Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar 10. nóvember 2024 13:45 Græðgisbólga eða greedflation, vísar til þess þegar fyrirtæki nýta verðbólgu til að auka hagnað sinn með því að hækka vöruverð meira en nauðsyn krefur. Hagnaður innlendra matvörurisa hefur aukist verulega síðustu misseri. Þetta bendir til þess að fyrirtækin séu að nýta sér aðstæður til að bæta eigin hag og auka framlegð á kostnað neytenda. Hagnaðardrifin verðbólga er raunverulegt fyrirbæri og stafar af því þegar fyrirtæki hækka verð meira en réttlætanlegt er vegna efnahagsaðstæðna hverju sinni. Þetta þýðir einfaldlega að hveiti og kartöflur kosta meira en þörf er á vegna þess að matvöruverslanir eiga þess kost að hámarka hagnað sinn á þinn kostnað. Við búum við skort á samkeppni hér á landi og geta markaðsráðandi öfl auðveldlega samræmt verðhækkanir án mikillar samkeppni sem annars héldi niðri verðlagi, enda græða allir jafnt á því, nema almenningur. Það er ömurleg staða á verðbólgutímum að hagnaður stórfyrirtækja aukist óhóflega á kostnað almennings. Það er fólkið í landinu sem ber þungann af þessum verðhækkunum og þurfa jafnvel að safna skuldum til að halda í við verðlagshækkanir, á tímum þar sem peningar eru ógeðslega dýrir. Það eru stórfyrirtæki sem stjórna verðlagningunni allt frá innflutningi yfir í matarkörfuna þína. Fjöldi greininga hefur sýnt hvernig stórfyrirtæki nýta sér almennt verðbólgu til að hækka verð jafnvel þegar kostnaðarhækkanir réttlæta það ekki. Græðgi sem þessi grefur undan trausti almennings, græðgi sem eykur ójöfnuð. Það er alveg ljóst að við þurfum að stórefla eftirlit með verðlagningu og auðvelda rannsóknir á óeðlilegum hagnaðardrifnum verðhækkunum almenningi til varnar. Það er hlutverk stjórnvalda að verja neytendur, þar þurfum við að gera miklu betur og gætum t.a.m. stigið inn með því að setja þak á verðlagningu á nauðsynjavörum þegar á brattann sækir. Við getum líka gert betur í samráði við verkalýðsfélög og samtök neytenda til að tryggja að launahækkanir leiði ekki sjálfkrafa til verðhækkana, heldur að fyrirtæki sýni sjálfsagða samfélagslega ábyrgð og ýti ekki launahækkunum út í verðlag. Matvöruverslanir sem stór hluti landsmanna treysta á, hafa í skjóli verðbólgu rakað inn milljörðum og aukið hagnað sinn svo um munar, hagnað sem endar í vösum eigenda á meðan almenningur stendur í stórræðum til að sjá sér farborða. Svona viljum við ekki hafa þetta. Græðgi er skýrasta birtingarmynd vár kapítalismans, þar sem auðstéttin ræður ferðinni og almenningur ber byrðarnar. Hagnaður sem skapast á kostnað vinnandi fólks ætti að renna aftur til samfélagsins, ekki í vasa auðjöfra sem hlýja sér á verðbólgubálinu. Höfundur er frambjóðandi VG í 2. sæti í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Bjarki Hjörleifsson Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Sjá meira
Græðgisbólga eða greedflation, vísar til þess þegar fyrirtæki nýta verðbólgu til að auka hagnað sinn með því að hækka vöruverð meira en nauðsyn krefur. Hagnaður innlendra matvörurisa hefur aukist verulega síðustu misseri. Þetta bendir til þess að fyrirtækin séu að nýta sér aðstæður til að bæta eigin hag og auka framlegð á kostnað neytenda. Hagnaðardrifin verðbólga er raunverulegt fyrirbæri og stafar af því þegar fyrirtæki hækka verð meira en réttlætanlegt er vegna efnahagsaðstæðna hverju sinni. Þetta þýðir einfaldlega að hveiti og kartöflur kosta meira en þörf er á vegna þess að matvöruverslanir eiga þess kost að hámarka hagnað sinn á þinn kostnað. Við búum við skort á samkeppni hér á landi og geta markaðsráðandi öfl auðveldlega samræmt verðhækkanir án mikillar samkeppni sem annars héldi niðri verðlagi, enda græða allir jafnt á því, nema almenningur. Það er ömurleg staða á verðbólgutímum að hagnaður stórfyrirtækja aukist óhóflega á kostnað almennings. Það er fólkið í landinu sem ber þungann af þessum verðhækkunum og þurfa jafnvel að safna skuldum til að halda í við verðlagshækkanir, á tímum þar sem peningar eru ógeðslega dýrir. Það eru stórfyrirtæki sem stjórna verðlagningunni allt frá innflutningi yfir í matarkörfuna þína. Fjöldi greininga hefur sýnt hvernig stórfyrirtæki nýta sér almennt verðbólgu til að hækka verð jafnvel þegar kostnaðarhækkanir réttlæta það ekki. Græðgi sem þessi grefur undan trausti almennings, græðgi sem eykur ójöfnuð. Það er alveg ljóst að við þurfum að stórefla eftirlit með verðlagningu og auðvelda rannsóknir á óeðlilegum hagnaðardrifnum verðhækkunum almenningi til varnar. Það er hlutverk stjórnvalda að verja neytendur, þar þurfum við að gera miklu betur og gætum t.a.m. stigið inn með því að setja þak á verðlagningu á nauðsynjavörum þegar á brattann sækir. Við getum líka gert betur í samráði við verkalýðsfélög og samtök neytenda til að tryggja að launahækkanir leiði ekki sjálfkrafa til verðhækkana, heldur að fyrirtæki sýni sjálfsagða samfélagslega ábyrgð og ýti ekki launahækkunum út í verðlag. Matvöruverslanir sem stór hluti landsmanna treysta á, hafa í skjóli verðbólgu rakað inn milljörðum og aukið hagnað sinn svo um munar, hagnað sem endar í vösum eigenda á meðan almenningur stendur í stórræðum til að sjá sér farborða. Svona viljum við ekki hafa þetta. Græðgi er skýrasta birtingarmynd vár kapítalismans, þar sem auðstéttin ræður ferðinni og almenningur ber byrðarnar. Hagnaður sem skapast á kostnað vinnandi fólks ætti að renna aftur til samfélagsins, ekki í vasa auðjöfra sem hlýja sér á verðbólgubálinu. Höfundur er frambjóðandi VG í 2. sæti í Norðvesturkjördæmi.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun