Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar 10. nóvember 2024 13:45 Græðgisbólga eða greedflation, vísar til þess þegar fyrirtæki nýta verðbólgu til að auka hagnað sinn með því að hækka vöruverð meira en nauðsyn krefur. Hagnaður innlendra matvörurisa hefur aukist verulega síðustu misseri. Þetta bendir til þess að fyrirtækin séu að nýta sér aðstæður til að bæta eigin hag og auka framlegð á kostnað neytenda. Hagnaðardrifin verðbólga er raunverulegt fyrirbæri og stafar af því þegar fyrirtæki hækka verð meira en réttlætanlegt er vegna efnahagsaðstæðna hverju sinni. Þetta þýðir einfaldlega að hveiti og kartöflur kosta meira en þörf er á vegna þess að matvöruverslanir eiga þess kost að hámarka hagnað sinn á þinn kostnað. Við búum við skort á samkeppni hér á landi og geta markaðsráðandi öfl auðveldlega samræmt verðhækkanir án mikillar samkeppni sem annars héldi niðri verðlagi, enda græða allir jafnt á því, nema almenningur. Það er ömurleg staða á verðbólgutímum að hagnaður stórfyrirtækja aukist óhóflega á kostnað almennings. Það er fólkið í landinu sem ber þungann af þessum verðhækkunum og þurfa jafnvel að safna skuldum til að halda í við verðlagshækkanir, á tímum þar sem peningar eru ógeðslega dýrir. Það eru stórfyrirtæki sem stjórna verðlagningunni allt frá innflutningi yfir í matarkörfuna þína. Fjöldi greininga hefur sýnt hvernig stórfyrirtæki nýta sér almennt verðbólgu til að hækka verð jafnvel þegar kostnaðarhækkanir réttlæta það ekki. Græðgi sem þessi grefur undan trausti almennings, græðgi sem eykur ójöfnuð. Það er alveg ljóst að við þurfum að stórefla eftirlit með verðlagningu og auðvelda rannsóknir á óeðlilegum hagnaðardrifnum verðhækkunum almenningi til varnar. Það er hlutverk stjórnvalda að verja neytendur, þar þurfum við að gera miklu betur og gætum t.a.m. stigið inn með því að setja þak á verðlagningu á nauðsynjavörum þegar á brattann sækir. Við getum líka gert betur í samráði við verkalýðsfélög og samtök neytenda til að tryggja að launahækkanir leiði ekki sjálfkrafa til verðhækkana, heldur að fyrirtæki sýni sjálfsagða samfélagslega ábyrgð og ýti ekki launahækkunum út í verðlag. Matvöruverslanir sem stór hluti landsmanna treysta á, hafa í skjóli verðbólgu rakað inn milljörðum og aukið hagnað sinn svo um munar, hagnað sem endar í vösum eigenda á meðan almenningur stendur í stórræðum til að sjá sér farborða. Svona viljum við ekki hafa þetta. Græðgi er skýrasta birtingarmynd vár kapítalismans, þar sem auðstéttin ræður ferðinni og almenningur ber byrðarnar. Hagnaður sem skapast á kostnað vinnandi fólks ætti að renna aftur til samfélagsins, ekki í vasa auðjöfra sem hlýja sér á verðbólgubálinu. Höfundur er frambjóðandi VG í 2. sæti í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Bjarki Hjörleifsson Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Græðgisbólga eða greedflation, vísar til þess þegar fyrirtæki nýta verðbólgu til að auka hagnað sinn með því að hækka vöruverð meira en nauðsyn krefur. Hagnaður innlendra matvörurisa hefur aukist verulega síðustu misseri. Þetta bendir til þess að fyrirtækin séu að nýta sér aðstæður til að bæta eigin hag og auka framlegð á kostnað neytenda. Hagnaðardrifin verðbólga er raunverulegt fyrirbæri og stafar af því þegar fyrirtæki hækka verð meira en réttlætanlegt er vegna efnahagsaðstæðna hverju sinni. Þetta þýðir einfaldlega að hveiti og kartöflur kosta meira en þörf er á vegna þess að matvöruverslanir eiga þess kost að hámarka hagnað sinn á þinn kostnað. Við búum við skort á samkeppni hér á landi og geta markaðsráðandi öfl auðveldlega samræmt verðhækkanir án mikillar samkeppni sem annars héldi niðri verðlagi, enda græða allir jafnt á því, nema almenningur. Það er ömurleg staða á verðbólgutímum að hagnaður stórfyrirtækja aukist óhóflega á kostnað almennings. Það er fólkið í landinu sem ber þungann af þessum verðhækkunum og þurfa jafnvel að safna skuldum til að halda í við verðlagshækkanir, á tímum þar sem peningar eru ógeðslega dýrir. Það eru stórfyrirtæki sem stjórna verðlagningunni allt frá innflutningi yfir í matarkörfuna þína. Fjöldi greininga hefur sýnt hvernig stórfyrirtæki nýta sér almennt verðbólgu til að hækka verð jafnvel þegar kostnaðarhækkanir réttlæta það ekki. Græðgi sem þessi grefur undan trausti almennings, græðgi sem eykur ójöfnuð. Það er alveg ljóst að við þurfum að stórefla eftirlit með verðlagningu og auðvelda rannsóknir á óeðlilegum hagnaðardrifnum verðhækkunum almenningi til varnar. Það er hlutverk stjórnvalda að verja neytendur, þar þurfum við að gera miklu betur og gætum t.a.m. stigið inn með því að setja þak á verðlagningu á nauðsynjavörum þegar á brattann sækir. Við getum líka gert betur í samráði við verkalýðsfélög og samtök neytenda til að tryggja að launahækkanir leiði ekki sjálfkrafa til verðhækkana, heldur að fyrirtæki sýni sjálfsagða samfélagslega ábyrgð og ýti ekki launahækkunum út í verðlag. Matvöruverslanir sem stór hluti landsmanna treysta á, hafa í skjóli verðbólgu rakað inn milljörðum og aukið hagnað sinn svo um munar, hagnað sem endar í vösum eigenda á meðan almenningur stendur í stórræðum til að sjá sér farborða. Svona viljum við ekki hafa þetta. Græðgi er skýrasta birtingarmynd vár kapítalismans, þar sem auðstéttin ræður ferðinni og almenningur ber byrðarnar. Hagnaður sem skapast á kostnað vinnandi fólks ætti að renna aftur til samfélagsins, ekki í vasa auðjöfra sem hlýja sér á verðbólgubálinu. Höfundur er frambjóðandi VG í 2. sæti í Norðvesturkjördæmi.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun