Donald Trump forseti á nýjan leik Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2024 07:17 Donald Trump með Melaniu eiginkonu sinni og Barron syni þeirra á sviði í Flórída. AP/Alex Brandon Donald Trump verður að öllum líkindum aftur forseti Bandaríkjanna. Fjölmiðlar vestanhafs hafa lýst yfir sigri hans í sveifluríkinu Pennsylvaníu og þar með í forsetakosningunum öllum. Án sigurs í Pennsylvaínu á Kamala Harris ekki leið til að tryggja sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að vinna í kosningunum. Trump verður því 47. forseti Bandaríkjanna, til viðbótar við að hafa verið 45. forsetinn. Hann er 78 ára gamall og mun því væntanlega slá aldursmet Joes Biden, sem er nú elsti forseti Bandaríkjanna. Þegar þetta er skrifað er ekki búið að lýsa yfir sigurvegara í Alaska en það verður að öllum líkindum Trump og þá verður hann kominn yfir 270 kjörmenn. Fox News er þó enn sem komið er eini miðilinn vestanhafs sem hefur lýst yfir sigri Trumps í kosningunum öllum. Þá er einnig útlit fyrir að Trump muni fá fleiri atkvæði en Harris á landsvísu, sem er í fyrsta sinn. Árið 2016, þegar hann sigraði Hillary Clinton, fékk hann færri atkvæði en hún. Trump mun taka við völdum af Joe Biden þann 21. janúar næstkomandi. Þá verður hann annar forsetinn til þess að gegna embættinu í tvígang, það er að segja án þess að sitja tvö kjörtímabil í röð. Hinn var demókratinn Grover Cleveland sem var Bandaríkjaforseti fyrst 1885 til 1889 og svo aftur 1893 til 1897. Cleveland var 22. og 24. forseti Bandaríkjanna. Þá er Trump fyrsti maðurinn sem dæmdur hefur verið fyrir glæp sem kosinn er forseti Bandaríkjanna. Í ræðu sinni í Flórída, þar sem hann lýsti yfir sigri sagðist Trump ætla að gera Bandaríkin betri en þau hafa nokkurn tímann verið áður. Enn óljóst með fulltrúadeildina Repúblikanar hafa eining tryggt sér meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Enn er óljóst hvernig staðan verður í fulltrúadeildinni á næsta kjörtímabili en sérfræðingum þykir líklegast að sama hvor flokkurinn nái meirihluta þar, verði sá meirihluti tiltölulega lítill. Sjá einnig: Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Takist Repúblikönum að ná meirihluta í fulltrúadeildinni er fátt sem getur staðið í vegi Trumps næstu tvö árin, að minnsta kosti. Nái Demókratar meirihluta munu þeir geta staðið í vegi Trumps þegar kemur að lagasetningu og þar að auki stýriri fulltrúadeildin fjárlögum Bandaríkjanna. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Joe Biden Tengdar fréttir Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Mikil gleði hefur verið við völd á kosningavökum stuðningsmanna Donalds Trump og Repúblikana víða um Bandaríkin í nótt. 6. nóvember 2024 07:07 Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu á þriðjudag til að velja sér nýjan forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir bentu til þess að að mjög lítill munur yrði á fylgi frambjóðenda en þegar liðið hefur á nóttina er ljóst að Donald Trump er líklegur til að sigra Kamölu Harris. 5. nóvember 2024 09:52 Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Repúblikanar hafa tryggt sér meirihluta í öldungadeild Bandaríkjanna, þar sem Demókratar hafa verið með nauman meirihluta undanfarin fjögur ár. Ljóst er að Repúblikanar hafa tryggt sér að minnsta kosti 51 sæti af hundrað. 6. nóvember 2024 06:29 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Sjá meira
Trump verður því 47. forseti Bandaríkjanna, til viðbótar við að hafa verið 45. forsetinn. Hann er 78 ára gamall og mun því væntanlega slá aldursmet Joes Biden, sem er nú elsti forseti Bandaríkjanna. Þegar þetta er skrifað er ekki búið að lýsa yfir sigurvegara í Alaska en það verður að öllum líkindum Trump og þá verður hann kominn yfir 270 kjörmenn. Fox News er þó enn sem komið er eini miðilinn vestanhafs sem hefur lýst yfir sigri Trumps í kosningunum öllum. Þá er einnig útlit fyrir að Trump muni fá fleiri atkvæði en Harris á landsvísu, sem er í fyrsta sinn. Árið 2016, þegar hann sigraði Hillary Clinton, fékk hann færri atkvæði en hún. Trump mun taka við völdum af Joe Biden þann 21. janúar næstkomandi. Þá verður hann annar forsetinn til þess að gegna embættinu í tvígang, það er að segja án þess að sitja tvö kjörtímabil í röð. Hinn var demókratinn Grover Cleveland sem var Bandaríkjaforseti fyrst 1885 til 1889 og svo aftur 1893 til 1897. Cleveland var 22. og 24. forseti Bandaríkjanna. Þá er Trump fyrsti maðurinn sem dæmdur hefur verið fyrir glæp sem kosinn er forseti Bandaríkjanna. Í ræðu sinni í Flórída, þar sem hann lýsti yfir sigri sagðist Trump ætla að gera Bandaríkin betri en þau hafa nokkurn tímann verið áður. Enn óljóst með fulltrúadeildina Repúblikanar hafa eining tryggt sér meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Enn er óljóst hvernig staðan verður í fulltrúadeildinni á næsta kjörtímabili en sérfræðingum þykir líklegast að sama hvor flokkurinn nái meirihluta þar, verði sá meirihluti tiltölulega lítill. Sjá einnig: Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Takist Repúblikönum að ná meirihluta í fulltrúadeildinni er fátt sem getur staðið í vegi Trumps næstu tvö árin, að minnsta kosti. Nái Demókratar meirihluta munu þeir geta staðið í vegi Trumps þegar kemur að lagasetningu og þar að auki stýriri fulltrúadeildin fjárlögum Bandaríkjanna.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Joe Biden Tengdar fréttir Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Mikil gleði hefur verið við völd á kosningavökum stuðningsmanna Donalds Trump og Repúblikana víða um Bandaríkin í nótt. 6. nóvember 2024 07:07 Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu á þriðjudag til að velja sér nýjan forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir bentu til þess að að mjög lítill munur yrði á fylgi frambjóðenda en þegar liðið hefur á nóttina er ljóst að Donald Trump er líklegur til að sigra Kamölu Harris. 5. nóvember 2024 09:52 Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Repúblikanar hafa tryggt sér meirihluta í öldungadeild Bandaríkjanna, þar sem Demókratar hafa verið með nauman meirihluta undanfarin fjögur ár. Ljóst er að Repúblikanar hafa tryggt sér að minnsta kosti 51 sæti af hundrað. 6. nóvember 2024 06:29 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Sjá meira
Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Mikil gleði hefur verið við völd á kosningavökum stuðningsmanna Donalds Trump og Repúblikana víða um Bandaríkin í nótt. 6. nóvember 2024 07:07
Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu á þriðjudag til að velja sér nýjan forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir bentu til þess að að mjög lítill munur yrði á fylgi frambjóðenda en þegar liðið hefur á nóttina er ljóst að Donald Trump er líklegur til að sigra Kamölu Harris. 5. nóvember 2024 09:52
Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Repúblikanar hafa tryggt sér meirihluta í öldungadeild Bandaríkjanna, þar sem Demókratar hafa verið með nauman meirihluta undanfarin fjögur ár. Ljóst er að Repúblikanar hafa tryggt sér að minnsta kosti 51 sæti af hundrað. 6. nóvember 2024 06:29