Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. nóvember 2024 13:00 Danielle Rodriguez. Vísir/Vilhelm „Ég er spennt. Mjög spennt. Þetta hefur verið í vinnslu í tvö ár og þetta er eitthvað sem ég hef viljað og beðið eftir í tvö ár, svo spennan er mikil,“ segir Danielle Rodriguez sem mun þreyta frumraun sína fyrir íslenska landsliðið í undankeppni EM í körfubolta í kvöld. Ísland mætir Slóvakíu í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld og er um að ræða fyrsta landsleik Íslands í tólf mánuði. Danielle fékk ríkisborgararétt hér á landi í desember í fyrra og hefur því beðið óþreyjufull. „Ég fékk ríkisborgararéttinn í desember og það var augljóslega enginn landsleikjagluggi í febrúar svo þetta hefur verið tíu mánaða bið eftir þessu tækifæri,“ segir Danielle. Klippa: Getur loks spilað fyrir Ísland Eftir að hin bandaríska Danielle fékk ríkisborgararéttinn bauðst henni tækifæri að spila á meginlandinu, enda telst hún í dag sem evrópskur leikmaður, sem breytti stöðu hennar gagnvart reglum um bandaríska leikmenn. Hún flutti búferlum til Sviss og spilar með liði Fribourg. „Lífið er gott. Deildin er sterk og það að spila í Evrópukeppni hefur verið ný áskorun. Þetta er allt annað stig körfubolta en þess vegna er ég líka spennt að fá þetta tækifæri, að komast á enn eitt nýja stigið í körfuboltanum,“ segir Danielle sem segir hins vegar gott að komast heim til Íslands. „Auðvitað. Þetta er heimalandið. Ég er búin að vera hérna í nokkra daga og er spennt að geta eytt heilli viku hérna,“ segir Danielle. Hún er þá elsti nýliðinn í ungum og óreyndum íslenskum landsliðshópi. „Frumraun fyrir landsliðið, þrítug. Það segja mér allir að þrátt fyrir aldurinn sé ég nýliði og að aldurinn breyti engu um það. Ég er elsti nýliðinn en það er allt í fína,“ segir Danielle. Leikur Íslands og Slóvakíu hefst klukkan 19:30 og verður lýst beint á Vísi. Landslið kvenna í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira
Ísland mætir Slóvakíu í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld og er um að ræða fyrsta landsleik Íslands í tólf mánuði. Danielle fékk ríkisborgararétt hér á landi í desember í fyrra og hefur því beðið óþreyjufull. „Ég fékk ríkisborgararéttinn í desember og það var augljóslega enginn landsleikjagluggi í febrúar svo þetta hefur verið tíu mánaða bið eftir þessu tækifæri,“ segir Danielle. Klippa: Getur loks spilað fyrir Ísland Eftir að hin bandaríska Danielle fékk ríkisborgararéttinn bauðst henni tækifæri að spila á meginlandinu, enda telst hún í dag sem evrópskur leikmaður, sem breytti stöðu hennar gagnvart reglum um bandaríska leikmenn. Hún flutti búferlum til Sviss og spilar með liði Fribourg. „Lífið er gott. Deildin er sterk og það að spila í Evrópukeppni hefur verið ný áskorun. Þetta er allt annað stig körfubolta en þess vegna er ég líka spennt að fá þetta tækifæri, að komast á enn eitt nýja stigið í körfuboltanum,“ segir Danielle sem segir hins vegar gott að komast heim til Íslands. „Auðvitað. Þetta er heimalandið. Ég er búin að vera hérna í nokkra daga og er spennt að geta eytt heilli viku hérna,“ segir Danielle. Hún er þá elsti nýliðinn í ungum og óreyndum íslenskum landsliðshópi. „Frumraun fyrir landsliðið, þrítug. Það segja mér allir að þrátt fyrir aldurinn sé ég nýliði og að aldurinn breyti engu um það. Ég er elsti nýliðinn en það er allt í fína,“ segir Danielle. Leikur Íslands og Slóvakíu hefst klukkan 19:30 og verður lýst beint á Vísi.
Landslið kvenna í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira