Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar 6. nóvember 2024 08:17 Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni. Þetta er afleiðing sjö ára stjórnartíðar ríkisstjórnar sem hefur ítrekað brugðist ungu fólki í landinu og látið hjá líða að grípa til raunhæfra aðgerða til að bæta lífsskilyrði þess. Í dag berst ungt fólk við að borga húsnæðislán sem aðeins sum hafa komist í gegnum hjálp foreldra eða annarra náinna. Hin greiða himinháa leigu eða búa áfram í foreldrahúsum vegna gjörsamlega óviðráðanlegs húsnæðismarkaðar. Ungt fólk berst í bökkum við að borga af húsnæðisláninu sínu, þ.e. þau sem hafa verið svo heppin að komast inn á klikkaðan húsnæðismarkaði með aðstoð foreldra eða annarra nákominna. Þau sem ekki eru svo heppin borga himinháa leigu á jafn klikkuðum leigumarkaði eða neyðast til að búa í foreldrahúsum. Ein mesta verðbólga sem mælist í allri Evrópu um þessar mundir og gífurlegir stýrivextir bitna þannig harkalega á öllu ungu fólki á meðan ríkisstjórnin hefur ekki haft kjark eða trúverðugleika til þess að takast á við þessar áskoranir. Þau hafa í staðinn eytt tíma sínum í að benda á hvort annað eða Seðlabankann og á meðan versnar staða ungs fólks. Ekki bara það, heldur sjáum við velferðarkerfið molna undan fjársvelti. Á sjúkrahúsinu á Akureyri eru árlegar fjárveitingar ekki nægjanlegar til að veita mikilvæga og nauðsynlega þjónustu, eins og geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni, og menntastofnanir eru í stöðugri baráttu við að verja starfsemi sína í skugga niðurskurðar. Tilraunir til að sameina framhaldsskólana hér í þágu kostnaðarklípu eru aðeins ein birtingarmynd þess. Þegar kosningar nálgast byrjar fólk í stjórnmálaflokkunum að tala fallega og sækjast eftir fylgi ungs fólks, lofa því öllu fögru þó reynslan sýni að þau tala oft með einum hætti til unga fólksins en öðrum til annarra. En ungt fólk er vakandi, það skilur pólitík og veit hvað það vill. Við viljum stjórnmálaflokka sem hafa hugrekki til að tala skýrt og vera hreinskilnir um bæði hvað þeir ætla að gera og hvað þeir ætla ekki að gera. Við þurfum stefnu sem er byggð á raunverulegri framtíðarsýn fyrir þjóðina, ekki bara tómum loforðum. Ekki bara lofa öllum öllu heldur bjóða upp á skýra framtíðarsýn fyrir íslensku þjóðina. Þetta hefur Samfylkingin gert. Samfylkingin er með skýrt framtíðarplan, hún hefur sýnt að hún er tilbúin að takast á við verkefnin framundan, og það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að ganga til liðs við hana. Ég hvet ungt fólk til að sameinast og styðja Samfylkinguna í komandi kosningum, því þetta er flokkurinn sem er tilbúinn að grípa til aðgerða sem hafa raunveruleg áhrif strax. Það er of mikið í húfi til að láta þessi tækifæri fram hjá okkur fara. Höfundur er forseti Sölku - Ungs Jafnaðarfólks á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni. Þetta er afleiðing sjö ára stjórnartíðar ríkisstjórnar sem hefur ítrekað brugðist ungu fólki í landinu og látið hjá líða að grípa til raunhæfra aðgerða til að bæta lífsskilyrði þess. Í dag berst ungt fólk við að borga húsnæðislán sem aðeins sum hafa komist í gegnum hjálp foreldra eða annarra náinna. Hin greiða himinháa leigu eða búa áfram í foreldrahúsum vegna gjörsamlega óviðráðanlegs húsnæðismarkaðar. Ungt fólk berst í bökkum við að borga af húsnæðisláninu sínu, þ.e. þau sem hafa verið svo heppin að komast inn á klikkaðan húsnæðismarkaði með aðstoð foreldra eða annarra nákominna. Þau sem ekki eru svo heppin borga himinháa leigu á jafn klikkuðum leigumarkaði eða neyðast til að búa í foreldrahúsum. Ein mesta verðbólga sem mælist í allri Evrópu um þessar mundir og gífurlegir stýrivextir bitna þannig harkalega á öllu ungu fólki á meðan ríkisstjórnin hefur ekki haft kjark eða trúverðugleika til þess að takast á við þessar áskoranir. Þau hafa í staðinn eytt tíma sínum í að benda á hvort annað eða Seðlabankann og á meðan versnar staða ungs fólks. Ekki bara það, heldur sjáum við velferðarkerfið molna undan fjársvelti. Á sjúkrahúsinu á Akureyri eru árlegar fjárveitingar ekki nægjanlegar til að veita mikilvæga og nauðsynlega þjónustu, eins og geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni, og menntastofnanir eru í stöðugri baráttu við að verja starfsemi sína í skugga niðurskurðar. Tilraunir til að sameina framhaldsskólana hér í þágu kostnaðarklípu eru aðeins ein birtingarmynd þess. Þegar kosningar nálgast byrjar fólk í stjórnmálaflokkunum að tala fallega og sækjast eftir fylgi ungs fólks, lofa því öllu fögru þó reynslan sýni að þau tala oft með einum hætti til unga fólksins en öðrum til annarra. En ungt fólk er vakandi, það skilur pólitík og veit hvað það vill. Við viljum stjórnmálaflokka sem hafa hugrekki til að tala skýrt og vera hreinskilnir um bæði hvað þeir ætla að gera og hvað þeir ætla ekki að gera. Við þurfum stefnu sem er byggð á raunverulegri framtíðarsýn fyrir þjóðina, ekki bara tómum loforðum. Ekki bara lofa öllum öllu heldur bjóða upp á skýra framtíðarsýn fyrir íslensku þjóðina. Þetta hefur Samfylkingin gert. Samfylkingin er með skýrt framtíðarplan, hún hefur sýnt að hún er tilbúin að takast á við verkefnin framundan, og það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að ganga til liðs við hana. Ég hvet ungt fólk til að sameinast og styðja Samfylkinguna í komandi kosningum, því þetta er flokkurinn sem er tilbúinn að grípa til aðgerða sem hafa raunveruleg áhrif strax. Það er of mikið í húfi til að láta þessi tækifæri fram hjá okkur fara. Höfundur er forseti Sölku - Ungs Jafnaðarfólks á Akureyri.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun