Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar 18. nóvember 2024 10:15 Síðustu ár hefur almenningur sem betur fer glaðvaknað til umhverfismeðvitundar. Fjöldi fólks hefur spurt sjálft sig „Hvað get ég gert?” og gripið til aðgerða í stað þess að bíða eftir því að aðrir geri eitthvað. Átta þúsund plokkarar Fyrir um átta árum skall þannig á landinu bylgja þar sem einstaklingum sem blöskraði rusl á víðavangi um allt, land klæddi sig í útivistargallann, greip með sér plastpoka í göngutúra og byrjaði að tína upp þetta rusl. Eins og hendi væri veifað fæddist með þessum hætti átta þúsund manna hreyfing sem stundar það að plokka og á sér heimili á samfélagsmiðlum: Plokk á Íslandi. Heillaspor fyrir umhverfið Það stórsér á umhverfi flestra sveitarfélaga landsins eftir aðfarir þessa einstaklinga og allt í einu þykir það ekki lengur skrýtið að tína upp rusl eftir aðra. Nú þykir það hvunndagshetjulund og hvunndagshetjurnar fá klapp á bakið og like á myndirnar og smita þannig enn fleiri. Einstaklingarnir eru sannarlega misjafnlega stórtækir, en allt er þetta mikið gagn og til heilla náttúrunni og umhverfinu okkar. Spornað gegn matarsóun Á svipuðum tíma hefur orðið til samfélag fólks sem vill sporna við matarsóun og þar eru tólf þúsund manns að verki: Vakandi. Sú hreyfing hefur heldur betur náð árangri og matarsóun er hér fyrir vikið á miklu undanhaldi. Allar stóru smásölukeðjurnar – Bónus, Hagkaup, Krónan og Nettó – bjóða okkur nú að kaupa matvöru á afslætti sem á stutt eftir í síðasta söludag eða er nú þegar komin þangað. Síðan fara margar verslanir með mat til mannúðarsamtaka og keyra jafnvel mat í frískápa sem komið hefur verið upp víða um land. Sparnaður til gagns Sífellt fleiri nýta sér afsláttarhillur stórmarkaðaog frískápa, hvort heldur efnaminni einstaklingar og ungt fólk eða bara almenningur sem blöskrar upphæðirnar sem renna í matarkörfuna. Verslanakeðjan Samkaup, eigandi Nettó og fleiri verslana, áætlar að með þessum hætti hafi matvöru fyrir um 100 milljónir króna verið komið til gagns á þessu ári, sem er um fjórðungi meira en í fyrra, auk þess sem talsverðar fjárhæðir sparast við förgun. Ábatinn er allra Ábatinn af ofangreindum verkefnum er allra – jafnt umhverfis sem almennings og atvinnulífs. Þátttaka í plokki og spornum við matarsóun er líka einstaklingsframtak í sinni fallegustu mynd. Það má búa til enn fleiri hvata fyrir öll sem að þessum virðiskeðjum koma til að efla enn frekar virkni og árangur. Ég er með nokkra hvata í huga og það væri gaman að fá fleiri góðar hugmyndir frá áhugasömu fólki (einar@medbyr.is). Það ernefnilega hægt að gera svo miklu meira í umhverfismálum en að fljúga með þotu á næstu umhverfisráðstefnu… Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Framsóknar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Bárðarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Síðustu ár hefur almenningur sem betur fer glaðvaknað til umhverfismeðvitundar. Fjöldi fólks hefur spurt sjálft sig „Hvað get ég gert?” og gripið til aðgerða í stað þess að bíða eftir því að aðrir geri eitthvað. Átta þúsund plokkarar Fyrir um átta árum skall þannig á landinu bylgja þar sem einstaklingum sem blöskraði rusl á víðavangi um allt, land klæddi sig í útivistargallann, greip með sér plastpoka í göngutúra og byrjaði að tína upp þetta rusl. Eins og hendi væri veifað fæddist með þessum hætti átta þúsund manna hreyfing sem stundar það að plokka og á sér heimili á samfélagsmiðlum: Plokk á Íslandi. Heillaspor fyrir umhverfið Það stórsér á umhverfi flestra sveitarfélaga landsins eftir aðfarir þessa einstaklinga og allt í einu þykir það ekki lengur skrýtið að tína upp rusl eftir aðra. Nú þykir það hvunndagshetjulund og hvunndagshetjurnar fá klapp á bakið og like á myndirnar og smita þannig enn fleiri. Einstaklingarnir eru sannarlega misjafnlega stórtækir, en allt er þetta mikið gagn og til heilla náttúrunni og umhverfinu okkar. Spornað gegn matarsóun Á svipuðum tíma hefur orðið til samfélag fólks sem vill sporna við matarsóun og þar eru tólf þúsund manns að verki: Vakandi. Sú hreyfing hefur heldur betur náð árangri og matarsóun er hér fyrir vikið á miklu undanhaldi. Allar stóru smásölukeðjurnar – Bónus, Hagkaup, Krónan og Nettó – bjóða okkur nú að kaupa matvöru á afslætti sem á stutt eftir í síðasta söludag eða er nú þegar komin þangað. Síðan fara margar verslanir með mat til mannúðarsamtaka og keyra jafnvel mat í frískápa sem komið hefur verið upp víða um land. Sparnaður til gagns Sífellt fleiri nýta sér afsláttarhillur stórmarkaðaog frískápa, hvort heldur efnaminni einstaklingar og ungt fólk eða bara almenningur sem blöskrar upphæðirnar sem renna í matarkörfuna. Verslanakeðjan Samkaup, eigandi Nettó og fleiri verslana, áætlar að með þessum hætti hafi matvöru fyrir um 100 milljónir króna verið komið til gagns á þessu ári, sem er um fjórðungi meira en í fyrra, auk þess sem talsverðar fjárhæðir sparast við förgun. Ábatinn er allra Ábatinn af ofangreindum verkefnum er allra – jafnt umhverfis sem almennings og atvinnulífs. Þátttaka í plokki og spornum við matarsóun er líka einstaklingsframtak í sinni fallegustu mynd. Það má búa til enn fleiri hvata fyrir öll sem að þessum virðiskeðjum koma til að efla enn frekar virkni og árangur. Ég er með nokkra hvata í huga og það væri gaman að fá fleiri góðar hugmyndir frá áhugasömu fólki (einar@medbyr.is). Það ernefnilega hægt að gera svo miklu meira í umhverfismálum en að fljúga með þotu á næstu umhverfisráðstefnu… Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Framsóknar í Reykjavík suður.
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar