Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 16:24 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Málið er til skoðunar embættisins en formlega rannsókn er þó ekki hafin. Vísir/vilhelm Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur ákveðið að kanna mál sem snýr að leyniupptökum huldumanns á samtali sínu við Gunnar Bergmann, son Jóns Gunnarssonar, þingmanns og aðstoðarmanns forsætis- og matvælaráðherra. Lögregla hefur rætt við Gunnar í tengslum við athugun sína á málinu. Heimildin birti í gær umfjöllun sem byggir á leynilegri upptöku huldumanns við Gunnar Bergmann Jónsson, fasteignasala og fyrrverandi framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna. Hann er sonur Jóns Gunnarssonar. Fram hefur komið að Gunnar átti vikum saman í samskiptum við erlendan karlmann sem þóttist ætla að fjárfesta í fasteignum hér á landi fyrir milljarða króna. Karlmaðurinn, sem kynnti sig sem svissneskan fjárfesti, tók samtöl sín við Gunnar leynilega upp. Í samtali Gunnars við huldumanninn kom fram að Jón hefði sett fram kröfu á Bjarna Benediktsson forsætisráðherra að fá stöðu í matvælaráðuneytinu gegn því að hann tæki aftur sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Í Heimildinni kom fram að með nýju stöðunni gæti Jón afgreitt vinargreiða, sem væri fólginn í grænu ljósi á hvalveiðar. Jón Gunnarsson og Kristján Loftsson, einn eiganda og aðalforsprakki Hvals hf., eru góðir vinir. Hvalur hf. er meðal fjögurra fyrirtækja sem hafa lagt inn umsókn um leyfi til hvalveiða fyrir næsta veiðitímabil árið 2025. Jón er yfirlýstur stuðningsmaður hvalveiða. Eitt viðtal farið fram Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að Gunnar Bergmann hafi verið boðaður í viðtal hjá lögreglunni í gær. Fréttastofa sendi fyrirspurn til ríkislögreglustjóra vegna málsins í dag til að óska eftir upplýsingum um hvort málið hefði verið kært eða hvort ríkislögreglustjóri hyggist hefja frumkvæðisrannsókn í málinu. Í svari embættisins kemur fram að greiningardeild embættis ríkislögreglustjóra rannsaki brot er varða landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum eins og þau séu skilgreind í X. og XI. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Brot gegn XXV. kafla hegningarlaga séu rannsökuð af lögreglu í því umdæmi sem brot eiga sér stað. Embættið er ekki með umrætt mál til rannsóknar en mun kanna málsatvik er varða meinta háttsemi erlends fyrirtækis. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Lögreglan Upptökur á Reykjavík Edition Tengdar fréttir Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Prófessor við Háskóla Íslands telur tilefni til að kannað verði hvort forsætisráðherra hafi farið á svig við siðareglur ráðherra þegar ákveðið var að Jón Gunnarsson fengi stöðu í Matvælaráðuneytinu. Það að rætt hafi verið á sama fundi að Jón tæki sæti á lista Sjálfstæðiflokksins og fengi stöðu í ráðuneytinu veki upp spurningar. 13. nóvember 2024 14:48 Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Forsætisráðherra segir ekkert hæft í fréttum byggðum á leynilegri upptöku um að Jón Gunnarsson hafi fengið stöðu í matvælaráðuneytinu gegn því að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Píratar vilja að málið verði rannsakað. 12. nóvember 2024 20:00 „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Bjarni Benediktsson segir Jón Gunnarsson ekki hafa tekið sæti á lista í skiptum fyrir stöðu í matvælaráðuneytinu. Bjarni segist hafa ákveðið í síðustu viku að Jón kæmi ekki að veitingu hvalveiðileyfis og segir hleranir bera merki þess að verið sé að reyna að hafa áhrif á alþingiskosningar. 12. nóvember 2024 18:45 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Heimildin birti í gær umfjöllun sem byggir á leynilegri upptöku huldumanns við Gunnar Bergmann Jónsson, fasteignasala og fyrrverandi framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna. Hann er sonur Jóns Gunnarssonar. Fram hefur komið að Gunnar átti vikum saman í samskiptum við erlendan karlmann sem þóttist ætla að fjárfesta í fasteignum hér á landi fyrir milljarða króna. Karlmaðurinn, sem kynnti sig sem svissneskan fjárfesti, tók samtöl sín við Gunnar leynilega upp. Í samtali Gunnars við huldumanninn kom fram að Jón hefði sett fram kröfu á Bjarna Benediktsson forsætisráðherra að fá stöðu í matvælaráðuneytinu gegn því að hann tæki aftur sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Í Heimildinni kom fram að með nýju stöðunni gæti Jón afgreitt vinargreiða, sem væri fólginn í grænu ljósi á hvalveiðar. Jón Gunnarsson og Kristján Loftsson, einn eiganda og aðalforsprakki Hvals hf., eru góðir vinir. Hvalur hf. er meðal fjögurra fyrirtækja sem hafa lagt inn umsókn um leyfi til hvalveiða fyrir næsta veiðitímabil árið 2025. Jón er yfirlýstur stuðningsmaður hvalveiða. Eitt viðtal farið fram Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að Gunnar Bergmann hafi verið boðaður í viðtal hjá lögreglunni í gær. Fréttastofa sendi fyrirspurn til ríkislögreglustjóra vegna málsins í dag til að óska eftir upplýsingum um hvort málið hefði verið kært eða hvort ríkislögreglustjóri hyggist hefja frumkvæðisrannsókn í málinu. Í svari embættisins kemur fram að greiningardeild embættis ríkislögreglustjóra rannsaki brot er varða landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum eins og þau séu skilgreind í X. og XI. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Brot gegn XXV. kafla hegningarlaga séu rannsökuð af lögreglu í því umdæmi sem brot eiga sér stað. Embættið er ekki með umrætt mál til rannsóknar en mun kanna málsatvik er varða meinta háttsemi erlends fyrirtækis.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Lögreglan Upptökur á Reykjavík Edition Tengdar fréttir Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Prófessor við Háskóla Íslands telur tilefni til að kannað verði hvort forsætisráðherra hafi farið á svig við siðareglur ráðherra þegar ákveðið var að Jón Gunnarsson fengi stöðu í Matvælaráðuneytinu. Það að rætt hafi verið á sama fundi að Jón tæki sæti á lista Sjálfstæðiflokksins og fengi stöðu í ráðuneytinu veki upp spurningar. 13. nóvember 2024 14:48 Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Forsætisráðherra segir ekkert hæft í fréttum byggðum á leynilegri upptöku um að Jón Gunnarsson hafi fengið stöðu í matvælaráðuneytinu gegn því að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Píratar vilja að málið verði rannsakað. 12. nóvember 2024 20:00 „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Bjarni Benediktsson segir Jón Gunnarsson ekki hafa tekið sæti á lista í skiptum fyrir stöðu í matvælaráðuneytinu. Bjarni segist hafa ákveðið í síðustu viku að Jón kæmi ekki að veitingu hvalveiðileyfis og segir hleranir bera merki þess að verið sé að reyna að hafa áhrif á alþingiskosningar. 12. nóvember 2024 18:45 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Prófessor við Háskóla Íslands telur tilefni til að kannað verði hvort forsætisráðherra hafi farið á svig við siðareglur ráðherra þegar ákveðið var að Jón Gunnarsson fengi stöðu í Matvælaráðuneytinu. Það að rætt hafi verið á sama fundi að Jón tæki sæti á lista Sjálfstæðiflokksins og fengi stöðu í ráðuneytinu veki upp spurningar. 13. nóvember 2024 14:48
Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Forsætisráðherra segir ekkert hæft í fréttum byggðum á leynilegri upptöku um að Jón Gunnarsson hafi fengið stöðu í matvælaráðuneytinu gegn því að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Píratar vilja að málið verði rannsakað. 12. nóvember 2024 20:00
„Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Bjarni Benediktsson segir Jón Gunnarsson ekki hafa tekið sæti á lista í skiptum fyrir stöðu í matvælaráðuneytinu. Bjarni segist hafa ákveðið í síðustu viku að Jón kæmi ekki að veitingu hvalveiðileyfis og segir hleranir bera merki þess að verið sé að reyna að hafa áhrif á alþingiskosningar. 12. nóvember 2024 18:45