The Onion kaupir InfoWars Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2024 14:53 Alex Jones, fyrrverandi eigandi InfoWars segist ætla að halda áfram að framleiða efni á netinu. AP/David J. Phillip, Útgáfufélag ádeilumiðilsins The Onion keypti í morgun rekstrarfélag InfoWars, sem var áður í eigu Alex Jones. Kaupin voru gerð með stuðningi fjölskyldna barna sem dóu í Sandy Hook árásinni á árum áður en Jones skuldar þeim á annan milljarð dala. Jones var dæmdur til að greiða foreldrum barna sem dóu í árásinni umfangsmiklar skaðabætur fyrir að hafa dreift samsæriskenningum um foreldrana og börn þeirra. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana í Sandy Hook auk sex starfsmanna skólans. Jones notaði InfoWars til að dreifa sögum um að börnin sem voru myrt hefðu ekki verið raunveruleg og að foreldrar þeirra væri leikarar. Foreldrarnir stóðu lengi frammi fyrir áreiti og ógnunum frá áhorfendum Jones. Eftir langvarandi málaferli foreldranna gegn Jones komust dómarar árið 2022 að þeirri niðurstöðu að hann ætti að greiða þeim um 1,5 milljarða dala. Jones dró fæturna í að greiða foreldrunum þessar upphæðir og sagðist ekki hafa efni á því, á sama tíma og hann lifði í vellystingum. Í september var svo ákveðið að InfoWars og tengdar eignir Jones yrðu seldar á uppboði. Sjá einnig: InfoWars á uppboð í nóvember upp í skuld við syrgjandi fjölskyldur InfoWars var sett á uppboð í morgun og keypt af The Onion. Til stendur að opna miðilinn á nýjan leik á næsta ári. Þá verður miðillinn rekinn með stuðningi samtakanna Everytown for Gun Safety, sem berjast fyrir hertum lögum varðandi skotvopnaeign í Bandaríkjunum. The Onion keypti bæði miðilinn og aðrar eignir hans, eins og upptökuver og fæðubótarefnasöludeild. Samkvæmt AP fréttaveitunni liggur verð miðilsins ekki fyrir. Í frétt New York Times segir að til standi að reka InfoWars sem háðsíðu af þeirri upprunalegu. Gera eigi grín að frægu og „skrítnu“ fólki á netinu sem geri út á samsæriskenningar og sölu fæðubótarefna. Ben Collins, einn eigenda Onion, tísti um kaupin í morgun þar sem hann spurði hvort einhvern vantaði fæðubótarefni, sem var vinsæl söluvara Alex Jones. Does anybody need millions of dollars worth of supplements?— follow @bencollins on bluesky (@oneunderscore__) November 14, 2024 You better fucking subscribe to The Onion. This is the kind of thing we will do with your money.It allowed us to buy InfoWars. Now help us staff it. https://t.co/pEoO4ZPmLq— follow @bencollins on bluesky (@oneunderscore__) November 14, 2024 Bandaríkin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Jones var dæmdur til að greiða foreldrum barna sem dóu í árásinni umfangsmiklar skaðabætur fyrir að hafa dreift samsæriskenningum um foreldrana og börn þeirra. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana í Sandy Hook auk sex starfsmanna skólans. Jones notaði InfoWars til að dreifa sögum um að börnin sem voru myrt hefðu ekki verið raunveruleg og að foreldrar þeirra væri leikarar. Foreldrarnir stóðu lengi frammi fyrir áreiti og ógnunum frá áhorfendum Jones. Eftir langvarandi málaferli foreldranna gegn Jones komust dómarar árið 2022 að þeirri niðurstöðu að hann ætti að greiða þeim um 1,5 milljarða dala. Jones dró fæturna í að greiða foreldrunum þessar upphæðir og sagðist ekki hafa efni á því, á sama tíma og hann lifði í vellystingum. Í september var svo ákveðið að InfoWars og tengdar eignir Jones yrðu seldar á uppboði. Sjá einnig: InfoWars á uppboð í nóvember upp í skuld við syrgjandi fjölskyldur InfoWars var sett á uppboð í morgun og keypt af The Onion. Til stendur að opna miðilinn á nýjan leik á næsta ári. Þá verður miðillinn rekinn með stuðningi samtakanna Everytown for Gun Safety, sem berjast fyrir hertum lögum varðandi skotvopnaeign í Bandaríkjunum. The Onion keypti bæði miðilinn og aðrar eignir hans, eins og upptökuver og fæðubótarefnasöludeild. Samkvæmt AP fréttaveitunni liggur verð miðilsins ekki fyrir. Í frétt New York Times segir að til standi að reka InfoWars sem háðsíðu af þeirri upprunalegu. Gera eigi grín að frægu og „skrítnu“ fólki á netinu sem geri út á samsæriskenningar og sölu fæðubótarefna. Ben Collins, einn eigenda Onion, tísti um kaupin í morgun þar sem hann spurði hvort einhvern vantaði fæðubótarefni, sem var vinsæl söluvara Alex Jones. Does anybody need millions of dollars worth of supplements?— follow @bencollins on bluesky (@oneunderscore__) November 14, 2024 You better fucking subscribe to The Onion. This is the kind of thing we will do with your money.It allowed us to buy InfoWars. Now help us staff it. https://t.co/pEoO4ZPmLq— follow @bencollins on bluesky (@oneunderscore__) November 14, 2024
Bandaríkin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira