Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Jón Þór Stefánsson skrifar 15. nóvember 2024 00:08 Davíð Þór Jónsson og Finnur Ricard Andrason ræddu komandi kosningar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sósíalistar fá fjóra menn á þing samkvæmt nýrri könnun Maskínu. En Vinstri grænir myndu hins vegar ekki ná manni inn. „Þetta er auðvitað ekki óskastaða, en ég er samt sem áður bara mjög bjartsýnn á það að við náum inn á þing,“ sagði Finnur Ricart Andrason, oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann bendti á að möguleiki væri á því að flokkurinn myndi fá kjördæmakjörna þingmenn þó hann nái ekki lágmarkinu til að fá jöfnunarsæti. Vísir/Grafík Finnur segist þó áhyggjufullur vegna þess að umhverfismál séu ekki að fá nægan hljómgrunn í aðdraganda kosninga. „En það er svo sem mjög skiljanlegt þegar fólk á ekki salt í grautinn eða fær ekki viðeingandi heilbrigðisþjónustu. Þess vegna er svo mikilvægt að það sé sterk vinstri stefna til staðar í samfélaginu, því án hennar náum við ekki árangri í umhverfismálunum, og öfugt líka: Ef við náum ekki fullnægjandi árangri í umhverfismálum þá náum við ekki að tryggja jöfnuð í samfélaginu til lengri tíma.“ Í fréttum Stöðvar 2 sagði Davíð Þór Jónsson, oddviti Sósíalista í Kraganum, að könnun Maskínu sýndi það sem Sósíalistar hafi verið að finna fyrir, vaxandi meðbyr í samfélaginu. „Við finnum það þar sem við förum að okkar málflutningur nýtur hljómgrunns. Við tölum fyrir mjög róttækum og mjög gagngerðum grundvallarbreytingum,“ sagði Davíð Þór Vísir/Grafík Af hverju ætli fólk sé að halla sér frekar að Sósíalistum heldur en VG? „Kannski af því að fyrir sjö árum stungu VG stóran hlut kjósenda sinna í bakið, með því að mynda ríkisstjórn sem eiginlega strýddi gegn öllu því sem VG hafði talað um í aðdragandanum,“ svaraði Davíð Þór. Finnur sagði að það gæti vel verið. Honum þætti þó mikilvægt að rödd Vinstri grænna myndi enn heyrast á þingi. „Það er ekki nóg að vera með vinstri stefnu heldur þarf líka að vera með sterka græna stefnu, til þess að ná þessum grundvallarmarkmiðum um jöfnuð í samfélaginu.“ Davíð Þór sagði Sósíalista með mjög skýra stefnu í umhverfismálum. „Við leggjum ríka áherslu á að umhverfið njóti alltaf vafans frekar en mennskir hagaðilar.“ Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
„Þetta er auðvitað ekki óskastaða, en ég er samt sem áður bara mjög bjartsýnn á það að við náum inn á þing,“ sagði Finnur Ricart Andrason, oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann bendti á að möguleiki væri á því að flokkurinn myndi fá kjördæmakjörna þingmenn þó hann nái ekki lágmarkinu til að fá jöfnunarsæti. Vísir/Grafík Finnur segist þó áhyggjufullur vegna þess að umhverfismál séu ekki að fá nægan hljómgrunn í aðdraganda kosninga. „En það er svo sem mjög skiljanlegt þegar fólk á ekki salt í grautinn eða fær ekki viðeingandi heilbrigðisþjónustu. Þess vegna er svo mikilvægt að það sé sterk vinstri stefna til staðar í samfélaginu, því án hennar náum við ekki árangri í umhverfismálunum, og öfugt líka: Ef við náum ekki fullnægjandi árangri í umhverfismálum þá náum við ekki að tryggja jöfnuð í samfélaginu til lengri tíma.“ Í fréttum Stöðvar 2 sagði Davíð Þór Jónsson, oddviti Sósíalista í Kraganum, að könnun Maskínu sýndi það sem Sósíalistar hafi verið að finna fyrir, vaxandi meðbyr í samfélaginu. „Við finnum það þar sem við förum að okkar málflutningur nýtur hljómgrunns. Við tölum fyrir mjög róttækum og mjög gagngerðum grundvallarbreytingum,“ sagði Davíð Þór Vísir/Grafík Af hverju ætli fólk sé að halla sér frekar að Sósíalistum heldur en VG? „Kannski af því að fyrir sjö árum stungu VG stóran hlut kjósenda sinna í bakið, með því að mynda ríkisstjórn sem eiginlega strýddi gegn öllu því sem VG hafði talað um í aðdragandanum,“ svaraði Davíð Þór. Finnur sagði að það gæti vel verið. Honum þætti þó mikilvægt að rödd Vinstri grænna myndi enn heyrast á þingi. „Það er ekki nóg að vera með vinstri stefnu heldur þarf líka að vera með sterka græna stefnu, til þess að ná þessum grundvallarmarkmiðum um jöfnuð í samfélaginu.“ Davíð Þór sagði Sósíalista með mjög skýra stefnu í umhverfismálum. „Við leggjum ríka áherslu á að umhverfið njóti alltaf vafans frekar en mennskir hagaðilar.“
Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira