Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar 10. nóvember 2024 20:01 Það eru að koma kosningar og efnahagsmálin eru til umræðu. Í skoðanakönnunum flýgur Samfylking með himinskautum og röggsamur formaður flokksins ræðir ágæti skattahækkana og sterkara regluverks. Ef við horfum til Norður Ameríku voru Kanada og Bandaríkin með svipaða landsframleiðslu á mann árið 2014. Árið 2015 tók við vinstri stjórn Justin Trudeau sem setti á hátekjuskatt og hækkaði aðra skatta á einstaklinga og fyrirtæki. Um leið voru opinber útgjöld aukin. Undir stjórn hans hefur Kanada hækkað kolefnisgjöld og fjárfest í almenningsamgöngum og á sama tíma hafa stærstu borgir Kanada stutt við þær áherslur með þéttingu byggðar. Trudeau hefur einnig þótt nokkuð stjórnlyndur, sérstaklega á tímum heimsfaraldurs, og hefur í kjölfarið sýnt tilburði til að stýra upplýsingastreymi í landinu. Á meðfylgjadi mynd má sjá efnahagsþróun Kanada og Bandaríkjanna í formi landsframleiðslu á mann. Ljóst er að á meðan landsframleiðsla Bandaríkjanna hefur vaxið þá hefur ríkt stöðnun í Kanada frá árinu 2015. Lítið er fjárfest í tækni sem eykur framleiðni, því ávinningur af slíku er skattalagður burt. Fjárfestar telja áhættuminnst að fjárfesta í húsnæði, sem getur ekki annað en hækkað í verði eftir því sem þéttingu byggðar vindur fram. Íslendingar þurfa nú að velja sína leið. Höfundur er framkvæmdastjóri og áhugamaður um stjórnmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru að koma kosningar og efnahagsmálin eru til umræðu. Í skoðanakönnunum flýgur Samfylking með himinskautum og röggsamur formaður flokksins ræðir ágæti skattahækkana og sterkara regluverks. Ef við horfum til Norður Ameríku voru Kanada og Bandaríkin með svipaða landsframleiðslu á mann árið 2014. Árið 2015 tók við vinstri stjórn Justin Trudeau sem setti á hátekjuskatt og hækkaði aðra skatta á einstaklinga og fyrirtæki. Um leið voru opinber útgjöld aukin. Undir stjórn hans hefur Kanada hækkað kolefnisgjöld og fjárfest í almenningsamgöngum og á sama tíma hafa stærstu borgir Kanada stutt við þær áherslur með þéttingu byggðar. Trudeau hefur einnig þótt nokkuð stjórnlyndur, sérstaklega á tímum heimsfaraldurs, og hefur í kjölfarið sýnt tilburði til að stýra upplýsingastreymi í landinu. Á meðfylgjadi mynd má sjá efnahagsþróun Kanada og Bandaríkjanna í formi landsframleiðslu á mann. Ljóst er að á meðan landsframleiðsla Bandaríkjanna hefur vaxið þá hefur ríkt stöðnun í Kanada frá árinu 2015. Lítið er fjárfest í tækni sem eykur framleiðni, því ávinningur af slíku er skattalagður burt. Fjárfestar telja áhættuminnst að fjárfesta í húsnæði, sem getur ekki annað en hækkað í verði eftir því sem þéttingu byggðar vindur fram. Íslendingar þurfa nú að velja sína leið. Höfundur er framkvæmdastjóri og áhugamaður um stjórnmál.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar