Körfubolti

Bónus Körfu­bolta­kvöld: Völdu besta varnar­manninn og skemmti­legasta liðið

Smári Jökull Jónsson skrifar
DeAndre Kane kom við sögu í umræðu þeirra Helga Más og Pavels.
DeAndre Kane kom við sögu í umræðu þeirra Helga Más og Pavels. Vísir/Jón Gautur

Bónus Körfuboltakvöld var á dagskrá á föstudaginn þar sem þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson var með valinkunna sérfræðinga með sér til að ræða allt það helsta í Bónus-deildinni.

Í þætti föstudagskvöldsins ræddu sérfræðingarnir Helgi Már Magnússon og Pavel Ermolinskij ýmsa hluti og byrjuðu á að velja besta varnarmann deildarinnar. Báðir voru þeir þekktir fyrir frábæran varnarleik á sínum ferli í deildinni.

„Kane, hann er besti varnarmaðurinn,“ sagði Helgi Már án þess að hika og á þá við DeAndre Kane leikmann Grindavíkur.

„Ef ég þyrfti stopp á lokasekúndunni þá myndi ég treysta Kane best til að vera á  boltamanninum,“ bætti Helgi Már við en Pavel valdi leikmann sem hefur verið fjarverandi í deildinni hingað til á tímabilinu.

Þeir félagar ræddu einnig hvernig þeim sjálfum myndi ganga í deildinni núna og komu ýmsar skemmtilegar pælingar fram. Þá töluðu þeir einnig um hvað væri mikilvægast í góðu liði og hvaða lið spilar skemmtilegasta körfuboltann.

Alla umræðuna úr þættinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Bónus Körfuboltakvöld: Framlenging 7. umferðar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×