Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar 7. nóvember 2024 08:46 Verkfall er síðasta úrræði launþega í kjarabaráttu. Verkfall þarf því að bíta ef það á að hafa áhrif. Kennarar eru hins vegar ekki í alvöru verkfalli sem ætlað er að bíta. Þeir eru í baunabyssuverkfalli sem hefur engin áhrif á viðsemjendur þeirra. Einu áhrifin eru að ergja þá sem verða fyrir baunaskotunum - börn í nokkrum skólum, foreldra þeirra, afa og ömmur, önnur skyldmenni svo og vinnuveitendur foreldranna. Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga missir ekki svefn þó nokkur lítil börn úti í bæ séu svipt skólastarfinu. Því síður samninganefnd kennara. Enda eru samningafundir fáir og ekkert að gerast. Formaður kennara krefst þess að sveitarfélögin og ríkisstjórnin höggvi á hnútinn og láti undan kröfunum. Samt veit hann að ríkisstjórnin hefur ekkert umboð til þess. „Okkur verður ekki hvikað,“ segir kennaraformaðurinn. Er ætlun hans þá að halda úti skæruverkföllunum þangað til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð? Eiga að líða mánuðir þangað til börnin komast aftur í skólann? Baunabyssuverkföllin hafa engu breytt og munu engu breyta í þessari kjarabaráttu. Það er hreinlegast fyrir kennaraforystuna að láta gott heita í þeim efnum. Eða þá ganga rösklega til verks og boða allsherjarverkfall kennara. Það skiptir engu máli í þessari umræðu hvort kennarar eigi skilið betri kjör eða ekki. Lausn á því fæst ekki núna, þegar ríkisstjórnin er varla nema nafnið, kosningar framundan og sveitarfélögin að klára fjárhagsáætlanir. Réttast væri að kennarar tækju sér hlé frá því að reyna að þvinga fram kjarabætur og héldu svo samtalinu áfram eftir kosningar við stjórnvöld sem hafa skýrt umboð og bera ábyrgð. Höfundur er afi nemanda í Leikskóla Seltjarnarness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Verkfall er síðasta úrræði launþega í kjarabaráttu. Verkfall þarf því að bíta ef það á að hafa áhrif. Kennarar eru hins vegar ekki í alvöru verkfalli sem ætlað er að bíta. Þeir eru í baunabyssuverkfalli sem hefur engin áhrif á viðsemjendur þeirra. Einu áhrifin eru að ergja þá sem verða fyrir baunaskotunum - börn í nokkrum skólum, foreldra þeirra, afa og ömmur, önnur skyldmenni svo og vinnuveitendur foreldranna. Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga missir ekki svefn þó nokkur lítil börn úti í bæ séu svipt skólastarfinu. Því síður samninganefnd kennara. Enda eru samningafundir fáir og ekkert að gerast. Formaður kennara krefst þess að sveitarfélögin og ríkisstjórnin höggvi á hnútinn og láti undan kröfunum. Samt veit hann að ríkisstjórnin hefur ekkert umboð til þess. „Okkur verður ekki hvikað,“ segir kennaraformaðurinn. Er ætlun hans þá að halda úti skæruverkföllunum þangað til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð? Eiga að líða mánuðir þangað til börnin komast aftur í skólann? Baunabyssuverkföllin hafa engu breytt og munu engu breyta í þessari kjarabaráttu. Það er hreinlegast fyrir kennaraforystuna að láta gott heita í þeim efnum. Eða þá ganga rösklega til verks og boða allsherjarverkfall kennara. Það skiptir engu máli í þessari umræðu hvort kennarar eigi skilið betri kjör eða ekki. Lausn á því fæst ekki núna, þegar ríkisstjórnin er varla nema nafnið, kosningar framundan og sveitarfélögin að klára fjárhagsáætlanir. Réttast væri að kennarar tækju sér hlé frá því að reyna að þvinga fram kjarabætur og héldu svo samtalinu áfram eftir kosningar við stjórnvöld sem hafa skýrt umboð og bera ábyrgð. Höfundur er afi nemanda í Leikskóla Seltjarnarness.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar