Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 13:48 Skrifstofa Alþingis hefur sent frá sér tölfræði yfir afgreiðslu mála á 155. löggjafarþingi sem lauk í gær. Vísir/Einar Alls voru 17 lagafrumvörp og tvær þingsályktanir samþykktar á Alþingi á nýliðnum þingvetri sem hófst 10. september og lauk í gær. Það er ekki nema lítið brot af þeim málum sem lágu fyrir þinginu, en alls lágu fyrir 151 frumvörp og 111 þingsályktunartillögur. Þingfundadagar voru hins vegar aðeins 23 enda var stjórnarsamstarfi slitið og boðað til kosninga fyrr en gert var ráð fyrir. Alls voru 337 þingmál til meðferðar hjá Alþingi og prentuð þingskjöl 416. Í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis er tekin saman tölfræði vegna 155. löggjafarþings sem lauk í gær. Þar kemur fram að alls fóru fram 27 þingfundir og stóðu þeir samanlagt í 84,5 klukkustundir. Meðallengd þingfunda var þrjár klukkustundir, lengsti fundurinn stóð í tæpar 10,5 klukkustundir en það mál sem fékk hvað mesta umræðu voru fjárlög 2025 sem rædd voru í rúmar 19 klukkustundir. Meðal þeirra mála sem afgreidd voru sem lög frá Alþingi voru frumvörp um breytingar á kosningalögum og útlendingalögum, brottfall laga um Bankasýslu ríkisins, auk fjögurra frumvarpa sem varða stuðning vegna náttúruhamfara í Grindavík, að ógleymdum fjárlögum og fjáraukalögum svo fátt eitt sé nefnt. Lista yfir þau lög sem samþykkt voru á tímabilinu má nálgast hér. Þá voru lagðar fram fimm skriflegar skýrslur og beiðni um fjórar, tvær til ráðherra og tvær til ríkisendurskoðanda. „Fyrirspurnir á þingskjölum voru samtals 66. Fyrirspurnir til munnlegs svars voru sex og var engri svarað en ein kölluð aftur og tvær felldar niður vegna ráðherraskipta. 60 skriflegar fyrirspurnir voru lagðar fram og var 16 þeirra svarað og 11 felldar niður vegna ráðherraskipta. 33 skriflegar fyrirspurnir biðu svars er þingi var frestað,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Alls var 28 óundirbúnum fyrirspurnum beint til ráðherra og sérstakar umræður voru þrjár. Þá höfðu verið haldnir alls 86 fundir hjá fastanefndum þingsins þegar þingi var frestað í gær. Uppfært kl. 14:25: Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að engum fyrirspurnum hafi verið svarað á tímabilinu. Hið rétta er að sextán fyrirspurnum var svarað skriflega, en hins vegar var engum munnlegum fyrirspurnum svarað. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis er tekin saman tölfræði vegna 155. löggjafarþings sem lauk í gær. Þar kemur fram að alls fóru fram 27 þingfundir og stóðu þeir samanlagt í 84,5 klukkustundir. Meðallengd þingfunda var þrjár klukkustundir, lengsti fundurinn stóð í tæpar 10,5 klukkustundir en það mál sem fékk hvað mesta umræðu voru fjárlög 2025 sem rædd voru í rúmar 19 klukkustundir. Meðal þeirra mála sem afgreidd voru sem lög frá Alþingi voru frumvörp um breytingar á kosningalögum og útlendingalögum, brottfall laga um Bankasýslu ríkisins, auk fjögurra frumvarpa sem varða stuðning vegna náttúruhamfara í Grindavík, að ógleymdum fjárlögum og fjáraukalögum svo fátt eitt sé nefnt. Lista yfir þau lög sem samþykkt voru á tímabilinu má nálgast hér. Þá voru lagðar fram fimm skriflegar skýrslur og beiðni um fjórar, tvær til ráðherra og tvær til ríkisendurskoðanda. „Fyrirspurnir á þingskjölum voru samtals 66. Fyrirspurnir til munnlegs svars voru sex og var engri svarað en ein kölluð aftur og tvær felldar niður vegna ráðherraskipta. 60 skriflegar fyrirspurnir voru lagðar fram og var 16 þeirra svarað og 11 felldar niður vegna ráðherraskipta. 33 skriflegar fyrirspurnir biðu svars er þingi var frestað,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Alls var 28 óundirbúnum fyrirspurnum beint til ráðherra og sérstakar umræður voru þrjár. Þá höfðu verið haldnir alls 86 fundir hjá fastanefndum þingsins þegar þingi var frestað í gær. Uppfært kl. 14:25: Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að engum fyrirspurnum hafi verið svarað á tímabilinu. Hið rétta er að sextán fyrirspurnum var svarað skriflega, en hins vegar var engum munnlegum fyrirspurnum svarað.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent