Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar 18. nóvember 2024 08:15 Nú eru verkföll skollin á og allt hnút í kjaraviðræðum kennara og hins opinbera. Snemma var sú hugmynd viðruð að kennarar þyrftu einfaldlega að kenna meira, eins og Inga Rún kom svo einlæglega til skila í Kastljósi. Þannig mætti sko auka verðmæti sitt. Ég skil það alveg, flestir vilja fá sem mest fyrir sem minnst, þess vegna verslar fólk við Temu. Þetta snýst þó í grunninn ekki um launin. Það er einfaldlega verið að fara fram á að staðið sé við samkomulagið frá 2016. Það er ekki spennandi að gera samninga við aðila sem ganga á bak orða sinna. Þá eru forsendur brostnar og ekki líklegt að hægt sé að semja um eitthvað annað í góðri trú. Á almenna markaðnum rifta menn einfaldlega samningum eða höfða mál þegar ekki er staðið við gerða samninga. Kannski hlupu menn á sig hjá hinu opinbera þegar þeir sögðu að hægt væri að jafna launamuninn á móti skerðingu lífeyrisréttinda. Sömdu af sér, ef svo má segja. Það tók þó ekki nema ár að láta það ganga upp í hina áttina þ.e. að skerða lífeyrisréttindin. Það er svo sem ekkert nýtt við að hið opinbera baki sér skaðabótaskyldu gagnvart þegnum með afleitum ákvörðunum. Með því að láta hluti sitja á hakanum hafa sparast einhverjir fjármunir, en mig grunar að það verði þá þeim mun dýrara að standa við gefin fyrirheit með hverju árinu sem líður. Ef þú byggir hús en sinnir ekki viðhaldi kostar alltaf meira að laga þegar allt er komið í skrúfuna. Líkt og er að gerast með skólahúsnæði í dag og síðustu ár. Ráðamenn eru gjarnir á að klappa sér á bakið fyrir að „leysa” vandamál með ákvörðunum sem þeir þurfa ekki að takast á við afleiðingarnar af. Gera sér ekki grein fyrir afleiddum áhrifum. Ráðamenn fyrri ára prísa sig þá líkalega sæla að hafa náð einhverju aðhaldi í fjármálum hins opinbera þessi átta ár sem samkomulagið hefur verið hunsað. En nú eru afleiddu áhrifin heldur betur komin á skrið. Nú dugar ekki lengur að láta hlutina sitja á hakanum. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Nú eru verkföll skollin á og allt hnút í kjaraviðræðum kennara og hins opinbera. Snemma var sú hugmynd viðruð að kennarar þyrftu einfaldlega að kenna meira, eins og Inga Rún kom svo einlæglega til skila í Kastljósi. Þannig mætti sko auka verðmæti sitt. Ég skil það alveg, flestir vilja fá sem mest fyrir sem minnst, þess vegna verslar fólk við Temu. Þetta snýst þó í grunninn ekki um launin. Það er einfaldlega verið að fara fram á að staðið sé við samkomulagið frá 2016. Það er ekki spennandi að gera samninga við aðila sem ganga á bak orða sinna. Þá eru forsendur brostnar og ekki líklegt að hægt sé að semja um eitthvað annað í góðri trú. Á almenna markaðnum rifta menn einfaldlega samningum eða höfða mál þegar ekki er staðið við gerða samninga. Kannski hlupu menn á sig hjá hinu opinbera þegar þeir sögðu að hægt væri að jafna launamuninn á móti skerðingu lífeyrisréttinda. Sömdu af sér, ef svo má segja. Það tók þó ekki nema ár að láta það ganga upp í hina áttina þ.e. að skerða lífeyrisréttindin. Það er svo sem ekkert nýtt við að hið opinbera baki sér skaðabótaskyldu gagnvart þegnum með afleitum ákvörðunum. Með því að láta hluti sitja á hakanum hafa sparast einhverjir fjármunir, en mig grunar að það verði þá þeim mun dýrara að standa við gefin fyrirheit með hverju árinu sem líður. Ef þú byggir hús en sinnir ekki viðhaldi kostar alltaf meira að laga þegar allt er komið í skrúfuna. Líkt og er að gerast með skólahúsnæði í dag og síðustu ár. Ráðamenn eru gjarnir á að klappa sér á bakið fyrir að „leysa” vandamál með ákvörðunum sem þeir þurfa ekki að takast á við afleiðingarnar af. Gera sér ekki grein fyrir afleiddum áhrifum. Ráðamenn fyrri ára prísa sig þá líkalega sæla að hafa náð einhverju aðhaldi í fjármálum hins opinbera þessi átta ár sem samkomulagið hefur verið hunsað. En nú eru afleiddu áhrifin heldur betur komin á skrið. Nú dugar ekki lengur að láta hlutina sitja á hakanum. Höfundur er kennari.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun