Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2024 14:28 Ísraelar gerðu umfangsmiklar árásir á Íran í síðasta mánuði. Ísraelar vörpuðu sprengjum á leynilega rannsóknarstöð í Íran þar sem unnið er að þróun kjarnorkuvopna. Þessi árás var hluti af umfangsmikilli árás á Íran í október, eftir að Íranar skutu fjölmörgum skotflaugum að Ísrael. Samkvæmt heimildarmönnum Axios í Ísrael og í Bandaríkjunum grönduðu Ísraelar umræddri rannsóknarstöð í Parchin í Íran. Árásin er sögð hafa komið verulega niður á rannsóknarstörfum Írana sem eiga að taka mið af því að hefja aftur rannsóknir á kjarnorkuvopnum. Í þessari tilteknu rannsóknarstöð var, samkvæmt heimildarmönnum Axios, unnið með háþróaðan búnað við hönnun plastsprengiefnis sem umkringja á úraníumkjarna kjarnorkuvopns og notað er til að sprengja kjarnorkusprengjuna. Klerkastjórn Íran þvertekur fyrir að þar sé unnið að þróun kjarnorkuvopna. Rannsóknarstofunni var lokað árið 2003, þegar Íranar hættu þróun kjarnorkuvopna en Ísraelar segja að hún hafi verið tekin í notkun aftur. Þar hafi verið unnið að rannsóknum sem hægt væri að halda fram að væru í öðrum tilgangi en þróun kjarnorkuvopna. Embættismenn í bæði Ísrael og Bandaríkjunum sögðu í samtali við blaðamenn Axios að vísindamenn í Parchin hefðu byrjað tilraunir þar á nýjan leik fyrr á þessu ári. Þær hafi meðal annars snúist um gerð tölvulíkana, þróun málmblanda og tilraunir með sprengingar. Þegar Ísraelar gerðu loftárásir á Íran í október beindust þær að miklu leyti að loftvörnum Íran og eldflaugaframleiðslu. Þannig vildu Ísraelar halda möguleikanum opnum á frekari árásum í framtíðinni og gera Írönum erfiðara að bæði verja sig og að svara fyrir sig. Ríkisstjórn Donalds Trump, sem tekur við völdum í janúar, inniheldur nokkra menn sem taldir eru líta klerkastjórnina í Íran hornauga. Mögulegt þykir að þrýstingur á klerkastjórnina gæti aukist. Sjálfur hefur Trump reynst Írönum erfiður. hann dró Bandaríkin úr kjarnorkusamkomulaginu svokallaða, beitti ríkið viðskiptaþvingunum og lét ráða íranska herforingjann Qassim Soleimani af dögum. Sá var talinn næst valdamesti maður Íran og heyrði beint undir Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga ríkisins. Þá hafa fregnir borist af því að klerkastjórnin hafi ætlað sér að ráða Trump af dögum. Sjá einnig: Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði á dögunum að hann hefði rætt nokkrum sinnum við Trump á undanförnum dögum og þeir sæju Íran og ógnina þaðan í sama ljósi. Elon Musk, ötull stuðningsmaður Trumps og ráðgjafi hans, er þó sagður hafa fundað með sendiherra Íran gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Fundurinn mun hafa snúist um mögulegar leiðir til að draga úr spennu illi ríkjanna í forsetatíð Trumps. Ísrael Íran Donald Trump Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, virðist ekki vera að sóa tíma við að skipa menn í ríkisstjórn sína. Á síðustu dögum hefur hann tilkynnt hverja hann vill í þó nokkur embætti og eru þó nokkrir þingmenn úr Repúblikanaflokknum þar á meðal. 12. nóvember 2024 11:20 Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Bandarískir flugmenn framkvæmdu í gær loftárásir á níu skotmörk tengd vígahópum á vegum íranska byltingarvarðarins í Sýrlandi. Yfirmenn herafla Bandaríkjanna á svæðinu segja árásirnar hafa verið gerðar vegna ítrekaðra árása á bandaríska hermenn í austurhluta Sýrlands. 12. nóvember 2024 09:51 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Samkvæmt heimildarmönnum Axios í Ísrael og í Bandaríkjunum grönduðu Ísraelar umræddri rannsóknarstöð í Parchin í Íran. Árásin er sögð hafa komið verulega niður á rannsóknarstörfum Írana sem eiga að taka mið af því að hefja aftur rannsóknir á kjarnorkuvopnum. Í þessari tilteknu rannsóknarstöð var, samkvæmt heimildarmönnum Axios, unnið með háþróaðan búnað við hönnun plastsprengiefnis sem umkringja á úraníumkjarna kjarnorkuvopns og notað er til að sprengja kjarnorkusprengjuna. Klerkastjórn Íran þvertekur fyrir að þar sé unnið að þróun kjarnorkuvopna. Rannsóknarstofunni var lokað árið 2003, þegar Íranar hættu þróun kjarnorkuvopna en Ísraelar segja að hún hafi verið tekin í notkun aftur. Þar hafi verið unnið að rannsóknum sem hægt væri að halda fram að væru í öðrum tilgangi en þróun kjarnorkuvopna. Embættismenn í bæði Ísrael og Bandaríkjunum sögðu í samtali við blaðamenn Axios að vísindamenn í Parchin hefðu byrjað tilraunir þar á nýjan leik fyrr á þessu ári. Þær hafi meðal annars snúist um gerð tölvulíkana, þróun málmblanda og tilraunir með sprengingar. Þegar Ísraelar gerðu loftárásir á Íran í október beindust þær að miklu leyti að loftvörnum Íran og eldflaugaframleiðslu. Þannig vildu Ísraelar halda möguleikanum opnum á frekari árásum í framtíðinni og gera Írönum erfiðara að bæði verja sig og að svara fyrir sig. Ríkisstjórn Donalds Trump, sem tekur við völdum í janúar, inniheldur nokkra menn sem taldir eru líta klerkastjórnina í Íran hornauga. Mögulegt þykir að þrýstingur á klerkastjórnina gæti aukist. Sjálfur hefur Trump reynst Írönum erfiður. hann dró Bandaríkin úr kjarnorkusamkomulaginu svokallaða, beitti ríkið viðskiptaþvingunum og lét ráða íranska herforingjann Qassim Soleimani af dögum. Sá var talinn næst valdamesti maður Íran og heyrði beint undir Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga ríkisins. Þá hafa fregnir borist af því að klerkastjórnin hafi ætlað sér að ráða Trump af dögum. Sjá einnig: Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði á dögunum að hann hefði rætt nokkrum sinnum við Trump á undanförnum dögum og þeir sæju Íran og ógnina þaðan í sama ljósi. Elon Musk, ötull stuðningsmaður Trumps og ráðgjafi hans, er þó sagður hafa fundað með sendiherra Íran gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Fundurinn mun hafa snúist um mögulegar leiðir til að draga úr spennu illi ríkjanna í forsetatíð Trumps.
Ísrael Íran Donald Trump Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, virðist ekki vera að sóa tíma við að skipa menn í ríkisstjórn sína. Á síðustu dögum hefur hann tilkynnt hverja hann vill í þó nokkur embætti og eru þó nokkrir þingmenn úr Repúblikanaflokknum þar á meðal. 12. nóvember 2024 11:20 Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Bandarískir flugmenn framkvæmdu í gær loftárásir á níu skotmörk tengd vígahópum á vegum íranska byltingarvarðarins í Sýrlandi. Yfirmenn herafla Bandaríkjanna á svæðinu segja árásirnar hafa verið gerðar vegna ítrekaðra árása á bandaríska hermenn í austurhluta Sýrlands. 12. nóvember 2024 09:51 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, virðist ekki vera að sóa tíma við að skipa menn í ríkisstjórn sína. Á síðustu dögum hefur hann tilkynnt hverja hann vill í þó nokkur embætti og eru þó nokkrir þingmenn úr Repúblikanaflokknum þar á meðal. 12. nóvember 2024 11:20
Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Bandarískir flugmenn framkvæmdu í gær loftárásir á níu skotmörk tengd vígahópum á vegum íranska byltingarvarðarins í Sýrlandi. Yfirmenn herafla Bandaríkjanna á svæðinu segja árásirnar hafa verið gerðar vegna ítrekaðra árása á bandaríska hermenn í austurhluta Sýrlands. 12. nóvember 2024 09:51
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“