Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar 18. nóvember 2024 09:32 Það er frekar vandræðalegt fyrir kennarasambandið að einn helsti sérfræðingur landsins í vinnumarkaðsmálum gefur örverkfalli þess falleinkunn. Í viðtali við Stöð 2 segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson prófessor við HÍ að yfirleitt fari opinberir starfsmenn í verkfall í stærri hópum, sem skapi meiri þunga og pressu á ríki eða sveitarfélög. Nýja sérsniðna verkfallið í örfáum skólum virki ekki þannig, heldur bitni á notendum þjónustunnar, nemendum og foreldrum. Spurður af fréttamanni Stöðvar 2 hvort honum finnist þessi tegund af verkföllum góð leið til að ná fram kröfum svarar Gylfi mjög afgerandi „Nei.“ Gagnslausar og þar með ólöglegar verkfallsaðgerðir Þriggja vikna örverkall kennarasambandsins hefur engum árangri skilað. Samningafundir eru ekki einu sinni haldnir. Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga er sallaróleg og gefur engin merki um að aðgerðirnar haggi henni. Formaður kennara eyðir tímanum á fótboltaleik í útlöndum. Í 14. grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur segir meðal annars: „Heimilt er stéttarfélögum að gera verkföll í þeim tilgangi, að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum“. Ljóst er að verkfall 3% kennara vinnur með engu móti að „framgangi krafnanna“. Verkfallið uppfyllir ekki kröfur laganna um þann tilgang vinnustöðvunar að knýja fram samninga. Pressan er engin. Lamaðar samningaviðræður og álit Gylfa Dalmann taka af allan vafa um að lögmæti verkfallsins er ekki fyrir hendi. Þau sem undan svíða Þetta langa og gagnslausa örverkfall skellur hins vegar af sérstaklega miklum þunga á 3% leikskólabarna í fjórum leikskólum. Þau missa af lærdómi, samveru með jafnöldrum, daglegri rútínu, útiveru og nauðsynlegri tilbreytingu. Þeim er mismunað gagnvart 97% allra annarra leikskólabarna. Foreldrar og önnur skyldmenni sitja uppi með vinnutap og púsl við að láta allt ganga upp. Foreldrar hafa verið að taka út sumarleyfi næsta árs og launalaust frí vegna þess að leikskólinn hefur verið lokaður í þrjár vikur. Formaður kennara segir þá tilbúna til að hanga í strjálum verkfallsaðgerðum fram á næsta vor. Það segir allt sem segja þarf um tilgangsleysið og þar með ólögmætið. Örverkfallið er hreinn og klár óþverraskapur því það hefur engin áhrif á samningaviðræðurnar. Einu áhrifin eru að mismuna börnum og flækja daglegt líf vikum saman hjá hópi fólks sem hefur enga aðkomu að kjaraviðræðunum. Höfundur er afi nemanda í Leikskóla Seltjarnarness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Það er frekar vandræðalegt fyrir kennarasambandið að einn helsti sérfræðingur landsins í vinnumarkaðsmálum gefur örverkfalli þess falleinkunn. Í viðtali við Stöð 2 segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson prófessor við HÍ að yfirleitt fari opinberir starfsmenn í verkfall í stærri hópum, sem skapi meiri þunga og pressu á ríki eða sveitarfélög. Nýja sérsniðna verkfallið í örfáum skólum virki ekki þannig, heldur bitni á notendum þjónustunnar, nemendum og foreldrum. Spurður af fréttamanni Stöðvar 2 hvort honum finnist þessi tegund af verkföllum góð leið til að ná fram kröfum svarar Gylfi mjög afgerandi „Nei.“ Gagnslausar og þar með ólöglegar verkfallsaðgerðir Þriggja vikna örverkall kennarasambandsins hefur engum árangri skilað. Samningafundir eru ekki einu sinni haldnir. Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga er sallaróleg og gefur engin merki um að aðgerðirnar haggi henni. Formaður kennara eyðir tímanum á fótboltaleik í útlöndum. Í 14. grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur segir meðal annars: „Heimilt er stéttarfélögum að gera verkföll í þeim tilgangi, að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum“. Ljóst er að verkfall 3% kennara vinnur með engu móti að „framgangi krafnanna“. Verkfallið uppfyllir ekki kröfur laganna um þann tilgang vinnustöðvunar að knýja fram samninga. Pressan er engin. Lamaðar samningaviðræður og álit Gylfa Dalmann taka af allan vafa um að lögmæti verkfallsins er ekki fyrir hendi. Þau sem undan svíða Þetta langa og gagnslausa örverkfall skellur hins vegar af sérstaklega miklum þunga á 3% leikskólabarna í fjórum leikskólum. Þau missa af lærdómi, samveru með jafnöldrum, daglegri rútínu, útiveru og nauðsynlegri tilbreytingu. Þeim er mismunað gagnvart 97% allra annarra leikskólabarna. Foreldrar og önnur skyldmenni sitja uppi með vinnutap og púsl við að láta allt ganga upp. Foreldrar hafa verið að taka út sumarleyfi næsta árs og launalaust frí vegna þess að leikskólinn hefur verið lokaður í þrjár vikur. Formaður kennara segir þá tilbúna til að hanga í strjálum verkfallsaðgerðum fram á næsta vor. Það segir allt sem segja þarf um tilgangsleysið og þar með ólögmætið. Örverkfallið er hreinn og klár óþverraskapur því það hefur engin áhrif á samningaviðræðurnar. Einu áhrifin eru að mismuna börnum og flækja daglegt líf vikum saman hjá hópi fólks sem hefur enga aðkomu að kjaraviðræðunum. Höfundur er afi nemanda í Leikskóla Seltjarnarness.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun