„Gaman að vera ekki aumingi“ Siggeir Ævarsson skrifar 17. nóvember 2024 22:11 Brynjar var laus við hækjurnar í kvöld, eftir gott þriggja vikna frí Vísir/Anton Brink Nýliðar Aþenu lönduðu öðrum sigri vetrarins í kvöld þegar liðið lagði Val, 70-64, en fyrir leikinn hafði Aþena tapað fjórum leikjum í röð. Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, var spurður um hvernig tilfinningin væri að ná í þennan sigur, en hann vildi ekki meina að hann væri að upplifa tilfinningar, heldur hreina geðshræringu. „Þetta eru ekki tilfinningar, þetta eru geðshræringar akkúrat núna.“ Ertu í mikilli geðshræringu akkúrat núna? „Já, og veistu hvað hún heitir? Hún heitir aumingjaléttir. Gaman að vera ekki aumingi.“ Eftir nokkuð þunga byrjun náðu heimakonur sífellt betri tökum á leiknum, náðu upp tíu stiga forskoti oftar en einu sinni en það vantaði eitthvað upp á til að ganga endanlega frá leiknum, sem varð spennandi til loka. „Það er bara alveg hárrétt hjá þér. Ég skrifaði „Kill, kill“ á tússtöfluna fyrir leikinn. Það var ekki alveg að komast til skila. Kannski að þú getir komið því inn? „Murder“, þú skrifar „murder“ í staðinn. Ég veit það ekki, það vantar drápseðlið í þennan hóp. Þetta eru alltof „nice“ stelpur. Það væri gott ef þetta væri leikskóli. Þá væri þetta æðislegt.“ Þriggja vikna frí Brynjars frá æfingum virðist hafa skilað tilætluðum árangri en Brynjar ætlar þó ekki að vera áfram í fríi. „Hmmmm, nei. Við erum með fimm þjálfara. Ég hugsa að ég byrji að læða inn. Kannski ég mæti. Kannski einn í viðbót. Þetta er bara svo ógeðslega mikið af sumu hlutunum sem við erum að röfla með. Ég á eftir að horfa aðeins á þetta. Við erum búin að vera inni í leikjum og mér fannst við alveg eins geta tapað þessum. Þetta var ekki sannfærandi.“ Aþena kynnti til leiks nýjan leikmann í kvöld, Jada Christine Smith, sem skilaði fínni frammistöðu af bekknum. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að hún er bandarísk, líkt og Ajulu Obur Thatha, sem hlýtur að vera töluverður höfuðverkur fyrir Brynjar þegar kemur að uppstillingu. Brynjar átti þó góða skýringu á þessari bandarísku tvennu. „Þetta er dálítið gæðavandamál. Málið er að við fengum þjálfara sem er svo bara hörku „player“. Þetta er bara sending af himnum. Ég er miklu meira að glasið sé hálf fullt heldur en hálf tómt með tvo svona.“ Aþena á leik næst á miðvikudaginn þegar liðið sækir Þór heim. Brynjar sagði, eftir smá umhugsun, að planið fyrir næstu daga væri einfalt. „Murder“ „Kill skilurðu, „what ever“. Við erum að fara að horfa á einhverja rosalega splattera þangað til. Ná upp drápseðlinu.“ Rambó kannski? „Já, já. Full metal jacket?“ - sagði Brynjar að lokum, sem ætlar greinilega að fara alla leið með heimspekilegar pælingar sínar um drápseðli leikmanna. Körfubolti Bónus-deild kvenna Aþena Tengdar fréttir „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu mætti í viðtal fyrir leik Aþenu og Vals í Bónus-deild kvenna en leikurinn er í gangi þessa stundina og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í viðtalinu sagðist Brynjar Karl ekki hafa mætt á æfingu hjá liðinu síðustu þrjár vikur. 17. nóvember 2024 20:07 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Sjá meira
Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, var spurður um hvernig tilfinningin væri að ná í þennan sigur, en hann vildi ekki meina að hann væri að upplifa tilfinningar, heldur hreina geðshræringu. „Þetta eru ekki tilfinningar, þetta eru geðshræringar akkúrat núna.“ Ertu í mikilli geðshræringu akkúrat núna? „Já, og veistu hvað hún heitir? Hún heitir aumingjaléttir. Gaman að vera ekki aumingi.“ Eftir nokkuð þunga byrjun náðu heimakonur sífellt betri tökum á leiknum, náðu upp tíu stiga forskoti oftar en einu sinni en það vantaði eitthvað upp á til að ganga endanlega frá leiknum, sem varð spennandi til loka. „Það er bara alveg hárrétt hjá þér. Ég skrifaði „Kill, kill“ á tússtöfluna fyrir leikinn. Það var ekki alveg að komast til skila. Kannski að þú getir komið því inn? „Murder“, þú skrifar „murder“ í staðinn. Ég veit það ekki, það vantar drápseðlið í þennan hóp. Þetta eru alltof „nice“ stelpur. Það væri gott ef þetta væri leikskóli. Þá væri þetta æðislegt.“ Þriggja vikna frí Brynjars frá æfingum virðist hafa skilað tilætluðum árangri en Brynjar ætlar þó ekki að vera áfram í fríi. „Hmmmm, nei. Við erum með fimm þjálfara. Ég hugsa að ég byrji að læða inn. Kannski ég mæti. Kannski einn í viðbót. Þetta er bara svo ógeðslega mikið af sumu hlutunum sem við erum að röfla með. Ég á eftir að horfa aðeins á þetta. Við erum búin að vera inni í leikjum og mér fannst við alveg eins geta tapað þessum. Þetta var ekki sannfærandi.“ Aþena kynnti til leiks nýjan leikmann í kvöld, Jada Christine Smith, sem skilaði fínni frammistöðu af bekknum. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að hún er bandarísk, líkt og Ajulu Obur Thatha, sem hlýtur að vera töluverður höfuðverkur fyrir Brynjar þegar kemur að uppstillingu. Brynjar átti þó góða skýringu á þessari bandarísku tvennu. „Þetta er dálítið gæðavandamál. Málið er að við fengum þjálfara sem er svo bara hörku „player“. Þetta er bara sending af himnum. Ég er miklu meira að glasið sé hálf fullt heldur en hálf tómt með tvo svona.“ Aþena á leik næst á miðvikudaginn þegar liðið sækir Þór heim. Brynjar sagði, eftir smá umhugsun, að planið fyrir næstu daga væri einfalt. „Murder“ „Kill skilurðu, „what ever“. Við erum að fara að horfa á einhverja rosalega splattera þangað til. Ná upp drápseðlinu.“ Rambó kannski? „Já, já. Full metal jacket?“ - sagði Brynjar að lokum, sem ætlar greinilega að fara alla leið með heimspekilegar pælingar sínar um drápseðli leikmanna.
Körfubolti Bónus-deild kvenna Aþena Tengdar fréttir „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu mætti í viðtal fyrir leik Aþenu og Vals í Bónus-deild kvenna en leikurinn er í gangi þessa stundina og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í viðtalinu sagðist Brynjar Karl ekki hafa mætt á æfingu hjá liðinu síðustu þrjár vikur. 17. nóvember 2024 20:07 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Sjá meira
„Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu mætti í viðtal fyrir leik Aþenu og Vals í Bónus-deild kvenna en leikurinn er í gangi þessa stundina og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í viðtalinu sagðist Brynjar Karl ekki hafa mætt á æfingu hjá liðinu síðustu þrjár vikur. 17. nóvember 2024 20:07