banna trans konum að nota baðherbergi og skiptiklefa þinghússins fyrir konur. Samkvæmt New York Times hefur Mace, sem er Repúblikani, verið afar opin með það að tillögur hennar beinist bókstaflega gegn Demókratamnum McBride. „Sarah McBride fær engu um þetta ráðið,“ sagði hún við blaðamenn á mánudag. „Ég meina, líffræðilega er þetta karlmaður.“ Mace sagði McBride ekki eiga heim í rýmum fyrir konur. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, sem sjálfur er Repúblikani, hefur átt í mestu vandræðum með að svara því hvernig hann hyggst taka á málinu og hvorki svarað því af eða á hvort hann hyggst leggja tillögur Mace fram. I never thought we would need a sign for this, but women's restrooms are for BIOLOGICAL women. Not men. pic.twitter.com/42lOMhqHFT— Rep. Nancy Mace (@RepNancyMace) November 19, 2024 „Ég ætla ekki að taka þátt í kjánalegum umræðum um þetta,“ svaraði Johnson aðspurður á blaðamannafundi. Hann sagði nýja stöðu komna upp sem taka þyrfti á. Seinna sagði hann við blaðamenn: „Maður er maður og kona er kona. Og maður getur ekki orðið kona. Að því sögðu þá er það mín trú að við eigum að koma fram við alla af virðingu. Við getum gert bæði á sama tíma.“ McBride hefur ekki viljað svara spurningum um málið en sagðist á samfélagsmiðlum vonast til þess að kollegar hennar gætu fundið það hjá sér að gera eins og aðrir Bandaríkjamenn og starfa við hlið annarra hvers saga væri ólík þeirra eigin. Aðrir þingmenn Repúblikana hafa tekið undir með Mace en félagar McBride í Demókrataflokknum komið henni til varna. Þingmaðurinn Melanie Stansbury frá Nýju-Mexíkó komst við þegar hún sagði framgöngu Repúblikana hafa áhrif á milljónir hinsegin fólks sem væri uggandi um stöðu sína eftir kosningarnar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Samkvæmt New York Times hefur Mace, sem er Repúblikani, verið afar opin með það að tillögur hennar beinist bókstaflega gegn Demókratamnum McBride. „Sarah McBride fær engu um þetta ráðið,“ sagði hún við blaðamenn á mánudag. „Ég meina, líffræðilega er þetta karlmaður.“ Mace sagði McBride ekki eiga heim í rýmum fyrir konur. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, sem sjálfur er Repúblikani, hefur átt í mestu vandræðum með að svara því hvernig hann hyggst taka á málinu og hvorki svarað því af eða á hvort hann hyggst leggja tillögur Mace fram. I never thought we would need a sign for this, but women's restrooms are for BIOLOGICAL women. Not men. pic.twitter.com/42lOMhqHFT— Rep. Nancy Mace (@RepNancyMace) November 19, 2024 „Ég ætla ekki að taka þátt í kjánalegum umræðum um þetta,“ svaraði Johnson aðspurður á blaðamannafundi. Hann sagði nýja stöðu komna upp sem taka þyrfti á. Seinna sagði hann við blaðamenn: „Maður er maður og kona er kona. Og maður getur ekki orðið kona. Að því sögðu þá er það mín trú að við eigum að koma fram við alla af virðingu. Við getum gert bæði á sama tíma.“ McBride hefur ekki viljað svara spurningum um málið en sagðist á samfélagsmiðlum vonast til þess að kollegar hennar gætu fundið það hjá sér að gera eins og aðrir Bandaríkjamenn og starfa við hlið annarra hvers saga væri ólík þeirra eigin. Aðrir þingmenn Repúblikana hafa tekið undir með Mace en félagar McBride í Demókrataflokknum komið henni til varna. Þingmaðurinn Melanie Stansbury frá Nýju-Mexíkó komst við þegar hún sagði framgöngu Repúblikana hafa áhrif á milljónir hinsegin fólks sem væri uggandi um stöðu sína eftir kosningarnar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira