Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar 7. nóvember 2024 13:00 Samfylkingin er með plan Það er sama hvar maður kemur að tali við kjósendur um hvaða mál liggja þeim á hjarta í komandi kosningum. Öll nefna húsnæðismál, efnahagsmál og heilbrigðismál. Það er samhljóma þeim samtölum sem Samfylkingin hefur átt við fólkið í landinu á liðnum tveimur árum. Flokkurinn hefur farið í mikla málefnavinnu, í samráði við almenning, fagfélög, félagasamtök, sérfræðinga og fleiri. Plan Samfylkingar fyrir komandi tvö kjörtímabil er kynnt í þremur útspilum Samfylkingarinnar: Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, Krafa um árangur í atvinnu og samgöngumálum og Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum, allt auðlesnar og innihaldsríkar áætlanir þar sem vilji til framkvæmda er rauður þráður. Útspilin endurspegla grunnhugmynd flokksins um að stöðugleiki, kröftug verðmætasköpun, öguð ríkisfjármál og skynsamleg tekjuöflun, verði grunnur að sterkri velferð og greiðslu á innviðaskuldum sem hafa fengið að safnast upp allt of lengi. Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Því var nýlega haldið fram að Samfylkingin ætli að hækka skatta um ákveðna upphæð á mann. Það er ekki rétt. Það er alls ekki þannig að Samfylkingin ætli að dreifa skattheimtu á fólkið í landinu. Við ætlum að vinna fyrir því sem þarf til að ráðast í uppbyggingu á innviðum og velferðarkerfi með skynsamlegum hætti. Í fyrsta lagi með tiltekt í rekstri ríkisins, í öðru lagi með sanngjarnri tekjuöflun og í þriðja lagi með vitneskju um það að sumar fjárfestingar í innviðum munu skila sér í aukinni verðmætasköpun til lengri tíma litið. Öll plön Samfylkingar miðast við að vinna jafnt og þétt í málum yfir tvö kjörtímabil en hingað til hefur skort á slíka langtímasýn í íslenskum stjórnmálum. Samfylkingin hyggst ekki taka neinar kollsteypur í íslensku þjóðfélagi, heldur leggur áherslu á að setja raunhæf markmið og taka örugg skref í átt að betra samfélagi. Hvað varðar tekjuöflun ríkisins er ætlunin að setja á almennt og hóflegt auðlindagjald og með því að skrúfa fyrir skattaglufur sem er jú sanngirnismál. Eina skattahækkunin sem Samfylkingin hefur talað fyrir er hófleg hækkun fjármagnstekjuskatts úr 22% í 25%, en með samhliða hækkun á frítekjumörkum fjármagnstekna. Hvergi er að finna áform um skattlagningu almenns launafólks með hækkun á tekjuskatti. Svikin loforð Sjálfstæðisflokks Sjálfstæðisflokkurinn hefur hækkað kostnað heimilanna verulega á undanförnum árum, því höfum við öll fundið fyrir. Með verðbólgu, vöxtum og húsnæðisverði. Vextir heimilanna af húsnæðislánum voru 40 milljörðum hærri árið 2023 miðað við 2021. Greiðslubyrði af meðalláni hefur hækkað um 150 til 350 þúsund krónur á mánuði eftir því hvort lánið er verðtryggt eða ekki. Meðalíbúð hefur hækkað úr 50 í 70 milljónir króna. Um leið hefur matarkarfan hækkað svo um munar, eða um 400 þúsund krónur á ári fyrir fjölskyldu sem varði 125 þúsundum króna í mat á mánuði árið 2021. Þá hefur skattbyrði venjulegs vinnandi fólks hækkað jafnt og þétt í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem byggir á gögnum frá Hagstofu Íslands, undantekning er reyndar tekjuhæsta tíundin þar sem skattar hafa lækkað hlutfallslega. Þetta er ekki eins og lofað var þegar formaður Sjálfstæðisflokksins lofaði lágum vöxtum og lægri sköttum fyrir síðustu alþingiskosningar. Þá er hvergi að sjá þess merki um hver plön Sjálfstæðisflokksins eru að þessu sinni. Samfylkingin lækkar kostnað heimilanna Kæru kjósendur. Samfylkingin ætlar að lækka kostnað heimilanna með þeim aðgerðum sem að ofan voru nefndar, fáum við til þess umboð í kosningum. Það væri rangt að hækka skatta á vinnandi fólk eftir allar þær álögur sem fráfarandi ríkisstjórn hefur lagt á almenning. Lærum af fortíðinni og horfum til framtíðar. Það er hægt að gera betur. Þann 30. nóvember fær þjóðin tækifæri til að kjósa nýtt upphaf undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, hagfræðings og formanns Samfylkingarinnar en henni er hægt að treysta fyrir ábyrgri hagstórn. Nýtum það tækifæri samfélaginu til heilla. Höfundur skipar 1. sæti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Samfylkingin er með plan Það er sama hvar maður kemur að tali við kjósendur um hvaða mál liggja þeim á hjarta í komandi kosningum. Öll nefna húsnæðismál, efnahagsmál og heilbrigðismál. Það er samhljóma þeim samtölum sem Samfylkingin hefur átt við fólkið í landinu á liðnum tveimur árum. Flokkurinn hefur farið í mikla málefnavinnu, í samráði við almenning, fagfélög, félagasamtök, sérfræðinga og fleiri. Plan Samfylkingar fyrir komandi tvö kjörtímabil er kynnt í þremur útspilum Samfylkingarinnar: Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, Krafa um árangur í atvinnu og samgöngumálum og Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum, allt auðlesnar og innihaldsríkar áætlanir þar sem vilji til framkvæmda er rauður þráður. Útspilin endurspegla grunnhugmynd flokksins um að stöðugleiki, kröftug verðmætasköpun, öguð ríkisfjármál og skynsamleg tekjuöflun, verði grunnur að sterkri velferð og greiðslu á innviðaskuldum sem hafa fengið að safnast upp allt of lengi. Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Því var nýlega haldið fram að Samfylkingin ætli að hækka skatta um ákveðna upphæð á mann. Það er ekki rétt. Það er alls ekki þannig að Samfylkingin ætli að dreifa skattheimtu á fólkið í landinu. Við ætlum að vinna fyrir því sem þarf til að ráðast í uppbyggingu á innviðum og velferðarkerfi með skynsamlegum hætti. Í fyrsta lagi með tiltekt í rekstri ríkisins, í öðru lagi með sanngjarnri tekjuöflun og í þriðja lagi með vitneskju um það að sumar fjárfestingar í innviðum munu skila sér í aukinni verðmætasköpun til lengri tíma litið. Öll plön Samfylkingar miðast við að vinna jafnt og þétt í málum yfir tvö kjörtímabil en hingað til hefur skort á slíka langtímasýn í íslenskum stjórnmálum. Samfylkingin hyggst ekki taka neinar kollsteypur í íslensku þjóðfélagi, heldur leggur áherslu á að setja raunhæf markmið og taka örugg skref í átt að betra samfélagi. Hvað varðar tekjuöflun ríkisins er ætlunin að setja á almennt og hóflegt auðlindagjald og með því að skrúfa fyrir skattaglufur sem er jú sanngirnismál. Eina skattahækkunin sem Samfylkingin hefur talað fyrir er hófleg hækkun fjármagnstekjuskatts úr 22% í 25%, en með samhliða hækkun á frítekjumörkum fjármagnstekna. Hvergi er að finna áform um skattlagningu almenns launafólks með hækkun á tekjuskatti. Svikin loforð Sjálfstæðisflokks Sjálfstæðisflokkurinn hefur hækkað kostnað heimilanna verulega á undanförnum árum, því höfum við öll fundið fyrir. Með verðbólgu, vöxtum og húsnæðisverði. Vextir heimilanna af húsnæðislánum voru 40 milljörðum hærri árið 2023 miðað við 2021. Greiðslubyrði af meðalláni hefur hækkað um 150 til 350 þúsund krónur á mánuði eftir því hvort lánið er verðtryggt eða ekki. Meðalíbúð hefur hækkað úr 50 í 70 milljónir króna. Um leið hefur matarkarfan hækkað svo um munar, eða um 400 þúsund krónur á ári fyrir fjölskyldu sem varði 125 þúsundum króna í mat á mánuði árið 2021. Þá hefur skattbyrði venjulegs vinnandi fólks hækkað jafnt og þétt í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem byggir á gögnum frá Hagstofu Íslands, undantekning er reyndar tekjuhæsta tíundin þar sem skattar hafa lækkað hlutfallslega. Þetta er ekki eins og lofað var þegar formaður Sjálfstæðisflokksins lofaði lágum vöxtum og lægri sköttum fyrir síðustu alþingiskosningar. Þá er hvergi að sjá þess merki um hver plön Sjálfstæðisflokksins eru að þessu sinni. Samfylkingin lækkar kostnað heimilanna Kæru kjósendur. Samfylkingin ætlar að lækka kostnað heimilanna með þeim aðgerðum sem að ofan voru nefndar, fáum við til þess umboð í kosningum. Það væri rangt að hækka skatta á vinnandi fólk eftir allar þær álögur sem fráfarandi ríkisstjórn hefur lagt á almenning. Lærum af fortíðinni og horfum til framtíðar. Það er hægt að gera betur. Þann 30. nóvember fær þjóðin tækifæri til að kjósa nýtt upphaf undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, hagfræðings og formanns Samfylkingarinnar en henni er hægt að treysta fyrir ábyrgri hagstórn. Nýtum það tækifæri samfélaginu til heilla. Höfundur skipar 1. sæti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar