Alba vann leikinn með 8 stiga mun, lokatölur 96-88. Martin og Trevian Williams voru einu leikmenn Alba sem skiluðu tvöfaldri tvennu í kvöld en það var þó ekki í sömu flokkum.
LET‘S F******* GOO! 😤
— ALBA BERLIN (@albaberlin) November 9, 2024
Wir holen uns in der Uber Arena einen Statement-Sieg gegen die @easyCreditBBL-Tabellenführer von @ratiopharmulm. Was für eine Energieleistung, was für ein Fight! 🔥🤩
📸 Tilo Wiedensohler pic.twitter.com/ZfoHsnGLZx
Williams var stigahæstur með 23 stig ásamt því að taka flest fráköst eða 11 talsins. Martin var hins vegar stoðsendingahæstur með 11 slíkar ásamt því að skora 11 stig sjálfur og taka eitt frákast.
Alba Berlín hefur ekki byrjað tímabilið frábærlega og er nú í 11. sæti með þrjá sigra í fyrstu sjö leikjum tímabilsins. Ulm er eitt af betri liðum deildarinnar en liðið jafnt Bayern á toppnum með fimm sigra og tvö töp.