„Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 14. nóvember 2024 21:34 Pétur Ingvarsson er að fá bandarískan leikmann sem spilaði í NBA. Vísir/Hulda Margrét Keflavík tók á móti Haukum í Blue höllinni í kvöld þegar sjöunda umferð Bónus deildar karla hóf göngu sína. Það voru heimamenn í Keflavík sem höfðu betur með miklum yfirburðum 117-85. „Það er gaman að vinna. Allt annað að vinna en að tapa,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. Það var mjög jafnt með liðunum í fyrsta leikhluta og í upphafi annars leikhluta en eftir það tók Keflavík öll völd. „Planið er að við erum að reyna spila hratt og þreyta liðin og í lok annars leikhluta þá fara menn kannski að vera þreyttir og þá reynum við að nýta tækifærið og keyra yfir menn og það tókst ágætlega í dag.“ Haukar voru fyrir leikinn í dag enn í leit af sínum fyrsta sigri en það breytti þó ekki hvernig Keflvíkingar nálguðust leikinn. „Við vorum náttúrulega bara fyrir þennan leik búnir að vinna þremur leikjum meira en þeir. Það var ekkert rosalega á milli okkar og þeir búnir að vera í tveim hörku leikjum núna fyrir þessa leiki þannig við komum bara vel fókuseraðir og menn lögðu sig fram hérna í fjörutíu mínútur og niðurstaðan öruggur sigur.“ Keflavík hafa byrjað mótið á nokkrum útileikjum en fá núna nokkra heimaleiki á næstunni þar sem þeim líður mun betur. „Það munar öllu. Við æfum hér, skjótum hér og spilum hérna alla daga vikunnar á æfingum þannig hér líður okkur vel.“ Keflavík tilkynntu í gær nýjan leikmann sem mun koma til móts við liðið í landsleikjahléinu en hann á mjög áhugaverðan feril meðal annars með Phoenix Suns í NBA en hvernig bar þetta að? „Í sjálfu sér er maður bara að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla. Þessi kom bara upp og við stukkum á það og tékkuðum á honum og hann hafði áhuga. Það er bara verið að vinna í pappírsmálum og að koma honum hingað og það tekur smá tíma.“ Aðspurður hvort að hann yrði með liðinu í næsta leik vonast Pétur til þess. „Ef hann verður heill heilsu og kominn þá er það ekki vandamálið. Það er kannski meira útlendingaeftirlitið og svoleiðis hlutir sem gætu stoppað þetta. Við erum kannski byrjaðir í þeirri vinnu en að getur tekið lúmskt langan tíma að fá leyfi fyrir leikmenn.“ Keflavík ÍF Bónus-deild karla Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Sjá meira
„Það er gaman að vinna. Allt annað að vinna en að tapa,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. Það var mjög jafnt með liðunum í fyrsta leikhluta og í upphafi annars leikhluta en eftir það tók Keflavík öll völd. „Planið er að við erum að reyna spila hratt og þreyta liðin og í lok annars leikhluta þá fara menn kannski að vera þreyttir og þá reynum við að nýta tækifærið og keyra yfir menn og það tókst ágætlega í dag.“ Haukar voru fyrir leikinn í dag enn í leit af sínum fyrsta sigri en það breytti þó ekki hvernig Keflvíkingar nálguðust leikinn. „Við vorum náttúrulega bara fyrir þennan leik búnir að vinna þremur leikjum meira en þeir. Það var ekkert rosalega á milli okkar og þeir búnir að vera í tveim hörku leikjum núna fyrir þessa leiki þannig við komum bara vel fókuseraðir og menn lögðu sig fram hérna í fjörutíu mínútur og niðurstaðan öruggur sigur.“ Keflavík hafa byrjað mótið á nokkrum útileikjum en fá núna nokkra heimaleiki á næstunni þar sem þeim líður mun betur. „Það munar öllu. Við æfum hér, skjótum hér og spilum hérna alla daga vikunnar á æfingum þannig hér líður okkur vel.“ Keflavík tilkynntu í gær nýjan leikmann sem mun koma til móts við liðið í landsleikjahléinu en hann á mjög áhugaverðan feril meðal annars með Phoenix Suns í NBA en hvernig bar þetta að? „Í sjálfu sér er maður bara að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla. Þessi kom bara upp og við stukkum á það og tékkuðum á honum og hann hafði áhuga. Það er bara verið að vinna í pappírsmálum og að koma honum hingað og það tekur smá tíma.“ Aðspurður hvort að hann yrði með liðinu í næsta leik vonast Pétur til þess. „Ef hann verður heill heilsu og kominn þá er það ekki vandamálið. Það er kannski meira útlendingaeftirlitið og svoleiðis hlutir sem gætu stoppað þetta. Við erum kannski byrjaðir í þeirri vinnu en að getur tekið lúmskt langan tíma að fá leyfi fyrir leikmenn.“
Keflavík ÍF Bónus-deild karla Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn