Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. nóvember 2024 09:38 Nýr Landspítali rýs við Hringbraut en ný geðdeildarbygging mun hins vegar ekki rísa á því svæði. Vísir/Vilhelm Ný bygging fyrir geðþjónustu Landspítala verður staðsett utan Hringbrautarlóðar en þó í innan við fimm kílómetra fjarlægð frá Hringbraut. Undirbúningur að lóðarvali er hafinn í samráði við Reykjavíkurborg og eru áætluð verklok 2030. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. „Með nýju staðarvali er lagt upp með að hraða framkvæmdum og tryggja að húsnæðið og umhverfi þess uppfylli nútímakröfur um batamiðaða hönnun,“ er haft eftir Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra í tilkynningunni. Ákvörðunin byggi á ítarlegri valkostagreiningu sem sýni kosti ráðstöfunarinnar og sé í samræmi við tillögu stýrihóps um skipulag framkvæmda við Nýjan Landspítala. Undirbúningur að lóðarvali er hafinn í samráði við Reykjavíkurborg en til að tryggja nálægð við aðra þjónustu spítalans er áætlað að húsnæðið verði í innan við fimm kílómetra fjarlægð frá Hringbraut. Áætluð stærð nýbyggingarinnar er 24 þúsund fermetrar, áætlaður framkvæmdatími er fimm ár og væntingar um verklok árið 2029 eða 2030. Núverandi húsnæði ekki boðlegt og Hringbraut óheppileg Heilbrigðisráðherra tilkynnti á síðasta ári ákvörðun sína um að nýbygging geðþjónustu Landspítala verði hluti af öðrum áfanga uppbyggingar NLSH. Núverandi húsnæði við Hringbraut og á Kleppi væri ekki boðlegt og ástands-, eiginleika- og hentugleikaskoðun sem gerð var á húsnæðinu staðfesti það. Í framhaldi af þeirri ákvörðun hafi verið ráðist í valkostagreiningu um staðsetningu sem hafi leitt í ljós að uppbygging við Hringbraut myndi hafa hamlandi áhrif á þróun annarrar starfsemi spítalans á lóðinni til framtíðar. Enn fremur gætu framkvæmdir við nýbyggingu og/eða breytingar á eldra húsnæði ekki hafist fyrr en megnið af eldri byggingum hefðu verið rýmdar. Þannig mætti áætla að geðþjónusta í nýjum húsakynnum kæmist ekki í gagnið fyrr en eftir tíu til fimmtán ár. Heilbrigðismál Landspítalinn Skipulag Reykjavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Framlög til uppbyggingar nýs Landspítala verða lækkuð og kolefnisgjald verður hækkað til að bregðast við sjö milljarða tekjutapi ríkissjóðs vegna frestunar kílómetragjalds. Þetta er meðal tillagna fjárlaganefndar en önnur umræða fjárlaga er fyrirhuguð á Alþingi í dag. 15. nóvember 2024 12:00 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. „Með nýju staðarvali er lagt upp með að hraða framkvæmdum og tryggja að húsnæðið og umhverfi þess uppfylli nútímakröfur um batamiðaða hönnun,“ er haft eftir Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra í tilkynningunni. Ákvörðunin byggi á ítarlegri valkostagreiningu sem sýni kosti ráðstöfunarinnar og sé í samræmi við tillögu stýrihóps um skipulag framkvæmda við Nýjan Landspítala. Undirbúningur að lóðarvali er hafinn í samráði við Reykjavíkurborg en til að tryggja nálægð við aðra þjónustu spítalans er áætlað að húsnæðið verði í innan við fimm kílómetra fjarlægð frá Hringbraut. Áætluð stærð nýbyggingarinnar er 24 þúsund fermetrar, áætlaður framkvæmdatími er fimm ár og væntingar um verklok árið 2029 eða 2030. Núverandi húsnæði ekki boðlegt og Hringbraut óheppileg Heilbrigðisráðherra tilkynnti á síðasta ári ákvörðun sína um að nýbygging geðþjónustu Landspítala verði hluti af öðrum áfanga uppbyggingar NLSH. Núverandi húsnæði við Hringbraut og á Kleppi væri ekki boðlegt og ástands-, eiginleika- og hentugleikaskoðun sem gerð var á húsnæðinu staðfesti það. Í framhaldi af þeirri ákvörðun hafi verið ráðist í valkostagreiningu um staðsetningu sem hafi leitt í ljós að uppbygging við Hringbraut myndi hafa hamlandi áhrif á þróun annarrar starfsemi spítalans á lóðinni til framtíðar. Enn fremur gætu framkvæmdir við nýbyggingu og/eða breytingar á eldra húsnæði ekki hafist fyrr en megnið af eldri byggingum hefðu verið rýmdar. Þannig mætti áætla að geðþjónusta í nýjum húsakynnum kæmist ekki í gagnið fyrr en eftir tíu til fimmtán ár.
Heilbrigðismál Landspítalinn Skipulag Reykjavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Framlög til uppbyggingar nýs Landspítala verða lækkuð og kolefnisgjald verður hækkað til að bregðast við sjö milljarða tekjutapi ríkissjóðs vegna frestunar kílómetragjalds. Þetta er meðal tillagna fjárlaganefndar en önnur umræða fjárlaga er fyrirhuguð á Alþingi í dag. 15. nóvember 2024 12:00 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Sjá meira
Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Framlög til uppbyggingar nýs Landspítala verða lækkuð og kolefnisgjald verður hækkað til að bregðast við sjö milljarða tekjutapi ríkissjóðs vegna frestunar kílómetragjalds. Þetta er meðal tillagna fjárlaganefndar en önnur umræða fjárlaga er fyrirhuguð á Alþingi í dag. 15. nóvember 2024 12:00