Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2024 14:28 Ísraelar gerðu umfangsmiklar árásir á Íran í síðasta mánuði. Ísraelar vörpuðu sprengjum á leynilega rannsóknarstöð í Íran þar sem unnið er að þróun kjarnorkuvopna. Þessi árás var hluti af umfangsmikilli árás á Íran í október, eftir að Íranar skutu fjölmörgum skotflaugum að Ísrael. Samkvæmt heimildarmönnum Axios í Ísrael og í Bandaríkjunum grönduðu Ísraelar umræddri rannsóknarstöð í Parchin í Íran. Árásin er sögð hafa komið verulega niður á rannsóknarstörfum Írana sem eiga að taka mið af því að hefja aftur rannsóknir á kjarnorkuvopnum. Í þessari tilteknu rannsóknarstöð var, samkvæmt heimildarmönnum Axios, unnið með háþróaðan búnað við hönnun plastsprengiefnis sem umkringja á úraníumkjarna kjarnorkuvopns og notað er til að sprengja kjarnorkusprengjuna. Klerkastjórn Íran þvertekur fyrir að þar sé unnið að þróun kjarnorkuvopna. Rannsóknarstofunni var lokað árið 2003, þegar Íranar hættu þróun kjarnorkuvopna en Ísraelar segja að hún hafi verið tekin í notkun aftur. Þar hafi verið unnið að rannsóknum sem hægt væri að halda fram að væru í öðrum tilgangi en þróun kjarnorkuvopna. Embættismenn í bæði Ísrael og Bandaríkjunum sögðu í samtali við blaðamenn Axios að vísindamenn í Parchin hefðu byrjað tilraunir þar á nýjan leik fyrr á þessu ári. Þær hafi meðal annars snúist um gerð tölvulíkana, þróun málmblanda og tilraunir með sprengingar. Þegar Ísraelar gerðu loftárásir á Íran í október beindust þær að miklu leyti að loftvörnum Íran og eldflaugaframleiðslu. Þannig vildu Ísraelar halda möguleikanum opnum á frekari árásum í framtíðinni og gera Írönum erfiðara að bæði verja sig og að svara fyrir sig. Ríkisstjórn Donalds Trump, sem tekur við völdum í janúar, inniheldur nokkra menn sem taldir eru líta klerkastjórnina í Íran hornauga. Mögulegt þykir að þrýstingur á klerkastjórnina gæti aukist. Sjálfur hefur Trump reynst Írönum erfiður. hann dró Bandaríkin úr kjarnorkusamkomulaginu svokallaða, beitti ríkið viðskiptaþvingunum og lét ráða íranska herforingjann Qassim Soleimani af dögum. Sá var talinn næst valdamesti maður Íran og heyrði beint undir Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga ríkisins. Þá hafa fregnir borist af því að klerkastjórnin hafi ætlað sér að ráða Trump af dögum. Sjá einnig: Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði á dögunum að hann hefði rætt nokkrum sinnum við Trump á undanförnum dögum og þeir sæju Íran og ógnina þaðan í sama ljósi. Elon Musk, ötull stuðningsmaður Trumps og ráðgjafi hans, er þó sagður hafa fundað með sendiherra Íran gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Fundurinn mun hafa snúist um mögulegar leiðir til að draga úr spennu illi ríkjanna í forsetatíð Trumps. Ísrael Íran Donald Trump Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, virðist ekki vera að sóa tíma við að skipa menn í ríkisstjórn sína. Á síðustu dögum hefur hann tilkynnt hverja hann vill í þó nokkur embætti og eru þó nokkrir þingmenn úr Repúblikanaflokknum þar á meðal. 12. nóvember 2024 11:20 Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Bandarískir flugmenn framkvæmdu í gær loftárásir á níu skotmörk tengd vígahópum á vegum íranska byltingarvarðarins í Sýrlandi. Yfirmenn herafla Bandaríkjanna á svæðinu segja árásirnar hafa verið gerðar vegna ítrekaðra árása á bandaríska hermenn í austurhluta Sýrlands. 12. nóvember 2024 09:51 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Samkvæmt heimildarmönnum Axios í Ísrael og í Bandaríkjunum grönduðu Ísraelar umræddri rannsóknarstöð í Parchin í Íran. Árásin er sögð hafa komið verulega niður á rannsóknarstörfum Írana sem eiga að taka mið af því að hefja aftur rannsóknir á kjarnorkuvopnum. Í þessari tilteknu rannsóknarstöð var, samkvæmt heimildarmönnum Axios, unnið með háþróaðan búnað við hönnun plastsprengiefnis sem umkringja á úraníumkjarna kjarnorkuvopns og notað er til að sprengja kjarnorkusprengjuna. Klerkastjórn Íran þvertekur fyrir að þar sé unnið að þróun kjarnorkuvopna. Rannsóknarstofunni var lokað árið 2003, þegar Íranar hættu þróun kjarnorkuvopna en Ísraelar segja að hún hafi verið tekin í notkun aftur. Þar hafi verið unnið að rannsóknum sem hægt væri að halda fram að væru í öðrum tilgangi en þróun kjarnorkuvopna. Embættismenn í bæði Ísrael og Bandaríkjunum sögðu í samtali við blaðamenn Axios að vísindamenn í Parchin hefðu byrjað tilraunir þar á nýjan leik fyrr á þessu ári. Þær hafi meðal annars snúist um gerð tölvulíkana, þróun málmblanda og tilraunir með sprengingar. Þegar Ísraelar gerðu loftárásir á Íran í október beindust þær að miklu leyti að loftvörnum Íran og eldflaugaframleiðslu. Þannig vildu Ísraelar halda möguleikanum opnum á frekari árásum í framtíðinni og gera Írönum erfiðara að bæði verja sig og að svara fyrir sig. Ríkisstjórn Donalds Trump, sem tekur við völdum í janúar, inniheldur nokkra menn sem taldir eru líta klerkastjórnina í Íran hornauga. Mögulegt þykir að þrýstingur á klerkastjórnina gæti aukist. Sjálfur hefur Trump reynst Írönum erfiður. hann dró Bandaríkin úr kjarnorkusamkomulaginu svokallaða, beitti ríkið viðskiptaþvingunum og lét ráða íranska herforingjann Qassim Soleimani af dögum. Sá var talinn næst valdamesti maður Íran og heyrði beint undir Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga ríkisins. Þá hafa fregnir borist af því að klerkastjórnin hafi ætlað sér að ráða Trump af dögum. Sjá einnig: Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði á dögunum að hann hefði rætt nokkrum sinnum við Trump á undanförnum dögum og þeir sæju Íran og ógnina þaðan í sama ljósi. Elon Musk, ötull stuðningsmaður Trumps og ráðgjafi hans, er þó sagður hafa fundað með sendiherra Íran gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Fundurinn mun hafa snúist um mögulegar leiðir til að draga úr spennu illi ríkjanna í forsetatíð Trumps.
Ísrael Íran Donald Trump Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, virðist ekki vera að sóa tíma við að skipa menn í ríkisstjórn sína. Á síðustu dögum hefur hann tilkynnt hverja hann vill í þó nokkur embætti og eru þó nokkrir þingmenn úr Repúblikanaflokknum þar á meðal. 12. nóvember 2024 11:20 Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Bandarískir flugmenn framkvæmdu í gær loftárásir á níu skotmörk tengd vígahópum á vegum íranska byltingarvarðarins í Sýrlandi. Yfirmenn herafla Bandaríkjanna á svæðinu segja árásirnar hafa verið gerðar vegna ítrekaðra árása á bandaríska hermenn í austurhluta Sýrlands. 12. nóvember 2024 09:51 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, virðist ekki vera að sóa tíma við að skipa menn í ríkisstjórn sína. Á síðustu dögum hefur hann tilkynnt hverja hann vill í þó nokkur embætti og eru þó nokkrir þingmenn úr Repúblikanaflokknum þar á meðal. 12. nóvember 2024 11:20
Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Bandarískir flugmenn framkvæmdu í gær loftárásir á níu skotmörk tengd vígahópum á vegum íranska byltingarvarðarins í Sýrlandi. Yfirmenn herafla Bandaríkjanna á svæðinu segja árásirnar hafa verið gerðar vegna ítrekaðra árása á bandaríska hermenn í austurhluta Sýrlands. 12. nóvember 2024 09:51