Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar 14. nóvember 2024 10:01 Lög sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og VG keyrði í gegnum Alþingi í vor til að gefa afurðastöðvum, sem jafnframt eru stórtækir innflytjendur á kjötvöru, undanþágu frá samkeppnislögum er skýrt dæmi um það þegar sérhagsmunir þeirra sem hafa pólitísk ítök eru teknir fram fyrir hagsmuni almennings og eðlilegar leikreglur heilbrigðs atvinnulífs eru teknar úr sambandi. Samráð gert löglegt Lögin heimila kjötafurðastöðvum að hafa með sér samráð sem er með öllu ólögmætt í öðrum atvinnugreinum. Undanþágan er mun víðtækari en í nágrannalöndum okkar enda gengur hún þvert á grundvallarsjónarmið um samkeppni og neytendavernd og bitnar bæði á neytendum og bændum sem selja til afurðastöðvanna. Kjötafurðastöðvar sem einnig eru í hópi stærstu innflytjenda á kjötvöru hafa þannig fullt sjálfdæmi um verðlagningu til smásala/neytenda og bænda án nokkurs aðhalds og geta átt samráð og sameinast, án nokkurra takmarkana. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að allar afurðastöðvar, þ.e. í kindakjöti, nautakjöti, svínakjöti og kjúklingakjöti, hafi með sér samkeppnishamlandi samstarf eða sameinist. Gegn hagsmunum neytenda og bænda Fyrirkomulagið gengur augljóslega gegn hagsmunum neytenda þar sem samráð í stað samkeppni hefur þau áhrif að hækka verð og minnka vöruúrval. Fyrirkomulagið gagnast bændum heldur ekki, þar sem engar kröfur voru gerðar í lögunum um eignarhald bænda á afurðastöðvunum, ólíkt því sem var í upphaflegu frumvarpi matvælaráðherra, sem stjórnarmeirihlutinn í atvinnuveganefnd endurskrifaði. Þetta sést vel á því að þegar KS keypti Kjarnafæði-Norðlenska eftir að lögin voru sett nýtti félagið sér heimild í hlutafjárlögum til að krefjast innlausnar hlutabréfa þeirra bænda sem ekki vildu selja. Með öðrum orðum snerist löggjöf, sem í upphafi var sögð til að styrkja stöðu bænda, upp í að bændum sem vildu áfram eiga hlut í afurðastöðinni sinni var ýtt út. Samráð einnig mögulegt í innflutningi Allar afurðastöðvar geta nýtt sér undanþáguna frá samkeppnislögum til samráðs. Það á einnig við um stórfyrirtækin í svínakjötsframleiðslu og -innflutningi á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma og forstjórar afurðastöðvanna geta átt samráð bæði um eigin framleiðslu og innflutning eiga aðrir innflytendur á kjöti yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi fyrir sömu hegðun. Það er ekki hægt skálda svona ævintýralega vitleysu. Breytum þessu Íslendingar borga nú þegar næsthæsta matvælaverð í Evrópu meðal annars vegna hárra tolla og fákeppni. Ofan á þetta eru samkeppnislög tekin úr sambandi til þess að örfá fyrirtæki, afurðastöðvar, geti átt samráð um verðlagningu til verslana og þar með alls almennings sem verslar í búðunum. Eins og bæði Samkeppniseftirlitið og Neytendasamtökin hafa bent á eru líklegar afleiðingar verðhækkun á kjötvöru og þar með aukin verðbólga. Þessar kosningar snúast um að ná efnhagslegu jafnvægi til að bæta kjör heimila og fyrirtækja. Til þess þarf flokk sem stendur fyrir viðskiptafrelsi og almennar, heilbrigðar leikreglur til hagsbóta fyrir öll en ekki sérreglur fyrir örfá handvalin. Kjósum Viðreisn og breytum þessu. Höfundur er fyrrverandi ríkissáttasemjari og í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Leifsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Fjármál heimilisins Samkeppnismál Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Lög sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og VG keyrði í gegnum Alþingi í vor til að gefa afurðastöðvum, sem jafnframt eru stórtækir innflytjendur á kjötvöru, undanþágu frá samkeppnislögum er skýrt dæmi um það þegar sérhagsmunir þeirra sem hafa pólitísk ítök eru teknir fram fyrir hagsmuni almennings og eðlilegar leikreglur heilbrigðs atvinnulífs eru teknar úr sambandi. Samráð gert löglegt Lögin heimila kjötafurðastöðvum að hafa með sér samráð sem er með öllu ólögmætt í öðrum atvinnugreinum. Undanþágan er mun víðtækari en í nágrannalöndum okkar enda gengur hún þvert á grundvallarsjónarmið um samkeppni og neytendavernd og bitnar bæði á neytendum og bændum sem selja til afurðastöðvanna. Kjötafurðastöðvar sem einnig eru í hópi stærstu innflytjenda á kjötvöru hafa þannig fullt sjálfdæmi um verðlagningu til smásala/neytenda og bænda án nokkurs aðhalds og geta átt samráð og sameinast, án nokkurra takmarkana. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að allar afurðastöðvar, þ.e. í kindakjöti, nautakjöti, svínakjöti og kjúklingakjöti, hafi með sér samkeppnishamlandi samstarf eða sameinist. Gegn hagsmunum neytenda og bænda Fyrirkomulagið gengur augljóslega gegn hagsmunum neytenda þar sem samráð í stað samkeppni hefur þau áhrif að hækka verð og minnka vöruúrval. Fyrirkomulagið gagnast bændum heldur ekki, þar sem engar kröfur voru gerðar í lögunum um eignarhald bænda á afurðastöðvunum, ólíkt því sem var í upphaflegu frumvarpi matvælaráðherra, sem stjórnarmeirihlutinn í atvinnuveganefnd endurskrifaði. Þetta sést vel á því að þegar KS keypti Kjarnafæði-Norðlenska eftir að lögin voru sett nýtti félagið sér heimild í hlutafjárlögum til að krefjast innlausnar hlutabréfa þeirra bænda sem ekki vildu selja. Með öðrum orðum snerist löggjöf, sem í upphafi var sögð til að styrkja stöðu bænda, upp í að bændum sem vildu áfram eiga hlut í afurðastöðinni sinni var ýtt út. Samráð einnig mögulegt í innflutningi Allar afurðastöðvar geta nýtt sér undanþáguna frá samkeppnislögum til samráðs. Það á einnig við um stórfyrirtækin í svínakjötsframleiðslu og -innflutningi á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma og forstjórar afurðastöðvanna geta átt samráð bæði um eigin framleiðslu og innflutning eiga aðrir innflytendur á kjöti yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi fyrir sömu hegðun. Það er ekki hægt skálda svona ævintýralega vitleysu. Breytum þessu Íslendingar borga nú þegar næsthæsta matvælaverð í Evrópu meðal annars vegna hárra tolla og fákeppni. Ofan á þetta eru samkeppnislög tekin úr sambandi til þess að örfá fyrirtæki, afurðastöðvar, geti átt samráð um verðlagningu til verslana og þar með alls almennings sem verslar í búðunum. Eins og bæði Samkeppniseftirlitið og Neytendasamtökin hafa bent á eru líklegar afleiðingar verðhækkun á kjötvöru og þar með aukin verðbólga. Þessar kosningar snúast um að ná efnhagslegu jafnvægi til að bæta kjör heimila og fyrirtækja. Til þess þarf flokk sem stendur fyrir viðskiptafrelsi og almennar, heilbrigðar leikreglur til hagsbóta fyrir öll en ekki sérreglur fyrir örfá handvalin. Kjósum Viðreisn og breytum þessu. Höfundur er fyrrverandi ríkissáttasemjari og í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar