Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir og Guðrún Johnsen skrifa 12. nóvember 2024 14:51 2025: Alþjóðlegt ár samvinnuhreyfinga hjá Sameinuðu Þjóðunum Í upphafi árs 2024 boðaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna (SÞ) að árið 2025 yrði alþjóðlegt ár samvinnufélaga, í annað sinn síðan árið 2012. Með þessu hvetja SÞ aðildarríki sín til að vekja athygli á samvinnufélögum, þeim möguleikum sem þau skapa í atvinnustarfsemi og framlagi þeirra til framkvæmdar sjálfbærrar efnahags- og samfélagsþróunar. Ennfremur hvetja SÞ stjórnvöld í aðildarríkjum til að styrkja rekstrarlegt vistkerfi samvinnufélaga svo nýta megi þetta rekstrarform í nýsköpun, hvers konar uppbyggingu efnahagslegra tækifæra og atvinnustarfsemi. Samvinnufélögin eru í eðli sínu sjálfbært rekstrarform sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni heldur eru þau stofnuð á samvinnugrundvelli til að efla hag félagsmanna eftir viðskiptalegri þátttöku þeirra í félagsstarfinu, t.d. af framleiðendum, viðskiptavinum, byggingaraðilum eða öðrum sem vilja skapa neytendaábáta, virði og rekstrarafgang til handa félagsmönnum og því samfélagi sem þau starfa í. Í takt við ákall SÞ beitti menningar - og viðskiptaráðherra Íslands sér fyrir því að löggjöf um samvinnufélög var endurskoðuð á vormánuðum 2024. Með því að draga úr kröfum um fjölda stofnfélaga samvinnufélags hefur ráðherrann og Alþingi rutt úr vegi óþarfa aðgangshindrunum að þessu formi atvinnurekstrar og framkvæmda. Húsnæðissamvinnufélög og byggingarsamvinnufélög: sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Samkvæmt yfirliti Hagstofu Íslands voru einungis sjö húsnæðisamvinnufélög skráð á Íslandi árið 2023. Flest voru þau skráð á árunum 2005-2009, en þá aðeins níu talsins. Ef Íslandi væri í takt við Danmörku ættu þessi félög að eiga 10,400 íbúðir á Íslandi, en 8% alls húsnæðismarkaðar er undir hatti húsnæðissamvinnufélaga (d. Andelsbolig) þar í landi. Í miðpunkti alþjóðlegs fjármálamarkaðar, New York borg, eru húsnæðissamvinnufélögin eitt algengasta búsetuform íbúa, eða um 74% af húsnæðismarkaðnum. Skoðunarefni er þess vegna hversu fátíð húsnæðissamvinnufélögin eru hér á landi en löggjöf um rekstur þeirra er til staðar. Það blasa við sóknarfæri fyrir bankastofnanir að bjóða húsnæðissamvinnufélögum og öðrum samvinnufélögum hagstæð kjör og sérstaka þjónustu við stofnun slíkra félaga, enda felast í því tækifæri til að auka lánveitingar sem uppfyllt geta skilyrði sívaxandi sjálfbærrar fjármögnunar bankanna, sem lífeyrissjóðir landsins og fleiri fjárfestar virðast fúsir að veita. Háskólinn á Bifröst svarar ákalli SÞ – hvað með sveitarfélög og Reykjavíkurborg? Háskólinn á Bifröst á rætur sínar að rekja til samvinnuhreyfingarinnar á Íslandi og er því ljúft og skylt að svara ákalli eins og því frá SÞ um að veita samvinnufélögum sérstakan gaum í kennslu og rannsóknum. Í þeirri viðleitni vinnur Háskólinn á Bifröst m.a. að stofnun rannsóknarstofnunar um þetta gamalreynda rekstrarform, sem skapað hefur virði fyrir viðskiptavini og samfélög, áhugaverð störf fyrir launafólk og skilvirkar leiðir til að koma vörum á markað. Á alþjóðlegu ári samvinnuhreyfingarinnar 2025 mun Háskólinn á Bifröst blása til ráðstefnu um samvinnufélög þar sem innlendir og erlendir stjórnendur og fræðafólk mun deila innsýn í kosti samvinnufélaga og hvaða tæknibreytingar eru nú til staðar til að mæta áskorunum rekstrarformsins. Vonandi verður ákall SÞ öðrum stefnumótandi aðilum einnig hvatning til að skoða þennan möguleika og gera jafnvel sérstaklega ráð fyrir þeim þegar skipulag og úthlutun lóða til húsnæðis- og atvinnuuppbyggingar ber á góma. Elín H. Jónsdóttir, MBA, LL.M, lektor við lagadeild Háskólans á BifröstGuðrún Johnsen, PhD. deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Skóla- og menntamál Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
2025: Alþjóðlegt ár samvinnuhreyfinga hjá Sameinuðu Þjóðunum Í upphafi árs 2024 boðaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna (SÞ) að árið 2025 yrði alþjóðlegt ár samvinnufélaga, í annað sinn síðan árið 2012. Með þessu hvetja SÞ aðildarríki sín til að vekja athygli á samvinnufélögum, þeim möguleikum sem þau skapa í atvinnustarfsemi og framlagi þeirra til framkvæmdar sjálfbærrar efnahags- og samfélagsþróunar. Ennfremur hvetja SÞ stjórnvöld í aðildarríkjum til að styrkja rekstrarlegt vistkerfi samvinnufélaga svo nýta megi þetta rekstrarform í nýsköpun, hvers konar uppbyggingu efnahagslegra tækifæra og atvinnustarfsemi. Samvinnufélögin eru í eðli sínu sjálfbært rekstrarform sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni heldur eru þau stofnuð á samvinnugrundvelli til að efla hag félagsmanna eftir viðskiptalegri þátttöku þeirra í félagsstarfinu, t.d. af framleiðendum, viðskiptavinum, byggingaraðilum eða öðrum sem vilja skapa neytendaábáta, virði og rekstrarafgang til handa félagsmönnum og því samfélagi sem þau starfa í. Í takt við ákall SÞ beitti menningar - og viðskiptaráðherra Íslands sér fyrir því að löggjöf um samvinnufélög var endurskoðuð á vormánuðum 2024. Með því að draga úr kröfum um fjölda stofnfélaga samvinnufélags hefur ráðherrann og Alþingi rutt úr vegi óþarfa aðgangshindrunum að þessu formi atvinnurekstrar og framkvæmda. Húsnæðissamvinnufélög og byggingarsamvinnufélög: sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Samkvæmt yfirliti Hagstofu Íslands voru einungis sjö húsnæðisamvinnufélög skráð á Íslandi árið 2023. Flest voru þau skráð á árunum 2005-2009, en þá aðeins níu talsins. Ef Íslandi væri í takt við Danmörku ættu þessi félög að eiga 10,400 íbúðir á Íslandi, en 8% alls húsnæðismarkaðar er undir hatti húsnæðissamvinnufélaga (d. Andelsbolig) þar í landi. Í miðpunkti alþjóðlegs fjármálamarkaðar, New York borg, eru húsnæðissamvinnufélögin eitt algengasta búsetuform íbúa, eða um 74% af húsnæðismarkaðnum. Skoðunarefni er þess vegna hversu fátíð húsnæðissamvinnufélögin eru hér á landi en löggjöf um rekstur þeirra er til staðar. Það blasa við sóknarfæri fyrir bankastofnanir að bjóða húsnæðissamvinnufélögum og öðrum samvinnufélögum hagstæð kjör og sérstaka þjónustu við stofnun slíkra félaga, enda felast í því tækifæri til að auka lánveitingar sem uppfyllt geta skilyrði sívaxandi sjálfbærrar fjármögnunar bankanna, sem lífeyrissjóðir landsins og fleiri fjárfestar virðast fúsir að veita. Háskólinn á Bifröst svarar ákalli SÞ – hvað með sveitarfélög og Reykjavíkurborg? Háskólinn á Bifröst á rætur sínar að rekja til samvinnuhreyfingarinnar á Íslandi og er því ljúft og skylt að svara ákalli eins og því frá SÞ um að veita samvinnufélögum sérstakan gaum í kennslu og rannsóknum. Í þeirri viðleitni vinnur Háskólinn á Bifröst m.a. að stofnun rannsóknarstofnunar um þetta gamalreynda rekstrarform, sem skapað hefur virði fyrir viðskiptavini og samfélög, áhugaverð störf fyrir launafólk og skilvirkar leiðir til að koma vörum á markað. Á alþjóðlegu ári samvinnuhreyfingarinnar 2025 mun Háskólinn á Bifröst blása til ráðstefnu um samvinnufélög þar sem innlendir og erlendir stjórnendur og fræðafólk mun deila innsýn í kosti samvinnufélaga og hvaða tæknibreytingar eru nú til staðar til að mæta áskorunum rekstrarformsins. Vonandi verður ákall SÞ öðrum stefnumótandi aðilum einnig hvatning til að skoða þennan möguleika og gera jafnvel sérstaklega ráð fyrir þeim þegar skipulag og úthlutun lóða til húsnæðis- og atvinnuuppbyggingar ber á góma. Elín H. Jónsdóttir, MBA, LL.M, lektor við lagadeild Háskólans á BifröstGuðrún Johnsen, PhD. deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun